8.2.2021 | 13:53
Auðlindakafli stjórnarskrár
Þjóðnýting auðlindar
Öðruvísi mér áður brá þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegráðherra talar fyrir þjóðnýtingu sjávarútvegs á Íslandi í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Erfitt var að sjá fyrir sér að Þorsteinn Pálsson talaði fyrir þjóðnýtingu og ráðstjórn, en því auðveldara að sjá formann flokks hans í í þeim sporum. Þorsteinn notar hugtökin virk og óvirk þjóðareign á auðlindum. Réttara væri að kalla þetta réttum nöfnum, ráðstjórn eða markaðshagkerfi.
Stjórnarskráin
Nú á að nota stjórnarskrá lýðveldisins til að láta drauminn rætast um þjóðnýtingu sjávarútvegs og hugmyndin er þá að úthluta kvóta tímabundið með útboðum ríkisins. Slíkt kerfi hefur verið reynt í öðrum löndum með mjög alvarlegum afleiðingum og hruni í atvinnugreininni. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að með tímabundinni úthlutun mun enginn fjárfesta til langs tíma, en sjávarútvegur er mjög fjárfestingafrek atvinnugrein. Þeir sem bjóða í veiðiheimildir verða þá að hafa aðgang að skipum og vinnslum til að geta boðið í kvótann, sem augljóslega býður upp á offjárfestingu í greininni. Annað er, að slík óvissa myndi hafa veruleg áhrif á stöðu sveitarfélaga sem eru háð sjávarútveg og kæmust þeir ekki að við útboðið, og þá stæðu þau sveitarfélög eftir á vonar völ. Gegn þeim rökum hafa sósíalistarnir sagt að í slíkum tilfellum verði gripið til sértækra aðgerða af hálfu ríkisins.
Virk/óvirk þjóðareign
En hvers vegna að draga línuna við sjávarútveg? Stóriðjan er auðlindaháð og hefur notið góðs af hagstæðri orku, sem fengin er úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Er þá ekki næsta skref að segja við eigendur þeirra fyrirtækja að framvegis verði aðeins samið við þá í tíu ár og síðan færi fram útboð á raforkunni? Dettur einhverjum í hug að stóriðja hefði byggst upp á Íslandi ef slík ákvæði væru jafnvel bundin í stjórnarskrá. Hvað með bændur, á að veita þeim tíu ára beitingarétt á afréttum í senn? Annað er sem ég hnýt um í grein Þorsteins er tilvitnun hans um ósvinnuna um óvirka þjóðareign, að aflaheimildir geti erfst milli ættliða. Ef slíkt er sett í stjórnarskrá að útgerðarmaður afhendi fyrirtækið til ríkisins þegar hann deyr, hvers vegna að einskorða það við sjávarútveg; má þá ekki setja slíkt ákvæði um t.d. stóriðju og bændur? Hvers eiga aðrir hluthafar í útgerð, t.d. lífeyrissjóðir, að gjalda við slík tímamót? Ég er þess fullviss að svona umræða gæti hvergi átt sér stað Norðurlöndum nema á Íslandi. Hvergi nema hér myndu stjórnmálamenn tala af slíku ábyrgðaleysi um eignarréttinn. Málið er að grundvöllur fyrir velgengni íslensks sjávarútvegs er eignarréttur á nýtingu aflaheimilda. Þess vegna erum við heimsmeistarar í sjávarútvegi og erum undantekning þar sem greitt er auðlindagjald fyrir uppsjávar og botnfiskveiðar til ríkisins
Afkoma sjávarútvegs
Fyrir nokkrum árum tók undirritaður þátt í að taka saman skýrslu um áhrif veiðigjalda á fjárfestingagetu útgerða. Það var á tímum hreinnar vinstri stjórnar sem hækkaði veiðigjöld verulega og höfðu hugmyndir um að bæta hressilega í. Niðurstaðan var sú að hefðu villtustu hugmyndir sósíalista náð fram að ganga hefði engin útgerð fjárfest í nýjum skipum, enda engin banki lánað þeim fyrir fjárfestingunni. Í þessari úttekt var ekkert pláss fyrir tilfinningar, bara grjótharðar tölur. Undanfarin tíu ár hafa veiðigjöld hækkað mikið og með ólíkindum hversu vel útgerðin hefur brugðist við því, en það er gert með aukinni samþjöppun þar sem minni útgerðir gefast upp og renna inni stórútgerðir. Það eykur framlegð og hefur dugað til að bregðast við hærri veiðigjöldum. Með frekari hækkun mun þessi þróun halda áfram, sem út af fyrir sig er þjóðhagslega hagkvæmt, en vilji menn feta þá slóð þá eiga stjórnmálamenn að segja það hreint út. Málið er að sjávarútvegur á Íslandi er heilbrigð atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum inn í íslenskt samfélag. Hann skilar reyndar heldur minni hagnaði en meðaltal fyrirtækja í kauphöll og arðgreiðslur til eiganda eru minni. Aukin skattlagning á atvinnugreinina mun ekki skila neinum verðmætum, nema eins og áður hefur komið fram... með aukinni samþjöppun og stærri fyrirtækjum. Vankunnátta eða lýðskrum Með það í huga vekur það furðu undirritaðs að íslenskir stjórnmálamenn séu tilbúnir til að gera tilraun með atvinnugreinina, þrátt fyrir að dæmin séu til um að sú leið er ófær. Ástæðan er vonandi vankunnátta þar sem um flókið málefni er að ræða, eða hreinlega lýðskrum og stjórnmálamenn séu enn og aftur að nýta sér áratuga ófrægisherferð á greinina til að sækja sér atkvæði. Ef það fyrrnefnda er vandamál hjá Viðreisn skal benda þeim á að ræða við varaformanninn sem þekkir málefni auðlindanýtingar betur en nokkur annar Íslendingur.
