Tölvan segir nei (The computer says no)

Það var athyglisvert viðtal við Dr. Ian Kerr í Kastljósi 26. febrúar s.l. Dr.Kerr er einn fremsti vísindamaður hvað varðar gervigreind og notkun vélmenna í heiminum í dag. Hann var að velta fyrir sér lagalegum, félagslegum og siðferðislegum spurningum hvað varðar notkun tölva og vélmenna til að taka við mörgum þeim verkefnum sem menn hafa séð um hingað til, og þá ógn sem gæti stafað af því ef búnaðurinn fer að taka eigin ákvarðanir. Kerr nefndi drápsvélar sem dæmi, en Sameinuðu þjóðirnar fjalla um þessar mundir um að bann á notkun þeirra í hernaði. Í sjálfu sér gæti verið gott að nota tilfinningalausa vél í stað þess að hætta mannslífum í átökum, sem er reyndar þegar gert. Hægt væri að forrita vélina á besta hátt, en með gervigreind mun vélin læra og bæta við sig þekkingu sem nýtist henni til að þjóna manninum betur í framtíðinni. Sama má segja um vélmenni í heilbrigðiskerfinu þar sem þau geta lært að greina sjúkdóma og framkvæma aðgerðir sem maðurinn ræður ekki við. Það geta verið stórkostleg tækifæri í að nýta vélar sem læra til að framkvæma hluti sem maðurinn ræður ekki við og mikið framfaraskref fyrir mannkynið. En það fylgir böggul skammrifi! Það má ekki taka mennskuna út úr dæminu og láta vélar taka ákvarðanir um líf og dauða! Vél sem lærir gæti komist að þeirri niðurstöðu að hún viti betur en forritið segir og ákveðið ný viðmið um aðgerðir. Vélmenni mega alls ekki taka af skarið og mikilvægt að ákvörðunin sé tekin af mönnum! Sem dæmi var prófað að nota tölvur sem dómara í Kína, en niðurstaðan varð hörmuleg þar sem þær skortir algerlega tilfinningar. Nú er það ekki svo að allar mennskar ákvarðanir séu góðar, nema síður sé. Við höfum endalaus dæmi um mannvonsku, hatur og ofbeldi sem rekja má til mannlegra hvata. Engu að síður verða ákvarðanir fortakslaust að vera mennskar á ábyrgði manneskju en ekki vélar! Mannskepnan hefur notað trúarbrögð til að leiðbeina sér við ákvarðanir frá upphafi vega. Mikilvægi kristinnar trúar er gríðarlegt fyrir mannkynið og engin tilviljun að lýðræði og mannréttindi eru að jafnaði betur tryggð í kristnum löndum en öðrum. Jesú Kristur var sennilega merkasti heimspekingur sem uppi hefur verið og hefur haft meiri áhrif en nokkur annar á íbúa jarðarinnar. Þaðan höfum við einmitt okkar gildismat; hvað er rétt og rangt, ljótt og fallegt, vont og gott sem dæmi. Mikilvægasta framlag hans var að kynna til sögunnar guð Nýja testamentisins sem var umburðarlyndur og kenndi fylgjendum sínum m.a. umburðarlyndi og að fyrirgefa. Fyrirgefning er einmitt partur af mennskunni. Fyrirgefning og umburðarlyndi eru systkini! Ástæðan fyrir því að gyðingar viðurkenndu Jesú ekki sem Messías var einmitt vegna þess að þeim hugnaðist ekki þessi umburðarlyndi fyrirgefandi guð, og viltu halda í stríðsóðan guð Gamla testamentisins, enda létu þeir þyrma óbótamanninum Barabbas, og létu krossfesta Jesú. Sjálfur hef ég þurft að biðjast fyrirgefningar, sem er ekki það sama og afsökun en rétt er að hafa í huga að; â€Å¾Maður fyrirgefur ekki öðrum, af því að þeir eigi skilið fyrirgefninguna, heldur vegna þess að maður á það skilið að öðlast frið“ Stórmenni eins og Ghandi og Mandela skildu hvað fyrirgefningin var mikilvæg. Í stað þess að gjalda líkum líkt fyrirgáfu þeir misgjörðarmönnum sínum, til þess að ná árangri fyrir þjóð sína. Það hefði margt orðið öðruvísi í Rwanda og fyrrum Júgóslavíu ef leiðtogar þeirra landa hefðu haft þá mennsku sem þessir miklu menn höfðu. Við getum litið okkur nær! Ofbeldið og hatrið sem fylgdi hruninu tók út yfir allan þjófabálk. Auðvitað átti að refsa mönnum fyrir lagabrot, en dómsstólar mega aldrei byggja dóma á hefnigirni eða undir þrýstingi frá dómstóli götunnar. Dómar eiga að byggja á lögum en vera mennskir. Við sáum þetta líka í svokölluðu Klaustursmáli þar sem almenningur fór úr límingunum og leið mjög illa vegna gengdarlauss haturs á fólki sem hafði ekki brotið annað af sér en röfla á krá hver við annan. Í rauninni hefði enginn skaði orðið ef óprúttinn aðili hefði ekki tekið upp einkasamtal og komið því til fjölmiðla. Það veit guð að ég hef látið út úr mér ýmislegt í góðra vina hópi sem ég kæri mig ekki um að verði birt almenningi en ég hef auðmýktina til að viðurkenna það. Ef til vill erum við Íslendingar á rangri vegferð að draga úr kristinfræðikennslu og boðskap Jesú Krists. Ég vil reyndar halda þjóðkirkjunni utan við þessa umræðu, en mikilvægi boðskapar hans og gildismats kristinnar trúar á fullt erindi við Íslendinga. Hvað sem hægt er að segja um kirkjuna sem slíka hefur þessi boðskapur kennt okkur að meta hvað er gott og vont, fallegt og ljótt og rétt og rangt. Þegar Kaþólska kirkjan er afhjúpuð af ógnarverkum sínum, er engin vafi á að það sem prestarnir aðhöfðust var rangt og ljótt. Slíku er ekki alltaf farið innan annara trúarbragða þar sem viðurkenning á hræðilegum athöfnum liggur fyrir. Við megum ekki láta tilfinningalausar vélar taka ákvarðanir og betra að fólk geri það samviskusamlega með kristnu gildismati. Ekki síst þegar þær snúast um líf og dauða. Gunnar Þórðarson, viðskiptafræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband