15.8.2007 | 16:10
Siglingar um Sri Lanka
Sri Lanka er gríðarlega mikilvægt fyrir siglingar um suður Asíu. Ef litið er á landakort sést vel hve vel eyjan liggur við siglingaleiðum um þessar slóðir. Hvort sem horft er til suður odda Afríku, eða austur hluta heimsálfunar. Rauðahaf, Arabíuhafsins eða Bengalflóa. Tæland, Malasíu, Víetnam, Filippseyjar, Indónesíu eða Ástralíu. Svo ekki sé talað um ósköpin þar sem Sri Lanka liggur vel fyrir Kína og Japan til að koma afurðum sínum til þessara landa eða Evrópu, og eða til að draga hráefni að sér.
Flutningar eru miklir hér um og er þá verið að skipa upp vöru af skemmri leiðum sem síðan er skipað um borð í stærri skip til að sigla með lengri leiðir. Safna saman í höfninni í Colombo og umskipa til frekari flutninga annað.
Höfnin í Colombo er risastór á Íslenskan mælikvarða og til stendur að rúmlega tvöfalda afkastagetu hennar. Kínverjar ætla að fjármagna risa höfn hér sunnar á eyjunni sem verður umskipunarhöfn fyrir þetta svæði jarðarinnar, enda hafa þeir mikilla hagsmuna að gæta. En tvennt er þó sem Sri Lankanbúar hafa áhyggjur af varðandi þennan mikilvæga þátt í hagkerfi landsins.
Í fyrsta lagi eru það átökin við Tamil Tígrana sem dregið hafa úr áhuga útgerða til að nota hafnir á Sri Lanka til umskipunar. Fyrir nokkrum mánuðum síðan reyndu Tígrarnir að sigla hraðskreiðum bátum fylltum sprengiefni inn í höfnina. Sjóherinn náði rétt í tíma að skjóta bátana niður þegar örstutt var eftir að þessari mikilvægu lífæð flutninga.
Ég sat um daginn á gömlum enskum klúbbi á efstu hæð á virðulegu hóteli við höfnina. Þetta er eini staðurinn þar sem vel sést yfir hafnarsvæðið, enda er stranglega bannað að taka myndir þar. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með athafnalífinu í höfninni þegar verið er að umskipa gámum úr nokkrum risa flutningaskipum. Fjórir risa kranar voru að afferma gríðarstórt gámaflutningaskip á sama tíma. Síðan eru urmull af landkrönum sem taka gámana og stafla þeim upp hér og þar sjálfvirkt. Sjóherinn er einmitt staðsettur þarna í höfninni og því er öryggisgæsla mikil á svæðinu. Það er þó svolítið skondið að hægt er að fara á Google Earth og skoða höfnina í smáatriðum, þó sú mynd sé að sjálfsögðu ekki í tíma. Kannski Tígrarnir hafi ekki aðgang að netinu!
Sundið milli Indlands og Sri Lanka
Hitt atriðið sem Sri Lankanbúar hafa áhyggjur af er ráðagerðir Indverja um að dýpka eyðið milli Indlands og eyjarinnar. Það myndi stytta siglingaleiðir verulega og draga úr mikilvægi landsins sem umskipunarstaður. Þetta er gríðarmikil framkvæmd ef af verður þar sem lágmarks dýpt verður 20 metrar og breiddin einir 200 metrar. Þarna eru mikilvægustu fiskimið Sri Lanka en reyndar helsta átakasvæði við Tamil Tígra, en þeirra landsvæði er einmitt á norð-austur hluta eyjarinnar.
Blokkin heima
Að lokum læt ég fylgja með mynd af þakinu sem ég skokka um á morgnana. Mér reiknast til að hringurinn sé um 100 metrar að lengd. Neðst í horninu til hægri er Viktoria garðurinn þar sem framtíðarhlaup mín verða. Ef ég ætla að halda í við vin minn Ívar gengur ekki að vera skokkarinn á þakinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.