Arnar Geir Hinriksson

Það er skarð fyrir skyldi við missi félaga okkar Adda Geirs sem fórst af slysförum 3. jan. síðastliðinn. Það var mikil fyrirferð í Adda og munaði um minna en hafa þennan karakter í félagsskap. Addi gat verið hrjúfur og beinskeyttur, en innan við skrápinn var hann gull af manni. Við höfum haft gaman af að segja skemmtilegar sögur af honum í gegnum tíðina og er það orðið efni i heila bók. Hann fór hratt, og stundum hraðar en hann réði við. En fyrst og fremst minnumst við félagskaparins og samveru með honum á skíðum og í golfi. Hann var mjög góður bridds spilari og einnig fylgdist hann vel með öllum íþróttaleikjum og vantaði aldrei þegar spilaðir voru heimaleikir í fót- og körfubolta á Ísafirði. Hann var alla tíð einlægur Manchester United aðdáandi, og tók mikinn þátt í félagslífi þar sem fylgst var með Enska boltanum. Í tvo vetur vorum við í liði í með honum í getraunum, þar sem veðjað var á úrslit. Liðið hét Ódysseifur, og oftar en ekki var hann rasandi á hversu vitlaus við værum í þessum fræðum, en okkur gekk ágætlega og samstarfið var til fyrirmyndar. Það er sjónarsviftir að manni eins og Adda Geir, hann var skemmtilega fyrirferðarmikill og tiplaði ekki á tánum í gegnum lífið. Engin hætta á að maður tæki ekki eftir honum. Maður þekkti golfsveifluna mílu vegar og eins skíðastílinn, þegar hann brunaði niður brekkurnar. Hann hafði sterkar skoðanir og hikaði ekki við að flíka þeim. Við hjónin höfðum fyrir reglu að bjóða honum að eyða gamlárskvöldi með okkur, fórum saman á brennu með fjölskylduna, og venjulega komið við í heimsókn hjá sameiginlegum vinum á heimleið. Við Addi áttum samleið á Bessastaði, vegna vegsauka mágkonu hans. Eins og venjulega var hann hrókur alls fagnaðar, og hélt uppi samræðum við háa sem lága. Þá kom í ljós að okkar maður hafði fyrir löngu síðan gist á Bessastöðum í boði sonar fyrrverandi forseta. Ég benti honum á fallegt málverk eftir Svavar Guðnason, og ekki stóð á viðbrögðunum; „Ég fór í veiði með Svavari og síðan duttum við í það saman“ Þarna var okkar manni vel lýst, en á þessum tíma hafði hann kvatt Bakkus fyrir áratugum saman. Það má bæta því við að til er mynd af honum í félagsskap Omars shariffs, sem í þá daga var einn fremsti briddsspilari heims. Við áttum ánægjulegt símtal við Adda fyrir tveimur árum fyrir hönd Golfklúbbs Ísafjarðar, til að biðja um leyfi til að skýra níundu brautina á Tungudalsvelli formlega í höfuðið á honum. Á þeirri braut er tré sem í gegnum tíðina hefur verið kallað „Addi Geir“ en það er einmitt staðsett þar sem hann dró af níunda teig. Arnar Geir var barnlaus en við tókum eftir því að hann fylgdist vel með systkinabörnum sínum og þeirra börnum síðar meir. Við vottum fjölskyldu Adda samúðar og munum ávallt minnast hans sem góðs félaga og eins af þeim eftirminnilegri sem við höfum kynnst í gegnum lífið. Það hefði orðið fátæklegra án hans.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 286596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband