17.8.2007 | 14:45
Kvöldganga í Viktoríugarðinum
Það hafa verið viðburðaríkir dagar í vinnunni og um margt að hugsa. Langir vinnufundir í hafrannsóknarstofnun Sri Lanka, enda er þeir helstu samstarfsaðilar ICEIDA hér í landi. Mér varð hugsað til Flosa vinar míns sem er sérstakur aðdáandi Hafró á Íslandi. Honum hefði örugglega líkað að kynnast annarri slíkri stofnun þó að í Asíu væri. Ég mun seinna segja meira frá því hvað þetta gengur út á en læt það liggja milli hluta að svo stöddu. En þetta eru spennandi verkefni, og ef vel tekst til, mörgum til góðs.
Eftir langan vinnudag í gær fórum við vinnufélagarnir tveir í Krikket klúbbinn í Colombo. Krikket er þjóðaríþrótt Sri Lankanbúa, enda fyrrverandi nýlenda Breta. Ég veitti athygli vegvísi sem benti til hinna ýmsu krikket valla heimsins og fjarlægðar þangað. Það kom á óvart að svipuð vegalengd er til Melbourne og London héðan frá krikketklúbbinum í Colombo.
Seinnipartinn í dag hafði ég mælt mér mót við félaga minn Dan til að njóta kvöldgöngu í Viktoríugarðinum. Þetta var notaleg rólegheita ganga og þegar leiðin lá fram hjá ráðhúsi borgarinnar sem stendur við garðinn, sagði hann mér sögu úr síðustu sveitarstjórnarkosningum. Málið er að í Colombo urðu múslímar sigurvegarar og sá sem fyrir þeim fór var bílstjóri á tú tú, þríhjólavögnum, sem allt morar af hér í borginni. Maðurinn er bæði ó-læs og skrifandi en er samt orðinn borgarstjóri. Hann mætir í vinnu á hverjum degi en hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera eða hvernig halda á um stjórnartaumana. Borgin líður fyrir óstjórnina og meðal annars þessi fallegi garður sem er í hálfgerðri niðurníðslu.
Bróðir Dans, Stanley, er fyrrverandi varnarmálaráðherra Sri Lanka en er nú á eftirlaunum. Það sem merkilegra er að hann er heims þekktur listmálari og verk hans prýða söfn í London, París og New York. Dan sýndi mér um daginn þykka bók um listamanninn og verk hans og verð ég að viðurkenna að ég varð töluvert heillaður. Þegar eiginkonan kemur hingað í september er fyrirhuguð heimsókn til Stanley´s, til að hitta hann og skoða málverkin hans með berum augum.
Eftir kvöldgönguna tók ég sundsprett hér á þriðju hæðinni á Hyde Park, en laugin er opin út til suðurs. Þegar ég kom upp úr vatninu eftir hressandi sundsprett var orðið dimmt og smá rönd kominn á tunglið hægra megin. Það segir okkur að máninn sé vaxandi og innan tveggja vikna verður hann fullur. Þá er hátíð í bæ en hér er opinber frídagur þegar fullt tungl er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki vissi ég þetta um bróðir Dans. Vonandi fáum við tækifæri til að skoða eitthvað af málverkunum hans þegar við komum út. Ég bið kærlega að heilsa þeim Dan og Ron, enda einstaklega almennilegir náungar.
Hafdís Gunnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.