9.8.2007 | 01:27
Lífið í Colombo
Starfið á Sri Lanka
Það væri auðvelt að miskilja skrif mín á þann hátt að lítið væri að gera í vinnunni og ég væri ekki sinna störfum fyrir forseta vorn og þjóð. En það er misskilningur og rétt að benda á að störf okkar hér eru flókin og vandasöm þannig að mestur tími minn hefur farið í að setja mig inn í málin. Í grófum dráttum gengur starfið út á að bæta lífsgæði fólks hér í sjávarútvegi, sem eru með fátækustu stéttum landsins. Þá erum við að tala um fátækt þar sem fólk hefur minna en 2 $ á dag í laun. Ekki spurningu um hvort foreldrar hafi efni á að kaupa fartölvu fyrir börnin sín.
Reyndar varð mér alveg um og ó þegar ég leit yfir þau verkefni sem ég á að bera ábyrgð á í starfi mínu og vissi varla hvar átti að byrja. Svo notuð séu myndhvörf þá má líkja þessu við að ætla sér að éta fíl og vita ekki hvar eigi að byrja. Bíta aðeins í rófuna eða naga hann í hnéð? Til að ráða betur við þetta mun ég fara á laugardaginn í boði Dan, lögfræðings Aury, til að skoða fíla. Eins gott að vita hvernig þessar skepnur líta út áður ég fer fræðilega að skera þær niður í steikur.
Ég mun semsagt láta það bíða aðeins að fjalla um starfið og segja frá því þegar ég er kominn betur inn í málin, frekar en að bulla eitthvað sem lítið mark er á takandi. Útskýra umhverfið og lífið hér til að byrja með og láta aðal atriðið sæta afgangi í bili.
Pólitíkin
Í pólitíkinni eru það stríðið og verðbólgan sem eru efst á baugi. Síðan 2003 - 2004 hefur verð á nauðsynjum hækkað mikið. Brauðið úr 3 kr. í 14 kr, 100 gr. af mjólkurdufti úr 80 kr. í 103 kr. og bensín úr 48 kr ltr í 70 kr. Kostnaður vegna varnarmála hefur farið úr 30 milljörðum kr. í 80 milljarða síðan 2003 en harðnandi átök við Tamila hafa þar mest áhrif.
Umferðin
Ég hef áður sagt frá því hvernig forsetin ferðast um en eðlilegar ástæður liggja fyrir slíkum ferðamáta. Það sem Tamilarnir hafa reynt að stilla sig inná er að mæta þessum bílalestum og sprengja sig upp um leið og þeir mæta bílnum sem forsetinn, eða einhver annar háttsettur embættismaður, er í. Þetta hefur verið reynt hér reglulega og hefur því miður oft kostað líf óbreyttra borgara. Til að útiloka þessa aðferð var ákveðið fyrir nokkrum mánuðum að allar götur í Colombo yrðu einstefnugötur. Engin kynning var gerð á þessu heldur vöknuðu menn upp einn daginn við breytinguna. Það var mikil handagangur í öskjunni næstu daganna á eftir þegar menn reyndu að rata í vinnuna eftir nýja kerfinu. En flestir eru þó á því að þetta sé til bóta. Umferðin gengur betur fyrir sig og flæðið er betra.
Það ver mikið búið að hræða mig á umferðinni hér í Colombo þar sem hún væri algjörlega vitfirrt og ruddaleg. Sri Lanka er með vinstri umferð að gömlum og góðum enskum sið sem gerir þetta svolítið erfiðara en umferðin er ekki svo slæm. Reyndar rennur hún ótrúlega ljúflega og stundum fimlega. Ökumenn eru eins og klettaklifrari sem er með öll skilningarvit á fullu við að stýra í gegnum öngþveitið og þar með heyrnina. Flautið er engin ruddagangur eða frekja. Það er stanslaust verið að gefa merki til næsta bílstjóra til að láta vita afsér en þetta hefur ekkert með dónaskap að gera. Ég ætla fljótlega að hefja akstur hér í borginni, algerlega óragur við að kasta mér út í öngþveitið óreiðuna sem virðist ríkja á götum bæjarins. Þetta er miklu betra en það lítur út fyrir að vera.
Það er rétt að segja frá fyrirbæri sem heitir túk túk og eru þriggja hjóla faratæki og eru notaðir hér sem leigubílar. Allar götur eru fullar af þessum fyrirbærum sem eru einskonar blanda af bíl og mótorhjóli. Allt tilheyrir þetta neðanjarðarhagkerfi þar sem engin ökumælir er og ekkert gefið upp til skatts. Verðið fyrir þjónustan ræðst af útliti (ríkur - fátækur) og hörku viðskiptavinarins í að prútta um verðið. Þessi tæki taka lítið pláss og henta því vel, sérstaklega þegar haft er í huga að engin opinber bílastæði eru í borginni.
Klúbbarnir
Ég fór á Rótarýfund hjá Rotary Club of Colombo West í gær. Skemmtilegur fundur og maturinn eins og á fjögurra gafla veitingahúsi í París. Byrjað var á að hylla þjóðfánann en það er reyndar gert á hverjum morgni á öllum stofnunum á Sri Lanka. Síðan var ég látin koma upp og kynna mig og minn litla klúbb á Ísafirði. Ég notaði tækifærið og montaði mig af tengslum mínum við Sri Lanka og þeim ávexti sem af þeim hafa sprottið. Ritari og forseti klúbbsins buðu mér inngöngu og yrði hún afgreidd á stjórnarfundi nú í ágúst. Fundarstaðurinn er á Cinnamon hótelinu sem er í tveggja mínútna fjarlægð frá vinnustaðnum. Svona álíka langt eins og var að heiman yfir á Hótel Ísfjörð, þar sem Rótarýklúbbur Ísafjarðar fundar.
Um kvöldið var mér boðið út að borða á Colombo Swimming Club og gengið frá boði um inngöngu. Það er fínasti klúbbur bæjarins og er í tveggja mínútna gang frá skrifstofunni.
Hyde Park Corner
Mér var bent á það í gær af vini mínum að í London stendur karlinn á kassanaum á Hyde Park Corner og heldur ræður yfir vegfarendum. Ég bý einmitt á Hyde Park Corner og má líkja blogginu mínu við að ég standi á kassa við hina rafrænu þjóðbraut og láti móðan mása. Besta mál ef einhver hefur gaman af því, þó ekki væri annar en ég sjálfur.
Vedda þjóðflokkurinn
Í dag 9. ágúst er alþjóðadagur innfæddra. Á Sri Lanka eru um eitt þúsund innfæddir, Vedda þjóðflokkurinn, og búa þeir í Oya National Park á austurströnd eyjarinnar. Tæplega 19% þeirra eru læsir og rúmlega 58% eru atvinnulausir. 41% vinna við landbúnað en tæp 9% hafa framfæri af veiðum. Tæp 2% vinna við ferðaþjónustu en það gæti aukist ef þeir byggju ekki á miðju átakasvæði. Vedda þjóðflokkurinn var fjölmennastur um þar síðustu aldamót þegar þeir voru 5000. Þeim hefur stöðugt fækkað síðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:31 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 286687
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.