19.8.2007 | 05:19
Á ströndinni
Við skruppum félagarnir, undirritaður, Ron, Dan og Árni, á ströndina við gamla landstjórabústaðinn, Hotel Mount Lavinia, á laugardeginum. Það er ótrúlega fallegt þarna þar sem við sátum á fiskiveitingastaðnum Seafood Cove, sem er í strákofa á ströndinni undir Mount Lavinia. Það rifjast upp sagan af breska landsstjóranum sem átti í ástarsambandi við hina portúgölsk ættuðu Lavinia og lét gera jarðgöng frá slotinu í híbýli hennar, til að auðvelda samverustundir við sína heittelskuðu.
Við fengum aldrei nóg af rækjunum sem boðið er upp á og pöntuðum hvern skammtinn á fætur öðrum. Við sátum á meðan húmið lagðist yfir og þegar dimmt var orðið mátti sjá tunglið sem nú er 1. kvartil með 33% fyllingu. Fullt tungl verðu á þriðjudaginn 28. ágúst, og þá verður hátíð hér á Sri Lanka. Upp í Kandy verður haldin ein mesta hátíð Búddista í heiminum þennan dag þegar tunglið er fullt. Kandy skipar mikilvægan sess meðal búddista í heiminum og koma þeir víða að til að taka þátt í þessari hátíð.
Þegar við fórum voru þjónarnir að koma nýjum og ferskum fiski fyrir á borði við inngangan. Fiskurinn var spiklandi nýr og sérlega lystugur. Þetta er örugglega góður staður til að borða á eitthvert kvöldið. Njóta sólarlagsins, hlusta á bárugjálfrið á ströndinni og gæða sér á fyrsta flokks fisk, smokkfisk og rækju.
Dan bauð síðan upp á drykk á klúbbnum sínum þar sem inngönguskilyrði er að vera með meistarapróf og sinna starfi því tengdu. Sjálfur er hann starfandi lögfræðingur en margar starfsgreinar koma að þessum klúbbi. Hér gengur allt út á klúbba og er sjálfsagt um breska arfleið að ræða.
Við litum aðeins við á Krikket klúbbnum til að athuga hvort við rækjumst á friðargæslufólkið (SLMM), en átta Íslendingar starfa við það hér í Colombo. Við enduðum kvöldið á Swimming Club en umsóknin mín um inngöngu er nú í framkvæmd. Á meðan nýt ég gestrisni Árna en þarna er ekki hægt að greiða með peningum og er reikningurinn færður á klúbbfélagann.
Sunnudagurinn er frátekinn fyrir golf og eins gott fyrir mig að byrja að æfa af krafti og ná niður forgjöfinni. Ég er að vonast eftir því að vinir mínir á Íslandi heimsæki mig hingað einhvern daginn og fyrir golfáhugamenn er Sri Lanka paradís. Frábærir vellir og aðstæður eins góðar og hugsast getur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:36 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er virkilega spennandi lesning Gunnar, vildi bara láta vita að komu minni á síðu þína. Mér finnst við hæfi að láta vita þegar maður kemur í heimsókn.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 19.8.2007 kl. 21:46
Gaman að skoða svæðið með lýsingum þínum, Gunnar. Rækjan er eilítið stærri en krílin okkar!
Ívar Pálsson, 20.8.2007 kl. 16:03
Sæll Torfi og takk fyrir innlitið. Þú sýnir pabba þínum þetta einhvern daginn.
Ívar þessar rækjur eru sko stærri en Borialis. Í þessu tilfelli voru þær enn lifandi. Ég hef reyndar borðað mikið af rækju hérn og kaupi 250 gr. í súpermarkaðinum hér við hliðina á mjög sanngjörnu verði. Það vantar bara kampavínið og Stínu til að fullkomna þetta.
Gunnar Þórðarson, 23.8.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.