26.3.2019 | 08:39
Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks frá Íslandi
Ráðstefnan Strandbúnaður verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 21 22 mars n.k. Strandbúnaður vísar til landbúnaður og er vettvangur aðila sem tengjast eldi og ræktun í sjó og vatni. Á ráðstefnunni eru erindi og kynningar á öllu því helsta sem er að gerast í þessari grein og reynt að varpa ljósi á þróun til framtíðar.
Ein málstofa ráðstefnunnar heitir Vinnsla, flutningur og markaðsetning eldisfisks þar sem staðan er tekin og tækifæri metin. Nánast allur lax er fluttur út slægður/ferskur þar sem hann er fullunninn á smásölu- eða veitingahúsamarkað. En hvar liggja tækifæri Íslendinga í að hámarka verðmætasköpun í fiskeldi? Getur eldisgreinin tileinkað sér árangur bolfiskvinnslunnar í framleiðslu og sölu á ferskum flakastykkjum, sem aukið hafa verðmætasköpun á hvítfiski umtalsvert? Með nýjustu tækni og þekkingu hefur íslenskri fiskvinnslu tekist að framleiða vöru samkvæmt ítrustu kröfum neytanda, sem er tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir vikið.
Ef allt fellur Vestfirsku eldi til næstu árin, má gera ráð fyrir a.m.k. 50 þúsund tonna framleiðslu á ári, sem myndu skila nærri 50 milljarða framleiðsluverðmætum í þjóðarbúið. Ekki er raunhæft að ætla sér fullvinnslu á öllu því magni en hluti þess gæti verið unninn á neytandamarkað í framtíðinni. En áskoranir fyrir slíkri framleiðslu eru margar og ýmislegt er hugmyndinni mótdrægt; þó tvær hindranir séu helstar, há vinnulaun og miklar vegalendir á markað.
Í dag er töluverður hluti af eldisfiski fluttur til Póllands, þar sem hann er fullunninn á neytandamarkað í Evrópu. Undirritaður hefur átt tækifæri til að heimsækja verksmiðjuna Milarex í Slupsk í Póllandi þar sem ferskur fiskur er fluttur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum með skipum og trukkum. Fiskurinn er flakaður, snyrtur og síðan unninn í neytandapakkningar, ferskur, reyktur eða frosinn, og skipta vörunúmer hundruðum. Matís í samstarfi við Skagann 3X og Arctic Fish hefur flutt regnbogasilung í gámum til þessarar verksmiðju þar sem gerð var tilraun með að ofurkæla fiskinn og senda hann íslausan með hitastýrðum gámum sjóleiðina. Þrátt fyrir að flutningur tæki átta til tíu daga, var fiskurinn enn af miklum gæðum og hafði nægjanlegan líftíma til að vera unninn og seldur ferskur á neytandamarkað um alla Evrópu. Slupsk í Póllandi er vel staðsett til að dreifa vöru landleiðina á Evrópumarkað á einum til tveimur dögum.
Vinnslan sem um ræðir er öll hin glæsilegasta, með 500 starfsmönnum og hreinlæti og gæðastjórnun með því besta sem þekkist í heiminum. Það er áleitin spurning hvernig íslensk fyrirtæki gætu keppt við slíka vinnslu í framleiðslu og dreifingu á smásölumarkað Evrópu? Vinnslan er ágætlega tækjum búin, með mjög hæft starfsfólk, á launum sem eru langt að baki því sem gerist hérlendis.
Flutningsmöguleikar skipta máli fyrir útflutning á laxi; héðan eru sjóflutningar stundaðir frá mörgum höfnum á Íslandi, til hafna í Bretlandi og meginlandi Evrópu. En mestu skiptir þó þéttriðið net flugsamgangna, sem teygðu sig til um 100 borga vítt og breitt um heiminn þegar best lét í íslenskri ferðaþjónustu, en heldur hefur dregið úr framboði við samdrátt í fjölda erlendra ferðamanna. Flugfrakt er dýr og skilur eftir sig umtalsvert kolefnisspor, en með nýrri tækni, ofurkælingu, er hægt að minnka það nokkuð. Bæði laxasláturhús landsins nota ofurkælingarbúnað frá Skaginn 3X sem lágmarkar notkun á ís við flutning á fjarlæga markaði.
Skipaflutningar eru mun ódýrari en flugfrakt ásamt því að minka sótspor framleiðslunnar. En sjóflutningar taka tíma á fjarlæga markaði sem minnkar líftíma á ferskri vöru fyrir kaupandann. Þá skiptir máli hvort hægt er að vinna laxinn strax eftir slátrun og jafnvel fyrir dauðastirðnun. Ódýrara er að flytja flakaðan fisk á markað og losna þannig við dýran flutning með flugi á beinum og haus. Hingað til hefur þurft að geyma laxinn í um fjóra sólahringa áður en hægt er að draga beinagarðinn úr flakinu, en beinin losna ekki fyrr úr vöðvanum. Ef nútímatækni eins og vatnsskurður væri notaður við að skera beinin úr væri hægt að lengja geymsluþol ferskra afurða um þann tíma. Annað tækifæri sem það gefur, er að hægt er að hluta flakið niður eftir ýtrustu kröfum markaðarins, eins og gert er við hvítfisk í dag, og framleiða þar með algjörlega nýjar vörur á markað; markað sem gæti greitt hærra verð og þannig aukið verðmætasköpun vinnslunnar. Vatnskurðartæknin er líka forsenda þess að lágmarka framleiðslukostnað og skapa samkeppnisforskot gagnvart láglauna svæðum.
Ný tækni við vinnslu þar sem tölvustýrðir þjarkar koma í stað mannshandar eru einmitt forsenda slíks samkeppnisforskots. Ljóst er að fiskvinnsla væri að miklu leyti farin úr landi ef ekki væri fyrir nýjustu tækni við framleiðslu í dag. Fram undan eru tímar tækniframfara með hraða sem menn hafa ekki séð fyrr. Mikilvægt er að Íslendingar tileinki sér nýjustu tækni til að viðhalda samkeppnisforskoti og undirbúi starfmenn til að takast á við nýjar áskoranir og auknar kröfur í framtíðinni. Þannig verða til betri störf og betur borguð í samkeppni við láglaunasvæði.
Ef til vill munu Íslendingar geta boðið upp á nýjar vörur úr ferskum laxi í framtíðinni, laxi sem er upprunninn úr hreinum en köldum sjó. Framleiðslu sem verður sérsniðin að ýtrustu þörfum viðskiptavinarins, með dreifingu víða um heim. Vöru sem hefur jafnvel lengra geymsluþol en samkeppnisaðilinn getur lofað og þannig keppt á kröfuhörðustu mörkuðum heimsins. Íslendingar eiga kost á að ná samkeppnisforskoti með hugviti, tækni og mannauði sínum.
Gunnar Þórðarson, Matís
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir gott yfirlit, Gunnar. Vonandi kemst allt á fullt fyrir vestan!
Ívar Pálsson, 26.3.2019 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.