9.2.2017 | 15:21
Áralangt markaðsstarf í hættu
Verkfall er ofbeldi
Það er að æra óstöðugan að blanda sér í deilur sjómanna og útgerðar en verkfallið er ekki einkamál deilenda. Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein landsmanna, með meira en 40% af vöruútflutningi þjóðarinnar og um 24 þúsund manns starfa við sjávarútveg. Sjávarútvegur er sú grein sem sker sig úr þegar kemur að verðmætasköpun og framleiðni, hvort heldur er vinnuafls eða fjármuna. Íslenskur sjávarútvegur ber af í alþjóðlegum samanburði og hefur skilað íslenskum sjómönnum kjörum sem eru með þeim bestu sem þekkjast í heiminum.
Ritari er gamall verkalýðsforkólfur og þekkir á eigin skinni kjarabaráttu og átök við útgerðarmenn. Hann stóð fyrir löngu verkfalli á Ísfirskum fiskiskipum í lok áttunda áratugar síðustu aldar sem stóð vikum saman. Ekki það að hann vilji hreykja sér af því en á þessum tíma voru sjómenn á skuttogurum með þreföld bankastjóralaun. Með aldrinum vitkast menn og átta sig á því að verkfall er alltaf ofbeldi þar sem sneitt er hjá markaðslausnum og notast við þvinganir til að ná fram kröfum sínum. En margt hefur þó breyst síðan þetta var og rétt að benda á nokkur atriði.
Markaðsdrifinn sjávarútvegur
Á þessum tíma var íslenskur sjávarútvegur það sem kalla má auðlindadrifinn. Enn voru ólympískar veiðar stundaðar og fiskistofnar voru ofnýttir og sóknarþunginn allt of mikill. Það er ljóslifandi í minningunni þegar skipstjóri rakst í góðan afla á Halamiðum þá var eins og hendi væri veifað komnir 100 togarar á vettvang og ljósin eins og að horfa yfir stórborg. Það stóð heima að menn náðu tveimur til þremur góðu hölum og svo var ævintýrið úti. Það tók oft á tíðum tíu daga að skrapa saman 100 tonnum, sem tekur í dag aðeins nokkra daga. Í dag er íslenskur sjávarútvegur markaðsdrifinn, einn af örfáum í heiminum, þar sem leitað er markaða og fiskurinn veiddur til að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Ólíkt auðlindadrifnum sjávarútveg sem gengur út á að lækka kostnað, snýst allt um að hámarka verðmæti. Selja afurðir inn á best borgandi kröfuharða markaði og stýra veiðum og vinnslu eftir þörfum neytandans.
Fiskveiðistjórnun í Færeyjum
Það er ekki tilviljun að í nýlegri skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir stjórnvöld í Færeyjum er lagt til að Færeyingar verði sporgöngumenn Íslendinga við stjórnun fiskveiða sinna. Eftir áralanga óstjórn skila botnfiskveiðar frændum okkar engum verðmætum þar sem kostnaður er hærri en tekjur. Öll verðmætasköpun í veiðum kemur annarsvegar frá uppsjávarveiðum úr flökkustofnum og hinsvegar þorskveiðum í Barentshafi. Meginniðurstöður sérfræðinganna eru; byggja upp veiðistofna, koma á aflareglu, koma á aflamarkskerfi (í dag nota þeir sóknarkerfi), bæta verðmætasköpun, takmarka erlent eignarhald og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun í eignarhaldi. Rétt er að taka fram að ein forsenda verðmætasköpunar er að fyrirtæki geti sinnt allri virðiskeðjunni, frá veiðum til markaðar. Slíkt er ekki leyft í Noregi og er einn helsti Akkilesarhæll norsks sjávarútvegs hvað varðar verðmætasköpun. Höfundar færeysku skýrslunnar telja reyndar að forsenda verðmætasköpunar sér að taka upp kvótaerfi og leyfa frjálst framsal, eins og reyndar flestar fiskveiðiþjóðir hafa tekið upp eða stefna að.
Verðmætasköpun í sjávarútveg
Helstu ástæður verðmætasköpunar og framleiðniaukningar í íslenskum sjávarútveg eru einkum þrjár:
- Sterkari veiðistofnar
- Skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi
- Markaðsdrifin virðiskeðja
Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur tvöfaldast síðustu 30 árin sem einkum má skýra með fyrri tveimur atriðunum. Þriðja atriðið er ekki síður mikilvægt en það reyndar byggir á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Eina leiðin til að markaðsvæða virðiskeðjuna er einmitt eignarhald útgerðar á nýtingu auðlindarinnar. Ein af mikilvægum breytingum í markaðsmálum sjávarútvegs er sala á ferskum afurðum, en neytandinn er tilbúinn að greiða umtalsvert meira fyrir ferskan fisk í staðinn fyrir frosinn. Forsenda fyrir framleiðslu á ferskum afurðum er betri meðhöndlun á fiskinum í gegnum alla virðiskeðjuna. Gott dæmi um framfarir við þessa framleiðslu er nýsmíði togara sem eru mun betur útbúnir til að tryggja aflagæði en eldri skip. Hönnun skipanna gengur út á að tryggja betri meðhöndlun við blæðingu og kælingu ásamt því að létta störfin um borð og auka afköst sem eru einmitt forsenda framleiðniaukningar.
Verkfall veldur miklu tjóni
Nú eru hins vegar blikur á lofti og virðist sem áralangt markaðstarf sé fyrir bí vegna verkfallsins. Kaupendur í BNA og Evrópu snúa sér annað enda hafa þeir enga samúð með verkfalli á Íslandi. Það er undarlegt að sjómenn, sem búa við aflahlutdeildarkerfi, hafi engan áhuga á þessum þætti. Það ætti að vera stórmál fyrir þá að þessir markaðir tapist ekki, enda ef það gerist hefur það strax áhrif á fiskverð og þar af leiðandi kjör sjómanna. Hér er um miklu mikilvægara mál að ræða en þau sem deilt er um þessa dagana. Tjón vegna tapaðra markaða gætu haft áhrif á fiskverð í framtíðinni og þannig lækkað laun sjómanna. Það ætti að vera sameiginlegt markmið útgerðar og sjómanna að hlúa að þessum mörkuðum til að tryggja verðmætasköpun til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.