Gunnar Þórðarson Viðskiptafræðingur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða stjórnmálaflokkar, sem sæti eiga á Alþingi, eru andvígir veiðigjaldi í íslenskum sjávarútvegi?!
Hins vegar hefur verið þvargað á Alþingi um það hversu hátt veiðigjaldið eigi að vera hverju sinni.
Og Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar þjóðlendulögin voru samþykkt á Alþingi.
1.6.2017:
Í doktorsritgerð sinni gerir hagfræðingurinn Axel Hall ýtarlegan samanburð á formi skattlagningar á Norðurlöndunum.
"Þegar kemur að skattlagningu náttúruauðlinda sker Noregur sig nokkuð úr en auk 27% tekjuskatts fyrirtækja greiða félög sem vinna olíu auðlindaskatt sem nemur 51% af reiknuðum hagnaði.
Á Íslandi er renta af náttúruauðlindum ekki skattlögð sérstaklega ef frá eru talin veiðigjöld sem reikna má með að séu um 10% af rentu í sjávarútvegi."
"Tekjuskattur fyrirtækja á hinum Norðurlöndunum er svipaður og í öðrum OECD-löndum, á bilinu 22 til 27%, umtalsvert lægri en í Bandaríkjunum.
Á Íslandi er hann 20% eins og fjármagnstekjuskatturinn."
"Fjármagnstekjuskattur einstaklinga í Noregi og Svíþjóð er svipaður og í Bandaríkjunum en í Danmörku er hann talsvert hærri (fer hæst í um 30% í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum en er um 47% í Danmörku)."
"Meginniðurstaða Axels er að meðalskattur (skattgreiðslur sem hlutfall launatekna) sé lægstur á Íslandi."
"Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem "landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi"."
"Fram að gildistöku þjóðlendulaga voru til landsvæði á Íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur."
Þjóðlendur - Yfirlitskort
Allir íslenskir ríkisborgarar eiga til að mynda allar íslenskar þjóðlendur, öll fiskimiðin hér við Ísland og Landsvirkjun.
"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."
Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006
Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslensku þjóðarinnar, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið, og ekki er til ríki án þess að menn búi í ríkinu, frekar en til eru fiskiskip án nokkurra útgerða.
Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi er gjald til íslenska ríkisins fyrir að fá að veiða fisk.
Og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar útdeilir sjávarútvegsráðherra aflakvótum ár hvert til íslenskra útgerða og ráðherrar verða að hafa stuðning meirihluta alþingismanna, sem kosnir eru af íslensku þjóðinni.
Íslenska þjóðin á einnig til að mynda Landsvirkjun, ráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og stjórn hennar ræður forstjórann. Þjóðin á því til dæmis Kárahnjúkavirkjun.
Og íslenska þjóðin á íslenskar þjóðlendur og fiskimið. Íslenskir útgerðarmenn eiga ekki fiskimiðin, sem eru takmörkuð auðlind.
Útgerðir greiða veiðigjald til íslensku þjóðarinnar fyrir þau fiskveiðiréttindi, aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar þeim fyrir hönd þjóðarinnar og veiðigjaldið fer til að mynda í að greiða kostnaðinn við rekstur hafna og Landhelgisgæslunnar.
16.9.2020:
"Heildartekjur í sjávarútvegi námu 280 milljörðum króna í fyrra og jókst framlegð hlutfallslega úr 22% í 26%.
Hagnaður eykst einnig úr 27 milljörðum króna í rúma 43 milljarða króna."
"Niðurstaðan byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90% af úthlutuðu aflamarki og er skalað upp í 100%.
Fjárhæð veiðigjalds fór úr 11,3 milljörðum króna í 6,6 milljarða króna."
3.9.2018:
Samherji hefur hagnast um eitt hundrað milljarða króna á sjö árum
21.7.2019:
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
15.9.2019:
Eignir Brims metnar á um sextíu milljarða króna
8.6.2020:
"Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði hagnaði upp á um 9 milljónir evra, jafnvirði 1,2 milljarða króna, á árinu 2019.
Þá nam framlegð samstæðunnar 2,9 milljörðum króna og jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið, að því er fram kemur í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 8.2.2021 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.