12.6.2024 | 08:42
Sjókvíaeldi á Íslandi
Á Bylgjunni um daginn voru kallaðir á teppið Kristinn H. Gunnarsson og Jón Kaldal til að ræða sjókvíaeldi við Ísland. Þar kom fram að 40 þúsund manns hefðu undirritað ósk um að banna sjókvíaeldi. Mín fyrstu viðbrögð við þessum upplýsingum voru; ekki fleiri en það! Miðað við stanslausan áróður og fjáraustur efnamanna er þetta ekki merkilegur árangur, og kannski mikill meirihluti landsmanna sammála nauðsyn þess að byggja upp verðmæta framleiðslu og útflutning, til að standa undir lífskjörum þjóðarinnar. Ég segi áróður, því í gegnum tíðina hefur þessum niðurrifsöflum þótt eðlilegt að halda fram staðleysum, enda helgar tilgangurinn meðalið. Nú er það svo að þessi annars umhverfisvæna matvælaframleiðsla er ekki gallalaus, og margt sem betur má fara. Mistök verið gerð sem erfitt er að réttlæta. En hér er einfaldlega mikið í húfi, byggðarlög á Aust- og Vestfjörðum standa og falla með sjókvíaeldi. Margar fjölskyldur hafa tekjur af starfseminni og eru háðar verðmætasköpun í fiskeldi, og sveitarfélögin treysta á tekjustreymi í formi útsvarstekna. Helstu áskoranir sjókvíaeldis eru einkum þrennar, ef litið er til framtíðar. Umhverfismál, dýravelferð og fóðurframleiðsla fyrir vaxandi framleiðslu. Laxeldisfyrirtæki og rannsóknarstofnanir eru á fullu við að takast á við þessar áskoranir, og með samvinnu og nægu fjármagni, munu þau mál leysast. Það hlýtur að vera krafa til andstæðinga fiskeldis að þeir ræði þessi mál af heiðarleika, yfirvegun og sanngirni. Afstaða veiðifélaga snýst um ótta við erfðablöndun villtra laxa, sem hefur ekkert með dýravelferð eða skolp að gera. Hinsvegar er lítið talað um laxveiði sem er ekkert annað en dýraníð, þar sem laxinn er veiddur aftur og aftur þar til hann jafnvel deyr úr streitu og álagi. Þessi ofsalegi áróður minnir stundum á byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en 40.000 manns hefðu örugglega undirritað bann við byggingu virkjunarinnar á þeim tíma. Þar héldu andstæðingar virkjunarinnar fram að hún myndi leka, hrynja, valda útdauða heiðargæsarinnar og myndi setja Landsvirkjun á hausinn, enda yrði mígandi tap á rekstrinum. Ekkert af þessu hefur raungerst og hægt að benda á að Landsvirkjun er að skila ríkissjóði 30 milljarða í arðgreiðslu á þessu ári. Laxeldið í samstarfi við rannsóknarfyrirtæki, háskóla og samkeppnissjóði sem eru á fullu að leysa þær áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir. Undirritaður tekur þátt í verkefni með norskum og íslenskum fyrirtækjum til að bæta heilsu eldislaxa. Í öllu eldi þarf að huga að velferð dýra, annars gengur það ekki upp. Hvað laxalús varðar er þróunin ör og lausnir munu finnast í nánustu framtíð, sama á við er varðar sleppingar. Handan við hornið eru lausnir á kynþroska laxfiska og geldfiskur mun koma inn á næstu árum. Að 40.000 einstaklingar skrifi undir óskir um að banna sjókvíaeldi lýsir mikilli fáfræði og hroka gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og samfélögum. Umhugsunarlaust að standa gegn umhverfisvænni matvælaframleiðslu og verðmætasköpun í íslensku samfélagi. Verðmætasköpun og útflutningur sem er m.a. undirstaða velferðarkerfisins, en skilningsleysi á því segir kannski að allur þessi hópur þurfi ekkert á því að halda? Gunnar Þórðarson, MSc í alþjóðaviðskiptum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ágætis skilgreining hjá þér.
Sjókvíaeldinu geta t.d. fylgt þeir kostir að það eru minni líkur á að eldsumbrot og jarðhræringar gætu skaðað sjókvíaeldið heldur en t.d. strandeldið/kerjaeldið sem að er að finna á suðurnesjunum.
Dominus Sanctus., 12.6.2024 kl. 09:26
Hérna getum við séð KOSTI þess að vera með SJÓKVÍAR þar sem að fiskurinn er alltaf umlukinn súrefnisrkíkum sjó.
Eldisker á landi geta brotnað í jarðskjálftum
og allskyns rafmagns og vatnsleiðslur farið í sundur í jarðhræringum:
https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2023/11/14/sprungin_eldisker_og_rafmagnsleysi/
Dominus Sanctus., 12.6.2024 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.