11.8.2007 | 02:10
Vearing Prada

Það er mikið að gera í vinnunni þessa daganna. Margir hlutir sem þarf að koma sér inn í og læra nýja aðferðafræði. Það er því langur vinnudagur og minni tími til að blogga. Yfir því verður ekki kvartað enda með því reiknað og vonast til þess. Allt sem ég vonaðist til í þessu starfi var að takast á við krefjandi og áhugaverð störf og eru engin vonbrigði með það ennþá.
Ég er ósköp glaður að hafa vinnukonu þessa dagana. Koma þreyttur heim að skínandi hreinni íbúð með öllum fötum samanbrotnum og röðuðum inn í skáp. Kvöldmaturinn bíður inn í ískáp og bara að skella honum inn í örbylgjuofninn. Ég þarf að sjálfsögðu að greiða henni laun en hún er vel að þeim kominn. Reyndar var ég mjög heppinn að ráða Pam, sem talar ensku reiðbrennandi og því auðvelt að eiga við hana samskipti.
Sumir vina minna hafa komið að máli við mig og fundist líf mitt vera eins og í Þúsund og einni nótt. Þetta er auðvitað meðfæddur glannaskapur í mér þegar ég lýsi hlutunum og besta að koma þessu niður á jörðina.
Eins og ég sagði er vinnukonan á mínum vegum og ég greiði henni laun. Ég bý í stórri og notalegri íbúð á sjöundu hæð, sem myndi vera svipað stór á Íslandi fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það er reiknað með að fjölskylda mín geti verið hér og búið hjá mér en við erum fjögur í heimili á Ísafirði. Öryggið við að búa í svona íbúðarblokk þar sem fylgst er með öllum sem inn koma er nauðsynlegt. Allir erlendir erindrekar búa við þessar aðstæður hér og telst þetta vera standard. Sá sem gegnir stöðu sendiherra hér er einmitt að flytja úr stóru húsi í dýrasta hverfi borgarinnar í slíkt íbúðarhótel vegna öryggis en hann er með 14 ára dóttur sína með sér. Það má ekki gleyma því að á Sri Lanka eru herlög í gildi sem geta haft alvarlegar afleiðingar ef menn gæta sín ekki.
Sendiráðið hefur svo bíla til að skutla okkur til og frá vinnu og þangað sem við þurfum að fara vegna vinnu. Í dag fer ég að skoða fíla og þá er notast við einkabíla. Bílarnir eru algerlega nauðsynlegir í umhverfi eins og Colombo. Það er ekki fyrir hvern sem er að rata um rangala borgarinnar og lítið vit í að eyða dýrmætum tíma okkar í það. Bílstjórarnir leysa ekki okkar verkefni hér á Sri Lanka.
Þannig að við skulum koma okkur út úr ævintýrinu og inn í raunheima þó það sé ekki eins skemmtilegt að segja frá þeim.
Eitt er það sem fylgir því að búa í hitabeltinu er að maður fer aldrei í jakka. Stutterma skyrta er venjulegur klæðaburður karlmanna og alls ekki bindi. En það er galli á gjöf Njarðar því að nú vantar vasana til að geyma allt smádótið. Myndavél, farsíma, gleraugu, sólgleraugu o.s.fr. Við berum því töskur eins og konurnar heima. Við hefðum kannski átt að gera minna grín að eiginkonunum hvað þetta varðar því ,,We are vearing Prada
Fílaskoðun
Það er snemma morguns 11. ágústs og framundan ferð að skoða fíla með Ron og Dan. Sú ferð verður skráð seinna. Þetta eru góðir vinir Shirans, tengdasonar míns og hafa tekið mér sem fjölskdumeðlim síðan ég kom hingað. Samstarfsmaður minn hér sagði að ég hefði komist jafn vel inn í samfélagið hér á viku og venjulega gerist á einu ári. Þökk sé Auri og hennar móttökum þegar ég kom hingað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 286686
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.