Finnbogi og Sjálfstæðiflokkurinn

Oftar en ekki er erfitt að átta sig á pólitískum stefnumálum vinstrimanna og hver sér raunveruleg málefni sem þeir berjast fyrir. Stundum virðist manni að hatur þeirra á Sjálfstæðiflokknum sér pólitískur drifkraftur þeirra og það sé mikilvægara að ná sér niður á honum en vinna samfélagi sínu gagn. Eitt dæmið er héðan úr Ísafjarðarbæ þar sem þeir fengu bæjarfulltrúa flokksins til að verða bæjarstjóraefni sitt fyrir síðustu sveitarsjónarkosningar, vitandi að hann var ekki heppilegur í embættið, en það var aukaatrið miðað við hugsanlegt tjón hjá óvininum. Þetta skín í gegnum allar umræður í dag þar sem allt er gert til að sverta flokkinn, jafnvel þó að sameignlegt tjón sér mikið og trúverðugleiki stjórnmálanna sé í húfi, Þá er það tilvinnandi til að koma fólki með ákveðna lífskoðun illa.

Í BB um daginn ræðst Finnbogi Hermannsson fram á ritvöllinn með sögulegar skýringar á því hversu spilltur Sjálfstæðisflokkurinn er og það fólk sem styður stefnu hans. Líkt og með Göbbels forðum skiptir sannleikurinn engu máli, þegar sama lygin er sögð nógu oft verður hún að sannleika. Ein saga hans er nægilega gömul til að treysta megi að engin muni hvernig hún var í raun, og hún sögð með þeim hætti að sanni hverslags spillingarbæli Sjálfstæðisflokkur er. Sagan er um þegar Guðmundur Marinósson var ráðin sem forstjóri Fjórðungssjúkrahússins og tekin fram yfir þáverandi bæjarfulltrúa vinstri manna, Hall Pál. Á þessu árum var Sjálfstæðiflokkurinn í minnihluta með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Stungu þeir fyrst upp á Guðmundi í starfið og greiddu honum atkvæði sitt. Hallur Páll gat ekki stillt sig og greiddi mótatkvæðin en aðrir sátu hjá. Það sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir var að þar með var atkvæðagreiðslunni lokið með ráðningu Guðmundar.

Svona var nú þessi saga en það sem hún sýnir að Hallur Páll, umsækjandi um starfið, sat ekki hjá eða vék af fundi þó hann ætti mikilla persónulegra hagsmuna að gæta. Vinstri menn í bæjarstjórn höfðu ákveðið að ráða hann til starfans, með hans atkvæði, en skripluðu á skötunni í fundarsköpun.

Tilgangurinn helgar meðalið og Finnboga finnst greinilega eðlilegt að ganga í spor Gróu á Leiti til að ná sér niður á óvininum og þá skiptir sannleikurinn engu máli. Hálfkveðnar vísur, getgátur og skrök er hiklaust notað, enda málstaðurinn „góður“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrum starfsmaður Rúv.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2016 kl. 17:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

...O;maður hefur séð það opinberast hér,svo maður hrekkur nú ekki við.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 285821

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband