5.5.2007 | 09:14
Einar Kristinn og sjávarútvegurinn

Steingrímur Hermannsson
Bloggara var heldur betur brugðið þegar grein birtist í Blaðinu eftir Steingrím Hermannsson undir ,,Umræðunni" á fimmtudaginn var. Greinin var hæðnispistill til Einars Kristins Guðfinnssonar vegna kvótamálsins í tengslum við nýjustu fregnir af kvótasölu í Bolungarvík.
Eftir að hafa lesið um átökin í kringum kvótalögin var bloggari heldur betur hissa á greinarskrifunum þó hann vissi um hug okkar gamla þingmanns til kvótakefisins, en ábyrgð hans á kerfinu eru óumdeilanleg. Það var því ákveðin léttir að sjá leiðréttingu um að greinin var eftir allt annan Hermannsson og sá er ekki svara verður á þessum vettvangi.
Jakob Valgeir
Það er hinsvegar gaman að fylgjast með uppgangi Jakobs Valgeirs ehf í Bolungarvík sem nú er orðinn burðarásinn í atvinnulífi bæjarins. Traustir og öflugir menn sem vita hvað þeir eru að gera og hafa náð einstökum árangri í útgerð og fiskvinnslu. Dæmi um hvernig framsalsréttur kvótans gefur dugandi mönnum tækifæri með heiðarlegri samkeppni og uppkaupum af þeim sem lakar standa sig.
Fyrirtækið er stofnað eftir kvótasetningu og því eru eigendur hluti af nýliðum í greininni. Það væri synd ef þeir hefðu ekki fengið tækifæri til að hasla sér völl og aðgengi að greininn lyti ekki lögmálum markaðarins.
Sjávarútvegsráðherra hefur marg bent á þá staðreynd að líta verði á sjávarútveg sem atvinnugrein. Íslendingar hafi ekki efni á að reka útgerð sem einhverskonar byggðastofnun líkt og Evrópusambandið og Norðmenn. Reyndar eru aðeins tvær þjóðir í veröldinni sem reka sjávarútveg sem skilar góðum fiskveiðiarði, það eru Íslendingar og Nýsjálendingar. Báðar þjóðirnar nota kvótakerfi til hagræðingar í útgerð.
Óvissa í greininni
Það er hinsvegar lífspursmál fyrir atvinnugrein eins og sjávarútveg að fá frið fyrir misvitrum stjórnmálamönnum. Óöryggið sem fylgir yfirlýsingum stjórnmálamanna sem reyna hvað þeir geta til að ná fylgi með lýðskrumi fælir menn úr greininni. Ein megin ástæðan fyrir brotthvarfi sjávarútvegsfyrirtækja af almennum hlutabréfamarkaði er neikvæð umræða um greinina og óöryggi hennar vegna pólitískra hrossakaupa. Varkáir hlutabréfakaupendur hafa sniðgengið bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum vegna óvissu í greininni. Það hafði áhrif á verðmætið til lækkunar með þeim hætti að eignarhaldið hefur færst á æ færri hendur með tilheyrandi samþjöppun í greininni.
Sjávarútvegsráðherra
Þegar Einar Kristinn tók við stjórnartaumum í sjávarútvegsráðuneytinu sagði hann að tími lagabreytinga væri liðinn. Tími væri kominn til að greinin fengi frið til að þróast og dafna og skapa þyrfti henni stöðuleika og öryggi. Hann hefur bent réttilega á að sjávarútvegur er í samkeppni við aðrar atvinnugreinar um fólk og fjármagn. Með því að hrekja greinina af markaði er öflug leið til fjármögnunar farin. Neikvæð umræða verður til þess að ungt og efnilegt fólk sniðgengur greinina og hún fer á mis við nauðsynlegan mannauð til framsóknar í framtíðinni. Leyfum sjávarútveginum að þroskast sem atvinnugrein í framtíðinni. Vestfirðingar hljóta að geta keppt á jafnréttisgrunni til að efla útgerð í heimabyggð. Gott dæmu um það má sjá út í Bolungarvík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.