21.4.2017 | 07:58
Þróun sjávarútvegs á Íslandi
Óábyrg umræða
Neikvæð umræða um sjávarútveginn er stöðugt undrunarefni, sérstaklega í ljósi mikilvægi atvinnugreinarinnar. Álitsgjafar og viðmælendur fjölmiðla byggja málflutning sinn oftar en ekki á vanþekkingu og meira á tilfinningum en rökhyggju. Enn og aftur er gripið til uppnefna í umræðunni og talað um grátkórinn þegar bent er á áhrif gengisstyrkingar á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og talað er um hótanir um að flytja vinnsluna úr landi ef gengið verði ekki lækkað. Á meðan íslenskur almenningur upplifir aukinn kaupmátt og ódýrari utanlandsferðir vegna hagstæðs gengiser hin hliðin á peningnum að helstu útflutningsgreinar okkar sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan eiga virkilega í vök að verjast.
Erlend samkeppni
Í raun er aðeins verið að benda á þá staðreynd að með hækkun krónunnar aukast líkurnar á að fiskvinnslan flytjist úr landi, alla vega ef gengið er út frá því að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn á markaðslegum forsendum. Hér er engin hótun á ferðinni heldur aðeins bent á þá staðreynd að fiskvinnsla verður ekki rekin á landinu nema hún standist samkeppni við erlenda keppinauta. Ekki er langt síðan óunninn gámafiskur var fluttur til vinnslu í Evrópu í miklu magni, sem hefur nánast verið óþekkt undanfarin ár. Fullvinnsla hefur hinsveger aukist mikið á Íslandi undanfarin ár, bæði í bolfiski og uppsjávarfiski. Íslenskur sjávarútvegur hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og brugðist við hækkun á innlendum kostnaði með aukinni hagræðingu og tæknivæðingu.
Sátt um veiðigjöld
Veiðigjöld hafa jafnframt mikil áhrif á samkeppnishæfni og verið bent á það í umræðunni að þau auki samþjöppun í greininni, og því hærri sem þau eru munu færri og stærri aðilar veiða og vinna fisk á Íslandi. Stór fyrirtæki sem ráða yfir allri virðiskeðjunni frá veiðum til heildsölu munu einfaldlega yfirtaka smærri fyrirtæki sem ekki hafa borð fyrir báru til að standa undir íþyngjandi skattlagningu. Þetta er í sjálfu sér ekki alvont þar sem það eykur framleiðni og verðmætasköpun en rétt að menn geri sér grein fyrir þessu og láti það ekki koma sér á óvart þegar það raungerist. Séu þá með áætlun um hvernig bregðast eigi við t.d. byggðaröskun sem óumflýjanlega fylgir slíku róti í atvinnugreininni. Það veldur vonbrigðum að heyra sjávarútvegsráðherra hóta hækkun á veiðigjöldum til að neyða sjávarútveginn til að uppfylla; það sem honum finnst vera samfélagsleg ábyrgð. Það er mikilvægt að ráðamenn geri sér grein fyrir áhrifum veiðigjalda og hækkun á þeim verður varla gerð í sátt við atvinnugreinina.
Tæknivæðing
Með aukinni tæknivæðingu og sjálfvirkni er óumflýjanlegt að fækka þarf vinnsluhúsum og færri munu starfa við greinina í framtíðinni. Því fylgja nýjar áskoranir og ný tækifæri sem geta enn aukið á verðmætasköpun í greininni, eins og gerst hefur í uppsjávarvinnslu okkar Íslendinga. Einn fylgifiskur aukinnar tæknivæðingar er meiri þörf á fjármagni til að standa undir stórauknum fjárfestingum í greininni. Þetta virðist oft gleymast þegar álitsgjafar fjandskapast út í arðgreiðslur fyrirtækja, en enginn mun fjárfesta í þessari grein frekar en í annari án þess að reikna með ávöxtun þeirra fjármuna til framtíðar.
Hvað er samfélagsleg ábyrgð?
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja getur varla byggst á því úr hvaða Keflavíkinni er róið og jafn sárt er að loka vinnustað í Reykjavík og á Akranesi. Með nýrri tækni eins og vatnskurðarvélum og þjörkum aukast afköst á manntíma og þannig mun starfssmönnum og vinnsluhúsum fækka. Slíkri þróun geta þó fylgt mikil tækifæri þar sem í stað erfiðisvinnu verða til betur launuð tæknistörf. Það ætti að vera forgangsmál hjá sveitarfélögum og launþegahreyfingunni að taka þátt í slíkum breytingum með sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja hlutdeild starfsmanna í aukinni framleiðni í framtíðinni. Það er hin raunverulega samfélagslega ábyrgð að fyrirtæki, starfsmenn og samfélög leggist á eitt til að viðhalda samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútveg til framtíðar. Að taka þátt í þróuninni og hafa áhrif hana á jákvæðan hátt er einmitt samfélagsleg ábyrgð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.