Samstarf Matís við Utanríkisráðuneytið og WB í Indónesíu

Að fæða heiminn til framtíðar

Matís ohf var þátttakandi í sendinefnd á vegum Alþjóðabankans til Indónesíu, til að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögur varðandi fiskeldi. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi ásamt því að auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu.

Fiskeldi í Indónesíu

20190715_151048Indónesía er næst stærst í heiminum (á eftir Kína) þegar kemur að eldi í sjó og vatni, og er áætlun þarlendra að framleiðsla fyrir 2020 verði rúmlega 18 milljón tonn. Mestu munar þar um framleiðslu á þangi, um 11 milljón tonn, og rækju sem er 1,2 milljónir tonna. Ræktun á þangi er rúmlega 99% af eldi/ræktun í sjó og því álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. Sjóeldi er ein umhverfisvænasta prótein framleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður. Hefðbundinn landbúnaður losar rúmlega fjórðung af allri losun gróðurhúsaloftegunda í heiminum, fyrir utan önnur neikvæð áhrif á lífríki jarðarinnar. Eldi í ferskvatni hefur einnig haft neikvæð umhverfisáhrif sem valdið hafa miklu tjóni á jarðveg og gróðurlendum, og aukið hættu á flóðum ásamt öðrum spjöllum á lífríkinu.

Próteinframleiðsla framtíðar

Vandamál sjóeldis í Indónesíu er hversu vanþróað það er og mikið um sóun á t.d. fóðri, sem er um 60 – 70 % af kostnaði við fiskeldi. Með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkjast á kaldari svæðum, mætti lyfta Grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda búa þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.

Umhverfisvæn prótein framleiðsla

Indónesia 2Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Líkja má fiskeldi við að matvæli séu framleidd í þrívídd, þar sem notað er flatarmál sjávar og svo dýpt, en hefðbundinn landbúnaður þarf því miklu meira rými. Fiskur er alinn upp í „þyngdarleysi“ sem dregur mjög mikið úr eigin orkunotkun, og fóður nýtist því mun betur til að framleiða nauðsynleg prótein. Fiskur er einnig almennt talinn heilnæmari fæða en flestar aðrar dýraafurðir, auðugur af omega 3 fitusýrum, D vítamíni og B12 vítamínum. Flest ríki jarðar hafa á stefnu sinni að auka neyslu á fiskipróteinum meðal þjóða sinna.

Fæðuöryggi í Asíu

Gunnar Þórðarson, svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum, tók þátt í þessu verkefni í Jakarta, ásamt starfsmönnum Alþjóðabankans. Haldnir voru fundir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Ljóst er að Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl á Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða. Lykilatriði liggja í strandsvæðaskipulagi sem er grundvöllur fyrir árangursríku fiskeldi í sjó. Finna þarf réttu svæðin sem uppfylla skilyrði fyrir iðnvæddu eldi með tilliti til; mannauðs, samgangna og umhverfisþátta. Yfirvöld í Indónesíu áætla að um 26 milljónir hektarar henti til sjóeldis þar í landi, enda er strandlengja þess um 90 þúsund mílna löng. Annað sem skiptir miklu máli er fóður sem er áskorun fyrir stórfellt fiskeldi. Huga þarf að innlendri framleiðslu til að auka verðmætasköpun í landinu og lækka kolefnisspor með notkun á innlendum próteinum og lágmarka flutning á aðföngum. Einnig þarf að aðstoða heimamenn með heilbrigði og dýravelferð, en það fer algerlega saman við árangursríkt fiskeldi sem getur skilað verðmætum. Efla þarf rannsóknaraðstöðu í kringum fiskeldi og ekki síður við framleiðslu á afurðum til að auka öryggi neytanda. Einnig þarf að aðstoða heimamenn við val á tegundum til eldis og þróa erfðafræðilega þætti til að bæta framleiðni. Koma þarf upp erfðabönkum til að minka líkur á einræktun við þróun eldisstofna. Síðast en ekki síst þarf að bæta mannauð til að takast á við skipulag og framkvæmd hátækni eldis, ef árangur á að nást.

Íslensk þekking flutt út

FiskibátarÁ öllum þessum sviðum hafa Íslendingar náð góðum árangri og hafa burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út. Matís hefur einnig tekið að sér verkefni á Filipseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi, en gríðarleg tækifæri geta falist í þaravinnslu fyrir lönd í hitabeltinu, bæði umhverfisleg og ekki síður hvað varðar fæðuöryggi heimsins. En meira um það síðar. Þessi verkefni Matís eru hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi.

Gunnar Þórðarson, útbússtjóri Matís Ísafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband