5.5.2007 | 10:53
Innflytjendur og Frjálslyndi flokkurinn

Innflytjendur
Það er grátbroslegt að fylgjast með umræðu formanns Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda. Það sama er uppi á teningnum hjá Guðjóni Arnari í þessu máli eins og kvótaumræðunni, að hann setur sig ekki inn í málin nægjanlega til að skilja þau. Eftirfarandi er haft orðrétt eftir honum í Viðskiptablaðinu:
Ég tel að innflytjendur eigi að fá almennar upplýsingar um land og þjóð auk þess að fá upplýsingar um réttindi sín strax við komuna til landsins. Þá myndi fólkið sem hingað kæmi vita hver réttindi sín væru og hvernig ætti að sækja þau. Í kjölfarið ætti fólkið auðveldara með að starfa í þjóðfélaginu með okkur og öll aðlögun myndi ganga betur."
EES
Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa formanninn um þá augljósu staðreynd að við erum hluti af Evrópsku efnahagsvæði þar sem samið var um meðal annars frjálsa för íbúa innan svæðisins. 2004 bættust átta fyrrum kommúnistaríki við EES og tvö ríki um síðustu áramót. Við inngöngu þeirra var boðið upp á aðlögunartíma fyrir þau ríki sem fyrir voru innan EES sem Íslendingar ákváðu að notfæra sér. Svíar hinsvegar gerðu það ekki og opnuðu landamæri sín strax fyrir þessu fólki. Ekkert bendir til þess að sú ákvörðun hafi verið röng hjá frændum okkar.
Reiknað var með endurskoðun eftir tvö ár og var niðurstaða íslenskra stjórnvalda að ekki væri ástæða til að framlengja undanþágu á ferðafrelsi fólks frá þessum ríkjum. Í rauninni höfðu Íslendingar engar efnislegar forsendur til framlengingar. Mikill skortur var á vinnuafli á Íslandi og með afnámi undanþágunnar var tryggt beint ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda sem best var til að tryggja réttindi launþega og ábyrgð atvinnurekanda.
Ríki utan EES
Hins vegar settu íslensk stjórnvöld ný lög um innflytjendur frá öðrum ríkjum sem eru utan EES, sem voru mun strangari en áður höfðu verið. Frjálslyndi flokkurinn greiddi atkvæði gegn þessum lögum og barðist gegn setningu þeirra á sínum tíma.
Mikill munur er á þeirri stefnu Íslendinga að líta á sig sem Evrópubúa og þátttöku í uppbyggingu álfunnar og vörnum gegn ólöglegum innflytjendum frá öðrum ríkjum. Annars vegar erum við að opna dyrnar fyrir fólki með lík viðhorf og menningu og hinsvegar að verja okkur gegn vandamálum sem fylgja því gangstæða. Hér verður ekki lagður dómur á hvað sé betra eða verra en ólíkir menningarheimar rekast oft harkalega á og má benda á vandamál víða í Evrópu því til sönnunar.
,,Gamlir og nýjir Íslendingar"
Í tilvitnuninni hér að ofan er eins og formaður Frjálslynda flokksins átti sig ekki á þessum mun. Pólverji sem kemur til Íslands er ekki stoppaður af í Leifsstöð. Hann gengur þar í gegn eins og heimamaður, labbar sig niður á bryggju og biður um vinnu. Hann hefur til þess fullan rétt og þarf engin leyfi til.
Að sjálfsögðu eigum við að taka vel á móti þessu fólki og tryggja aðlögun þeirra eins og vel og kostur er. Það er bara allt önnur umræða. En sú umræða sem Frjálslyndiflokkurinn heldur á lofti er lýðskrum til að sækja atkvæði í örvæntingu þar sem kvótaumræðan er töpuð. Sem betur fer.
Efnahagsmál
Annað sem vakti athygli bloggara var yfirlýsing formannsins um að tímabundin innflutningur vinnuafls við uppbyggingu Kárahnjúka hefði engin áhrif á Íslenskt hagkerfi. Þetta er auðvitað allt önnur umræða þar sem þessir starfsmenn eru hér tímabundið og margir þeirra frá ríkjum utan EES. Að sjálfsögðu hefur það mikil áhrif á hagkerfið og dregur úr þennslu að flytja inn starfsmenn til að taka kúfin af við slíkar risa framkvæmdir. Allir sem setja sig inn í efnahagsmál eru sammála um það. Það dregur úr þennslu á vinnumarkaði og laun eru greidd í erlendum gjaldeyri og koma varla inn í hagkerfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.