26.3.2019 | 08:38
Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi
Ráðstefnan Strandbúnaður verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21 22 mars n.k. Strandbúnaður vísar til landbúnaður og er vettvangur aðila sem tengjast eldi og ræktun í sjó og vatni. Á ráðstefnunni eru erindi og kynningar á öllu því helsta sem er að gerast í þessari grein og reynt að varpa ljósi á þróun til framtíðar.
Á málstofunni Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi verður fjallað um umhverfisógnanir sjókvíaeldis, bæði gagnvart náttúrinni og rekstrinum. Vestfirðir bjóða upp á marga kosti frá náttúrunnar hendi til strandeldis, hreinn sjór, djúpir og vel varðir firðir ásamt innviðum og mannauði til að stunda sjókvíaeldi. En ógnir Dumbshafsins eru miklar hvað varðar veðurfar auk þess eru umhverfisógnir eins og erfðablöndun við villta laxastofna í íslenskum ám.
Hætta á erfðablöndun vegna sleppinga úr sjókvíum hefur fengið einna mesta athygli og hafa veiðirétthafar laxveiðiáa barist harðri baráttu gegn leifum til laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Þrátt fyrir fyrr sátt um að draga línu þar sem eldið er eingöngu leyft á Vestfjörðum, Eyjarfirði og Austfjörðum, hefur sáttin ekki haldið með auknum óbilgjörnum kröfum veiðirétthafa. Að sjálfsögðu eru slysasleppingar alvarlegt mál en með mótvægisaðgerðum má lágmarka áhrif þeirra á náttúruna. Huga þarf að hegðun eldisfisks og spurning hvort hann er raunveruleg ógn í náttúrinni.
Íslensk veðrátta skapar mikla áhættu en ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá veðurfar sem myndi skapa mikla áhættu við laxeldi. Um og eftir miðja síðustu öld hafa komið kuldakaflar þar sem hitastig og vindur hafa skapað aðstæður sem eru mjög hættulegar fyrir lax í sjókvíum. Þessu fylgdi jafnframt lagnaðar- og rekís sem geta valdið miklu tjóni á sjókvíum. Farið verður yfir þessi mál á ráðstefnunni og reynt að meta áhættur og hugsanleg viðbrögð til framtíðar.
Sjórinn er kaldari við Ísland en í helstu samkeppnislöndum okkar, sem hefur bæði kosti og galla. Kostir eru að gæði Íslensks lax þykir framúrskarandi og laxalúsin á erfiðra uppdráttar í kaldari sjó. Lágur sjávarhiti veldur hægari vexti og hætt við að það hafi áhrif á næringarþörf og fóðurnýtingu. Hægt er að bregðast við því með útsetningastærð seiða og með þróun á fóðurgerðar og fóðrunar.
Aðstæður á Íslandi eru góðar hvað varðar skjól á fjörðum en aðstæður við t.d. Færeyjum eru erfiðari hvað þetta varðar, enda ölduhæð við eyjarnar langt um meiri en búast má við eldisaðstæður hérlendis. Engu að síður er mikilvægt að búnaðarstaðall, staðarúttektir og festingar standist ýtrustu kröfur, bæði hvað varðar áhættu á sleppingum og eins efnahagslegu tjóni af slíku. Á ráðstefnunni verður kynning á þessum málum og hvernig eftirliti og viðbrögðum er stjórnað.
Það sem skiptir mestu máli í öllu þessu er að hagsmunir náttúrinnar og rekstraraðila fara algerlega saman. Rekstur sjókvía er ómögulegur ef svæði eru ekki hvíld á milli eldis til að koma í veg fyrir mengun og sjúkdóma og eins getur enginn rekstraraðili búið við að missa lax úr kvíum. Velferð fisksins fer saman við afkomu rekstursins.
En það verður áskorun framtíðar að takast á við umhverfisskilyrði við Dumbshaf, nýta kostina en bregðast við ógninni sem því fylgir. Takist það má búast við miklum tekjum af sjókvíaeldi, landsmönnum til hagsmuna með auknum útflutningi og verðmætasköpun. Fyrir svæði eins og Vestfirði skiptir sjókvíaeldi gríðarlega miklu máli til að byggja upp efnahag og byggðafestu til framtíðar.
Gunnar Þórðarson, Matís
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.