27.6.2016 | 12:24
Sjávarútvegsumræðan
Samkeppnishæfni sjávarútvegs
Umræðan um sjávarútveginn hefur oftar en ekki verið óvægin og ósanngjörn, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar er að ræða og engin grein skilar meiri tekjum í ríkissjóð. Sem er reyndar óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi þar sem í flestum öðrum löndum er sjávarútvegur rekinn með ríkisstyrkjum. Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks sjávarútveg og það ætti að vera þjóðinni kappsmál að hægt sé að viðhalda yfirburðum okkar. Sem dæmi njóta helstu samkeppnisaðilar okkar, Norðmenn, umtalsverðra styrkja frá ríkinu. Það var einmitt niðurstaða McKinsey skýrslunnar um Íslenskt efnahagslíf að sjávarútvegur stæði sig best varðandi framleiðni fjármagns og vinnuafls. En hvað veldur þessum fjandskap og slæmu umræðu um þessa mikilvægu atvinnugrein?
Mikil verðmætasköpun
Á sama tíma og íslenskur landbúnaður kostar hvert mannsbarn á Íslandi um hundrað þúsund króna á ári í hærra vöruverði og skattgreiðslum, og sjávarútvegurinn skilar rúmlega þeirri upphæð í samneysluna, eru þeir síðarnefndu oftar en ekki skotmark í þjóðfélagsumræðunni, uppnefndir og þeim fundið allt til foráttu. Eitt dæmi um umræðuna er þegar eitt öflugasta útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki landsins vildi kynna nýja tækni fyrir starfsmönnum sínum, og ákváðu við tímamótin að bjóða þeim upp á ís í tilefni dagsins, var því snúið upp á andskotann og ekki stóð á fjölmiðlunum að hamra á málinu á sem neikvæðastan hátt.
Framfarir í sjávarútveg
Undirritaður hefur einmitt verið við vísindastörf í umræddu fyrirtæki og tók sérstaklega til þess hve vel er gert við starfsmenn á vinnustaðnum. Tekið er á móti starfsfólki með kjarngóðum morgunverði við upphaf vinnudags, á borðum liggja ávextir og meðlæti með kaffinu í huggulegum matsal, og í hádeginu er boðið upp heitan mat. Þetta er ekki undantekning í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og orðin frekar regla, enda skilja stjórnendur að mikilvægt er að halda í góða starfsmenn, minnka starfsmannaveltu og lágmarka fjarvistir. Miklar framfarir hafa orðið í þessum efnum, bæði til sjós og lands í sjávarútveg á undanförnum árum, ekki vegna opinberra krafna heldur vex skilningur atvinnugreinarinnar á mikilvægi mannauðs í rekstrinum. Með aukinni tæknivæðingu þarf að bæta menntun í fiskvinnslu til að takast á við auknar kröfur framtíðar og í framhaldi ættu launin að hækka. Líkt og raunin er hjá sjómönnum þarf fiskvinnslufólk að fá hlutdeild í þeim miklu tækifærum sem ný tækni býður upp til að auka framleiðni.
Gróa gamla á Leiti
En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu og hverjir kynda undir og viðhalda þessar slæmu ímynd sjávarútvegs á Íslandi? Nýlega var forystugrein í BB á Ísafirði þar sem fyrrverandi þingmaður skrifaði um öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða. Dylgjurnar og óhróðurinn er slíkur að Gróa á Leiti hefði roðnað af skömm. Hvergi er minnst á staðreyndir heldur byggt á sögusögnum og fullyrt að ástæðan fyrir því að öll þessi meintu mál voru látin niður falla, hafi verið fyrirhúk lögreglunnar, svo notað séu orð höfundar. Í sömu grein vitnar hann í fyrsta maí ræðu verklýðsforingjans á staðnum þar sem hann stillir launþegum upp sem kúgaðri stétt sem sé undir hælnum á atvinnurekendum. Uppstillingin er gamalkunn og þar er þessum aðilum stillt upp sem óvinum og ekki sé hægt að bæta hlut sinn nema á kostnað hins. Það er illt að hafa svona óábyrga verkalýðsleiðtoga sem ekki sjá möguleikana á því að bæta hag beggja þar sem hagsmunir atvinnurekanda og launþega fara algjörlega saman. Báðir þessir aðilar ættu að gera sér grein fyrir að um 80% af hagkerfi Vestfjarða byggir á sjávarútveg og samstöðu en ekki sundrung þarf til að snúa neikvæðri þróun byggðar við í fjórðungnum. Viðurkenna það sem vel er gert og taka þátt í framförum í Íslenskum sjávarútveg í stað þess að níða hann niður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 285820
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.