11.7.2019 | 11:38
Indónesía
Ég verið að vinna í höfuðborg Indónesíu, Jakarta, undanfarið í rúmlega tveggja vikna vinnuferð fyrir Alþjóðabankann. Það er alltaf jafn gaman að vakna snemma og grípa Moggann (The Jakarta News) undan herbergisdyrunum á hótelinu, arka í frábæran morgun verð og lesa um ástandið hér í landi. Reyndar er ástandið nokkuð gott undir styrkri stjórn Jokowi, sem nýlega fékk endurnýjað umboð kjósenda sem forseti landsins. Kosningabaráttunni er nýlega lokið með hans sigri eftir nokkuð hat-römm átök. Það sem vekur athygli gestsins við lestur bæjarblaðsins er hversu margt er skylt því sem gengur á í pólítík annarstaðar í heiminum. Eins og víða um heim eru átökin ekki lengur um hægri og vinstri, sósíalisma eða auðhyggju og hlutverk ríkisins; heldur er hún hér um fjölmenningu eða öfgafulla múslimska hugmyndafræði. Það er ljóst að mörgum er létt yfir sigri Jakowi, talsmanni þess fyrrnefnda og mikill óhugnaður meirihlutans hér í landi yfir því sem minnihlutinn berst fyrir. Sem betur fer eru litlar líkur á að Indónesía verði íslamskt ríki eins og Sádi Arabía eða Íran. Hér ríkir nokkuð frjálslyndi og lýðræði virðist standa traustum fótum. En um þetta er tekist í pólítíkinni. Í Bandaríkjunum er sá flokkur sem ég hefði talið mig aðhyllast, Repúblikanaflokkinn vera á skrítnum stað, þar sem hann stendur fyrir einangrun í heimsviðskiptum með haftastefnu í forgrunni. Flokkur sem hingað til hefur staðið fyrir viðskiptafrelsi, og verið forysturíki í lýðræðisvæðingu í heiminum. Í Bretlandi berst Íhaldsflokkurinn fyrir svipuðum markmiðum, þvert á allt sem hann hefur staðið fyrir frá upphafi. Þessir tveir flokkar eru með elstu stjórnmálaflokkur sem til eru í dag. Á Íslandi er svipaða sögu að segja þar sem fólk sem maður taldi samherja sína og tryðu fyrst og fremst á frelsi einstaklingsins, borgarleg réttindi, réttarríkið og frjáls viðskipti, berjast með hnúum og hnefum gegn viðskiptafrelsi. Virðast ekki skilja muninn á einstaklingsfrelsi og frelsi ríkisins til að ákveða alla hluti. Frjálsasta ríki veraldar í dag, Norður Kórea, hefur ekki undirgengist yfir þjóðlegt vald og er þannig frjálst, en einstaklingarnir eru hins vegar kúgaði þannig þyngra er en tárum taki. Þessir þjóðernissinnar virðast vera á móti frjálsum viðskiptum og markaðhagkerfi, sem er þó okkur borgurunum svo mikils virði og er reyndar grunnur að lífsgæðum okkar. En Indónesía fer vel með mig og hér er gott að vera. Gott fólk og góður matur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.