18.5.2017 | 10:23
Borgaraleg réttindi á Íslandi
Fátt skiptir mig meira máli en borgarleg réttindi og staða einstaklings gagnvert ríkisvaldinu. Þær tvær pólitísku stefnur sem mest hafa brotið á mannréttindum eru sósíalismi og þjóernishyggja. Fyrrnefnda stefnan er talin hafa tortrýmt 100 milljónum mannslífa og sú síðari um 25 milljónum, bara á síðustu öld.
Þess þvegna hef ég, sem frjálshyggjumaður, verið hugsi yfir því hvernig staðið hefur verið að eftirmálum "hrunsins". Nærtækast í því er aðförin að Geir Haarde sem kallar fram ótta við það fólk sem þar fór fram. En ekki síður hvernig staðið hefur verið að rannsókn og refsingum gagnvart athafnamönnum sem taldir eru valdir af hruninu. Einhvernvegin er eins og ríkisvaldið og saksókn þess stjórnist af hefnigirni og þörfinni á að þóknast blóðþorsta almennings. Slíkt er auðvitað algerlega á skjön við borgaraleg réttindi og réttarkerfið eins og það er hugsað. Refsingar eru til að fæla menn frá því að brjóta lög, betrumbæta þá eða halda hættulegum einstaklingum frá samfélaginu. Alls ekki að þjóðfélagið sé að hefna sín á þeim vegna misgjörða þeirra. Allir eiga sinn einstaklingsrétt og ófært að nánast afmennska menn vegna þess að þjóðin kenni þeim um hrunið. Eftir Kastljósþáttinn í gærkvöldi þar sem Sigga Dögg ræddi við Ólaf í Samskipum er ég mög hugsi yfir því máli. Í rauninni fór hún algerlega halloka í samtalinu. Rökþurrð og komin út í horn. Ég hafði ekki velt þessu máli mikið fyrir mér en við megum ekki gefa okkur að einhver sé glæpamaður og taka þá réttinn af honum sem einstakling. Fjölmiðlar verða að skoða málin án þess að elta almenningsálitið og hafa kjark til greina staðreyndir. Ég óttast að ríkisvaldið og fjölmiðlar hafi farið offörum í þessum hrunmálum!
Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 285823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ruglar þjóðernishyggju saman við þjóðernisofstæki en þetta er tvennt mjög ólíkt.
Enginn hefur dáið vegna þjóðernishyggju en margir hafa dáið vegna ofstækisviðhorfa.
Þú myndir ekki leggja kristna trú að jöfnu við írska lýðveldisherinn er það nokkuð?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2017 kl. 11:48
Þjóernishyggja, og ofstæki ... eiga oft samleið. Og það er fyrir allar hellur að nefna "Irska lýðveldisherinn" í þessu sambandi. Nema viðkomandi telji að Írar hafi engan rétt á eigin lýðveldi. Sá hinn sami, ætti að kynna sér þá "helför" sem breska samveldið olli Írum, og öðrum keltneskum minnihlutahópum.
Síðan er ég alveg sammála Gunnari í þessu máli ... Íslenska ríkið, og almenningur hefur hagað sér eins og "þjóðernis-ofstækismenn" í þessu máli. Fyrst, er mönnum hampað og verðlaunaðir sem "Víkingar", og síðan eru þeir krossfestir þegar peningana þraut.
Hér var ekki "réttarfar" á dagskrá, heldur var almenningur að leita sér að blórabögglum til að grýta ... og "tækifærissinnaðir" pólitíkusar notfærðu sér skrílin, til eigin framfæris.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2017 kl. 19:08
Bjarne. Ég var ekki að taka neina afstöðu til írska lýðveldisins heldur að nota hryðjuverkasamtökin IRA sem hluta af samlíkingu til þess að sýna fram á fáránleika þess að spyrða heilbrigð og hófsöm lífsviðhorf sem fela í sér hollustu við sitt eigið samfélag, saman við ofstæki eða ofbeldi af einhverju tagi. Þú fyrirgefur mér það vonandi.
En. Nei þú ert ekki sammála Gunnari, því þú notaðir hugtakið þjóðernis-ofstæki en hann notaði hugtakið þjóðernishyggja. Á þessu tvennu er reginmunur. Þjóðernishyggja er viðurkennd og heilbrigð afstaða, bæði sem stjórnmálaskoðun og sem almennt lífsviðhorf. Alveg eins og t.d. félagshyggja. Hverskonar ofstæki, hvort sem það þjóðernisofstæki, kynþáttaofstæki eða annað ofstæki, er aftur á móti oftast óheilbrigt og ýtir gjarnan undir ofbeldi eða útskúfun.
Flestir Íslendingar sem ég þekki eru af fyrrnefndu gerðinni, fólk sem er annt um land sitt og þjóð og á sama tíma friðsamt og ber virðingu fyrir öllum mönnum. Hugtakið þjóðernishyggja lýsir engu slæmu og er ekki blótsyrði. Ekki frekar en það er nein skömm að því að aðhyllast félagshyggju eða trúa á guð. Allt þrennt er einfaldlega bara lífsviðhorf.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2017 kl. 20:11
Ég hef aldrei getað skilið það og hvenær gerðist það, að vera stoltur að landinu sem fólk býr í sé ofstæki?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.5.2017 kl. 02:09
Jóhann. Rétt svar er að það gerðist aldrei. Málflutningur sem kennir þjóðernishyggju við ofstæki er einfaldlega falskur og hefur alltaf verið það.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2017 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.