Indónesía

20190710_195138Ég verið að vinna í höfuðborg Indónesíu, Jakarta, undanfarið í rúmlega tveggja vikna vinnuferð fyrir Alþjóðabankann. Það er alltaf jafn gaman að vakna snemma og grípa „Moggann“ (The Jakarta News) undan herbergisdyrunum á hótelinu, arka í frábæran morgun verð og lesa um ástandið hér í landi. Reyndar er ástandið nokkuð gott undir styrkri stjórn Jokowi, sem nýlega fékk endurnýjað umboð kjósenda sem forseti landsins. Kosningabaráttunni er nýlega lokið með hans sigri eftir nokkuð hat-römm átök. Það sem vekur athygli gestsins við lestur bæjarblaðsins er hversu margt er skylt því sem gengur á í pólítík annarstaðar í heiminum. Eins og víða um heim eru átökin ekki lengur um hægri og vinstri, sósíalisma eða auðhyggju og hlutverk ríkisins; heldur er hún hér um fjölmenningu eða öfgafulla múslimska hugmyndafræði. Það er ljóst að mörgum er létt yfir sigri Jakowi, talsmanni þess fyrrnefnda og mikill óhugnaður meirihlutans hér í landi yfir því sem minnihlutinn berst fyrir. Sem betur fer eru litlar líkur á að Indónesía verði íslamskt ríki eins og Sádi Arabía eða Íran. Hér ríkir nokkuð frjálslyndi og lýðræði virðist standa traustum fótum. En um þetta er tekist í pólítíkinni. Í Bandaríkjunum er sá flokkur sem ég hefði talið mig aðhyllast, Repúblikanaflokkinn vera á skrítnum stað, þar sem hann stendur fyrir einangrun í heimsviðskiptum með haftastefnu í forgrunni. Flokkur sem hingað til hefur staðið fyrir viðskiptafrelsi, og verið forysturíki í lýðræðisvæðingu í heiminum. Í Bretlandi berst Íhaldsflokkurinn fyrir svipuðum markmiðum, þvert á allt sem hann hefur staðið fyrir frá upphafi. Þessir tveir flokkar eru með elstu stjórnmálaflokkur sem til eru í dag. Á Íslandi er svipaða sögu að segja þar sem fólk sem maður taldi samherja sína og tryðu fyrst og fremst á frelsi einstaklingsins, borgarleg réttindi, réttarríkið og frjáls viðskipti, berjast með hnúum og hnefum gegn viðskiptafrelsi. Virðast ekki skilja muninn á einstaklingsfrelsi og „frelsi ríkisins“ til að ákveða alla hluti. Frjálsasta ríki veraldar í dag, Norður Kórea, hefur ekki undirgengist yfir þjóðlegt vald og er þannig frjálst, en einstaklingarnir eru hins vegar kúgaði þannig þyngra er en tárum taki. Þessir þjóðernissinnar virðast vera á móti frjálsum viðskiptum og markaðhagkerfi, sem er þó okkur borgurunum svo mikils virði og er reyndar grunnur að lífsgæðum okkar. En Indónesía fer vel með mig og hér er gott að vera. Gott fólk og góður matur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband