24.2.2025 | 11:50
Strandveiðar
Helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar er að auka strandveiðar. Nýr ráðherra sjávarútvegsmála talaði um að setja í forgang að fjölga ólympískum veiðum strandveiðiflotans í 48 daga. Helstu rökin fyrir því er að auka líf á höfnum landsins! En tökum nokkrar staðreyndir um strandveiðar á Íslandsmiðum:
Í fyrsta lagi skapa strandveiðar ekki verðmæti. Verðmætasköpun er skilgreind þannig að það sem eftir er þegar búið er að greiða allan kostnað framleiðsluna er verðmætaaukning. Strandveiðar standa ekki undir sér og fer meiri kostnaður í veiðar en þær skila í verðmætum, þrátt fyrir að greiða ekki krónu fyrir aðgang að auðlindinni. Slíkt er reyndar eðli ólympískra veiða þar sem keppst er um að ná sem mestum afla á stystum tíma. Verðmætasköpun mun ekki aukast við að fjölga veiðidögum, þar sem bátum mun einfaldlega fjölga við þá aðgerð. Þetta er svolítið eins og að gefa hrafninum að éta, þeim bara fjölgar en einstaklingarnir verða jafn illa settir.
Ein helstu rökin eru að auka líf á höfnum landsins! Er það hlutverk löggjafans? Sjálfur hef ég eytt miklum tíma á íslenskum höfnum, og mér sýnist svona frekar að þeir sem þar starfa vilji helst fá að vinna í friði, og séu lítið fyrir mikið líf á bryggjunum! Nú ef þetta er skynsamlegt, þarf þá ekki líka að auka líf á flugvöllum? Byrja á flugvellinum á Hólmavík, sem virðist vera frekar líflaus
Talað er um strandveiðar sem umhverfisvænar veiðar! Hvernig má það vera umhverfisvænt að senda hraðbáta fimm sinnum í viku til að sækja afla sem núverandi atvinnu floti gæti tekið í nokkrum auka hollum, eða á nokkur bjóð.
Mikil fjárfesting er í öllum þessum smábátaflota og engin leið að reka hann þó dögum verði fjölgað. Þetta er einfaldlega allt of mikil fjárfesting fyrir jafn litil verðmæti og raunin er, og eins og fyrr segir, munu verðmæti á bát ekki aukast við fjölgun daga. Reyndar eru dæmi um að aðili eigi fleiri en einn bát og fái leiguliða til að róa fyrir sig.
Stór hluti veiða strandveiðibáta eru í maí og júní, þegar fiskurinn er í mjög slæmu ástandi eftir hrygningu. Hann er horaður með mikið los, enda dregur atvinnuflotinn stórlega úr veiðum á þessu tímabili.
Einu tekjur sveitafélaga af strandveiðum eru aflagjöld en þeir greiða ekki útsvar. Strandveiðar helsta stefnumálið
Og hvernig má það vera að strandveiðar séu helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar? Er þetta kannski ein leið til að ná sér niður á kvótagreifunum og tilgangurinn helgi þannig meðalið. Skít með að þetta sé þjóðhagslega óhagkvæmt og mun meiri verðmæti fengjust með því að veiða þessi 10 til 20 þúsund tonn með núverandi atvinnuflota? Nú er uppstaða strandveiðimanna fullorðnir karlmenn sem eru, eftir því sem mér skilst, að gera þetta í gamni sínu, og margir hverjir í öðrum störfum. Við sem þjóð þurfum hagkvæmar veiðar sem skilar fiskveiði arði til að standa undir samfélaginu.
Íslenskur sjávarútvegur heimsmeistari
Íslenskur sjávarútvegur hefur skilað síðustu árin um 10% arðsemi eigin fjár, nokkru minna en byggingariðnaður og málmvinnsla, og litlu meira en smásala. Meðallaun sjávarútvegs eru hins vegar hæst á Íslandi, sem endurspeglar gríðarlegan árangur greinarinnar við að hámarka framleiðni, sem aftur skilar arðsemi og háum launum (Viðskptablaðið des 2024). Til þess að ná slíkum árangri þarf greinin að geta fjárfest í nýrri tækni og búnaði. Í dag greiðir útgerðin þriðjung af hagnaði sínum í veiðigjöld. En hagnaður er forsenda fyrir fjárfestingu og samkeppnisforskoti á markaði og ef veiðigjöld verða of há fjarar undan því. Nú er það svo að annað markmið nýrrar ríkisstjórnar er að hækka veiðigjöldin! Kannski til að koma í veg fyrir að íslenskur sjávarútvegur tróni á toppnum sem heimsmeistari í fiskveiðum í heiminum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 286596
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.