25.11.2021 | 10:32
Nonni - In memorandum
Uppeldisvinur minn og sálufélagi, Jón Grímsson lést á heimili dóttur sinnar í Seattle sunnudaginn 10. október. Nonni var fæddur 21. september árið 1954. Hann átti tvær dætur, Jóhönnu og Leah, og sex barnabörn.
Upphafið
Líf okkar hefði orði öðruvísi og lágstemmdara ef Grímur Jónsson hefði ekki hætt sem lofskeytamaður á sjöunda áratugnum hjá Gæslunni og tekið við starfi sem flugleiðsögumaður á Ísafirði. Grímsararnir komu sem stormsveipur að Engjavegi 30 og allt breyttist í þessu fyrra rólega umhverfi. Einn nágranninn mátti upplifa að heimilskötturinn var hengdur fyrir mistök fyrir villikött sem hafði haldið vöku fyrir Grími. Rólegaheita maðurinn Pétur Blöndal var nágranni handan götunnar og synir hans urðu oftar en ekki á vegi okkar Nonna, Gísli og Snæbjörn Blöndal. Skammt undan vor Bússasynir, Tryggvi, Elli og Svanbjörn sem oft komu við sögu í ferðalagi okkar Nonna í gegnum lífið.
Það var sönn upplifun að hafa kynnst þessari fjölskyldu þar sem ævintýrin voru við hvert fótmál. Uppátækjasemin náði langt fram yfir æskuárin og við Nonni höfum marga fjöruna sopið. Við áttum okkur draum um að verða ríkir og ekki stóð á viðskiptahugmyndunum. Steinasteypa, girðingstaurar og harðfiskvinnsla svo eitthvað sé talið, en einhvern veginn lét ríkidæmið á sér standa þrátt fyrir að mikið væri á sig lagt. Við vorum reyndar tossarnir í bekknum, enda höfðum við sett markið miklu hærra en menntun gæti staðið undir.
Sem strákar gerðum við út bát og leituðum leiða til að hafa tekjur af honum en gekk aldrei. Það var mikið viðhald á honum og við fundum út að best væri að hafa hann nálægt slippnum hans Eggerts Lárussonar, enda var Nonni búinn að finna leið til að komast inn á verkstæðið til að sækja verkfæri á kvöldin. Þó verkfærunum væri alltaf skilað fór þetta ekki fram hjá góðmenninu Eggert, sem leysti málið með að ráða Nonna í vinnu í slippnum. Nonni var hamhleypa til vinnu og bráðlaginn og eins og venjulega var hann búinn að eignast alla karlana þarna sem bestu vini, Kitta Gau, Óla, Simba, og Hávarð, fyrir nú utan Eggert sjálfan sem sá ekki sólina fyrir Nonna.
Reyndar var Grímur pabbi Nonna eins og einn af okkur strákunum og tók þátt í uppátækjum okkar fram á gamals aldur. Við Nonni gengum til rjúpna með honum frá 15 ára aldri alltaf var hann tilbúinn að taka þátt í ævintýrum með okkur. Nítján ára gamlir fórum við með Sigga Gríms, bróðir Nonna, og Sigga Ásgeirs á Kibbúts Shamir í Ísrael og dvöldum þar í um hálft ár við að tína ávexti og vinna á bómullaakri.
Í miðri orkukreppunni 1974 fórum við ásamt Stínu og Dadda bróður til Þýskalands, þar sem hugmyndin var að kaupa mótorhjól og aka um heiminn. Við komuna til Munchen þar sem farið var á milli bílasala í leit að BMW hjólum, sem reyndust allt of dýr og niðurstaðan var að Nonni og Daddi keyptu gamlan Bens, en við Stína notaða Renó druslu. Eftir ævíntýraför í gegnum Evrópu, m.a. gömlu Júgóslavíu, enduðum við Stína í Aþenu þar sem við seldum bílinn. Við höfðum týnt félögum okkar á ferðinni í gegnum Mílanó og engin plön gerð hvernig við ættum að hafa samband. Þeir óku oftar en ekki yfir gatnamót á gulu ljósi og ekki heyglum hent að halda í við þá. Við Stína keyptum okkur far með El-Al til Ísrael, tókum rútu norður til Shamir þar sem við fengum strax vinnu. Fyrsta morguninn lentum við í árás skæruliða sem komu frá Sýrlandi og má þakka guði fyrir að lifa það af. En daginn eftir voru þeir félagar mættir og þarna var dvalið næsta hálfa árið við ýmis störf.
Næsta ævintýri okkar voru kaup á skútu í Bretlandi árið 1976 sem við sigldum síðan heim til Ísafjarðar. Jóhanna mamma Nonna heimtaði að við tækjum prakkarann Bára með, bróðir Nonna, enda var hún uppgefin á uppátækjum hans. Með skjalatösku fulla af gjaldeyri, en þá voru galdeyrishöft á Íslandi, til að borga skútuna. Við skildum töskuna aldrei við okkur en tókst þó að gleyma henni á pub eftir hádegisverð. Við komum heim á hótelið og uppgötuðum okkur til mikillar skelfingar að taskan hafði orðið eftir. Við fórum í hendingsskasti til baka og Þegar við komum örvæntingafullir að barnum var búð að loka honum og allri götunni, herinn mættur og maður í sprengjugalla með haglabyssu sem bjó sig undir að skjóta töskuna úti á miðri götunni. Nonni hljóp að honum til að stoppa hann af og sagðist eiga töskuna. Sprengjusérfræðingurinn leit á okkur fullur tortryggni og bað okkur að opna hana. Þegar hann sá innihaldið, fulla af allskyns gjaldeyri, var honum greinilega létt, rak upp hlátur og sagði okkur að taka töskuna og haska okkur. Á þessum tíma var IRA að skilja eftir eldsprengjur í pubbum í Bretlandi og það bjargaði okkur að þessu sinni.
Við héldum upp á þetta um kvöldið og einhvern veginn skildu leiðir og við Bári týndum Nonna. Við komum upp á hótel, en herbergið okkar var á fjórðu hæð. Við vorum háttaðir og á leið í koju, þegar við heyrðum þrusk úti á svölum. Bárður var mjög smár og pervisinn á þessum árum, aðeins 15 ára gamall og ég sagði honum að fara út á svalir að athuga hvað væri að gerast. Ég skildi vera viðbúinn að með hníf í hendi ef þetta væri ræningi, jafnvel morðingi. Bárður var í allt of víðum boxerum og þegar ég horfið á hann titrandi af hræðslu gat ég ekki stillt mig um að reka upp hlátur. En þá snaraðist Nonni inn í herbergið, hafði klifið þakrennuna alla leið upp á svalir.
Síðan var haldið í hafnarbæinn Chishester til að leita að skútu. Við gistum á tveggja hæða hóteli í nágrenni bæjarins. Um kvöldið var farið út að kíkja á lífið, verðandi útgerðamenn og næstum því stór grósserar. En þegar við komum heim á hótelið var búið að dyrunum og enginn næturvörður. Þarna áttu menn að mæta heim fyrir kl. 22:00 til að komast inn. Þá voru góð ráð dýr en þar sem Nonni hafði drýgt þessa hetjudáð í London var nú komið að mér að bjarga málum. Við fundum gluggann á herberginu okkar og ég kleif upp þakrennuna, greip í gluggakarminn og sveiflaði mér inn um opið fagið. Það rann upp fér mér umsvifalaust að ég var i röngu herbergi. Ekki var rúm undir glugganaum hjá okkur en þarna lenti ég upp í bæli hjá ungri konu sem rak upp þetta ógurlega öskur; mér var ekki minna brugðið og greip í gluggann og henti mér út sömu leið til baka. Einhvern veginn lenti á tveimur fótum á stéttinni fyrir neðan heill á húfi. Það tók okkur nokkurn tíma að finna aðra leið inn en lokum komumst við í bælið okkar. Á leið til morgunverðar rakst ég á konuna, og ætlaði að biðjast innilegrar afsökunar, en komst varla að að því hún var svo leið yfir að hafa brugðist svona við. En ekki er hægt að álasa henni að bregða við að fá ókunnugan mann flúgandi upp í rúmið, enda var hún í fasta svefni.
Við fundum skútu, skýrðum hana Bonny og ekki eftir neinu að bíða að fara í prufusiglingu. Við keyrðum frá höfninni og drógum upp segl. Það gekk ekki betur en svo að við drógum fokkuna upp á hvolfi, ekki lofaði það góðu. Þegar við lögðumst aftur að bryggju hafði prufusiglingin vakið eftirtekt í höfninni og margir mættir til að taka við endanum. Spurt var; hvert eruð þið að fara? Við ætlum að sigla til Íslands sögðum við sposkir, fullir sjálfstrausts. Það kom skelfingarsvipur á karlana sem leist ekkert á fyrirætlanir okkar. Nonni spurði þá hvort þeir vissu hvar við gætum keypt belgsegl (spinnaker), sem þykir frekar vandmeð farið segl. Þeir voru fljótir að svara að við skyldum láta einfaldari seglbúnað duga og vonuðu að guð vekti yfir okkur á ferðalaginu heim.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.