12.5.2007 | 09:52
Kjördagur
Íslendingar mæta í kjörklefana í dag til að kjósa nýja löggjafarsamkomu. Vonandi fara þeir ekki ofaní kjörkassana eins og Ómar Ragnarsson talaði um í sjónvarpinu í gær. Það gætir orðið ansi þröngt á þingi þar.
Þetta er gríðarlega mikilvægur dagur fyrir þjóðina. Verður haldið áfram á þeirri sigurbraut sem íslendingar hafa verið á síðan 1991 eða verður allt sett í stopp þar sem dregið verður úr framleiðsluþáttum og óábyrg fjármálastefna verður rekin af ríkinu? Komist vinstri stjórn að verður það helsta von þjóðarinnar að hún svíki flest kosningaloforð sín. Hér er tekið undir með Mogganum að það eina sem er ókeypis eru svikin loforð stjórnmálaflokka.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt mikla ábyrgð í þessari kosningabaráttu. Flokkur sem stóð við öll sín loforð síðast ætti að vera trúverðugur að þessu sinni. Engu að síður féll flokkurinn ekki í þá gryfju að lofa vinsælum og dýrum aðgerðum til að kaupa atkvæði fyrir þessar kosningar.
Það merkilegasta er að stjórnarandstaðan er í raun að viðurkenna að síðustu loforð flokksins um skattalækkanir hafi verið góð fyrir þjóðina. Alla vega ætlar engin flokkur að hækka skattana upp í það sem þeir voru áður.
Bloggari vonar að þjóðin sé það skynsöm að sjá í gegnum kosningaloforð. Það verður að afla peninganna til að hægt sé að eyða þeim. Maður getur ekki drukkið mjólkina og slátrað kúnni á sama tíma. Við þurfum frelsi til athafna og einstaklingsframtak til að búa til fjármuni. Síðan á ríkið að gera eins lítið og mögulegt er í forræðishyggju og eftirliti með fólkinu. Það er ekki fyrr en frelsið fer að bitna á öðrum sem nauðsynlegt er að grípa inni og hafa áhrif á framganginn.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina ábyrga stjórnmálaaflið og verður að taka sæti í nýrri ríkisstjórn. Það er ef til vill kominn tími til að skipta um meðreiðasvein í stjórnarsamstarfinu og láta reyna á vilja Krata til góðra verka. Það er ekki sá grundvallarmunur í stefnuskrá þessara tveggja flokka að þeir geti ekki náð árangri saman. Síðasta samstarf snérist meira um einstaklinga en ekki grundvallar skoðanamun. Enda náði ríkisstjórnin frá 1991 til 1995 miklum árangri í efnahagsmálum. Hæst stendur þar samningur um EES sem Framsókn og Kommar voru á móti, og ekki síður frelsun og nútímavæðing atvinnulífsins. Dregið úr haftastefnu með áherslu á frjálst hagkerfi og utanríkisverslun.
Að lokum þessi skilaboð frá Tý í Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn var, en hann skorar á kjósendur í Norðvesturkjördæmi að tryggja Einari Oddi Kristjánssyni örugga kosningu á þing. Skattgreiðendur mega ekki missa sinn traustasta vin úr þingsölum.
XD
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.