Strandveiðar

Helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar er að auka strandveiðar. Nýr ráðherra sjávarútvegsmála talaði um að setja í forgang að fjölga ólympískum veiðum strandveiðiflotans í 48 daga. Helstu rökin fyrir því er að auka „líf“ á höfnum landsins! En tökum nokkrar staðreyndir um strandveiðar á Íslandsmiðum:

• Í fyrsta lagi skapa strandveiðar ekki verðmæti. Verðmætasköpun er skilgreind þannig að það sem eftir er þegar búið er að greiða allan kostnað framleiðsluna er verðmætaaukning. Strandveiðar standa ekki undir sér og fer meiri kostnaður í veiðar en þær skila í verðmætum, þrátt fyrir að greiða ekki krónu fyrir aðgang að auðlindinni. Slíkt er reyndar eðli ólympískra veiða þar sem keppst er um að ná sem mestum afla á stystum tíma. Verðmætasköpun mun ekki aukast við að fjölga veiðidögum, þar sem bátum mun einfaldlega fjölga við þá aðgerð. Þetta er svolítið eins og að gefa hrafninum að éta, þeim bara fjölgar en einstaklingarnir verða jafn illa settir.

• Ein helstu rökin eru að auka líf á höfnum landsins! Er það hlutverk löggjafans? Sjálfur hef ég eytt miklum tíma á íslenskum höfnum, og mér sýnist svona frekar að þeir sem þar starfa vilji helst fá að vinna í friði, og séu lítið fyrir mikið „líf“ á bryggjunum! Nú ef þetta er skynsamlegt, þarf þá ekki líka að auka „líf“ á flugvöllum? Byrja á flugvellinum á Hólmavík, sem virðist vera frekar „líflaus“

• Talað er um strandveiðar sem umhverfisvænar veiðar! Hvernig má það vera umhverfisvænt að senda hraðbáta fimm sinnum í viku til að sækja afla sem núverandi atvinnu floti gæti tekið í nokkrum auka hollum, eða á nokkur bjóð.

• Mikil fjárfesting er í öllum þessum smábátaflota og engin leið að reka hann þó dögum verði fjölgað. Þetta er einfaldlega allt of mikil fjárfesting fyrir jafn litil verðmæti og raunin er, og eins og fyrr segir, munu verðmæti á bát ekki aukast við fjölgun daga. Reyndar eru dæmi um að aðili eigi fleiri en einn bát og fái leiguliða til að róa fyrir sig.

• Stór hluti veiða strandveiðibáta eru í maí og júní, þegar fiskurinn er í mjög slæmu ástandi eftir hrygningu. Hann er horaður með mikið los, enda dregur atvinnuflotinn stórlega úr veiðum á þessu tímabili.

• Einu tekjur sveitafélaga af strandveiðum eru aflagjöld en þeir greiða ekki útsvar. Strandveiðar helsta stefnumálið

Og hvernig má það vera að strandveiðar séu helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar? Er þetta kannski ein leið til að ná sér niður á kvótagreifunum og tilgangurinn helgi þannig meðalið. Skít með að þetta sé þjóðhagslega óhagkvæmt og mun meiri verðmæti fengjust með því að veiða þessi 10 til 20 þúsund tonn með núverandi atvinnuflota? Nú er uppstaða strandveiðimanna fullorðnir karlmenn sem eru, eftir því sem mér skilst, að gera þetta í gamni sínu, og margir hverjir í öðrum störfum. Við sem þjóð þurfum hagkvæmar veiðar sem skilar fiskveiði arði til að standa undir samfélaginu.

Íslenskur sjávarútvegur heimsmeistari

Íslenskur sjávarútvegur hefur skilað síðustu árin um 10% arðsemi eigin fjár, nokkru minna en byggingariðnaður og málmvinnsla, og litlu meira en smásala. Meðallaun sjávarútvegs eru hins vegar hæst á Íslandi, sem endurspeglar gríðarlegan árangur greinarinnar við að hámarka framleiðni, sem aftur skilar arðsemi og háum launum (Viðskptablaðið des 2024). Til þess að ná slíkum árangri þarf greinin að geta fjárfest í nýrri tækni og búnaði. Í dag greiðir útgerðin þriðjung af hagnaði sínum í veiðigjöld. En hagnaður er forsenda fyrir fjárfestingu og samkeppnisforskoti á markaði og ef veiðigjöld verða of há fjarar undan því. Nú er það svo að annað markmið nýrrar ríkisstjórnar er að hækka veiðigjöldin! Kannski til að koma í veg fyrir að íslenskur sjávarútvegur tróni á toppnum sem heimsmeistari í fiskveiðum í heiminum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 286596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband