Viðreisn og ráðstjórn

Stjórnmála- og fræðimaðurinn

Það var mikið áfall fyrir mig þegar Daði Már Kristófersson hætti að vera fræðimaður og gerðist stjórnmálamaður í framboði. Maður sem ég hafði tekið mikið mark á, enda snjall fræðimaður á svið auðlindastjórnunar. Maður sem hefur hampað frábæru fiskveiðistjórnunarkerfi og verið framarlega í að útskýra yfirburði íslensks sjávarútvegs, sem sé markaðsdrifinn og skili meiri verðmætum en þekkist nokkur staðar annarstaðar í heiminum. Nú í einni svipan á að þjóðnýta auðlindina með því að ríkið taki veiðiheimildir og setji á uppboð. Þetta hefur reyndar verið reynt áður í fiskveiðum, með hörmulegum afleiðingum. Eignaréttur á veiðiheimildum er einmitt forsenda þess að fyrirtæki fjárfesti, auki framleiðni og þannig verðmætasköpun, sem er okkur Íslendingum svo mikilvægt. Uppboð á þessum heimildum, þó það sé gert í mörgum skrefum, er ómöguleiki sem verður útskýrt hér seinna. En hvers vegna skyldi nú stjórnmálamaðurinn leggja þessi ósköp til? Hann hefur útskýrt það með því að alls ekki sé verið að tala fyrir meiri skattheimtu á útgerðina, bara að tryggja sátt til framtíðar. En spurningin er sú; hver er sáttin ef annar aðilinn er algerlega á móti breytingunum? Sjávarútvegurinn yrði þannig ósáttur, en sá hluti landsmanna sem er á móti kvótakerfinu yrði sáttur!

20200208_123357

Ómöguleiki uppboða á veiðiheimildum

En hvers vegna virka ekki uppboðin? Ef við tökum 5-10 % af aflaheimildum árlega og setjum á uppboð munu útgerðir bjóða í þær. Myndi það tryggja rétt verð á kvótanum? Fyrir útgerð sem hefur fjárfest í skipi og búnaði og búið að taka 10% af heimildum af þeim, þá standa þeir frammi fyrir ákveðnu vandamáli. Fyrir þá sem einhvern tímann hafa komið nálægt rekstri þekkja hugtök eins og fastur kostnaður og breytilegur. Fyrir flugfélag sem er að selja miða lítur dæmið út þannig að þegar búið er að selja dýra miða og komið er fyrir breytilegum kostnaði, getur borgað sig að bjóða miða á verði sem aldrei myndu duga til rekstursins, en skila þó einhverju upp í fastan kostnað. Sama gildir með útgerð sem þarf að leigja kvóta af ríkinu, til að fá hann getur borgað sig að bjóða verð sem dugar fyrir breytilegum kostnaði og skilar einhverju upp í fastan kostnað. Útgerðin sem slík myndi hins vegar aldrei bera sig með slíku veiðigjaldi, þannig að það verð endurspeglar á engan hátt hvaða veiðigjald er raunhæft. Er samt hægt að halda því fram að leiguverðið endurspegli getu útgerðarinnar til að taka á sig hækkun á veiðigjöldum?

Þekking á sjávarútvegi

Þegar ég sé hugmyndir margra stjórnmálamanna um veiðigjöld finnst mér einhvern veginn að þeir hafi bara ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala! Svona álíka og ég skrifaði greinar um sinfóníuhljómsveit með sterkum skoðunum um hvort fjölga ætti fiðluleikurum eða senda trommuleikarann heim. Þetta skín reyndar í gegn frá bæði formanni og fyrrverandi formanni í flokki Daða Más; en ég geri bara miklu meiri kröfur til hans. Fyrir fólk sem vill kynna sér sjávarútveg vil ég benda á nýlega skýrslu sem heitir: „Staða og horfur í Íslensku sjávarútveg og fiskeldi“

https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Sta%C3%B0a%20og%20horfur%20%C3%ADslenskum%20sj%C3%A1var%C3%BAtvegi%20og%20fiskeldi.pdf

Uppboð ríkisins á veiðiheimildum er ekkert annað en sósíalismi þar sem horfið er frá markaðbúskap til ráðstjórnar. Hvernig halda menn að brugðist verði við því þegar eitt sjávarpláss tapar veiðiheimildum ár eftir ár, þar sem útgerðir þar hafa ekki sama bolmagn og öflugustu útgerðirnar til að bjóða há verð? Verður þá brugðist við því með sértækum aðgerðum? Sendir sérfræðingar til að ráða bót á vandanum og leysa hann? Það er ráðstjórn! Ástæða þessa að veiðigjald er reiknað sem hlutfall af hagnaði er einmitt hugsuð til að verja veikari útgerðir gagnvart þeim öflugu. Íslenskur sjávarútvegur er vel rekinn og á eðlilegum grunni. Þegar búið er að taka rúmlega 30% af hagnaði í veiðigjöld er hann á pari við önnur vel rekin fyrirtæki með rekstrarhagnað en greiðir sér heldur minni arð af hlutafé.

Gunnar Þórðarson Viðskiptafræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ágætt að hafa í huga að kvótinn var settur á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi.  Tal um fullkomnasta fiskveiðikerfi í heimi vekur upp spurningar t.d. einsog: hversvegna er þorskkvótinn ekki stærri en 1984?

Og spyrja má: Hvað er virðiskeðja annað en ráðstjórna fyrirkomulag? Hvernig geta hægrimenn talað gegn fiskmörkuðum?

Er ekki morgunljóst að það er engin sátt um kerfið eins og það er í dag?

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.9.2021 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband