Auka framleiðni á Íslandi

Þetta er einmitt það sem allt snýst um. Sérhagsmunahópar draga verulega úr framleiðni á Íslandi og draga úr eðlilegri samkeppni. Auðvelt er að benda á greinar eins og landbúnað og leigubílstjóra í því sambandi.

Það er komin tími til að fólk átti sig á því að launahækkanir umfram framleiðni ganga ekki upp og munu alltaf, eins og hingað til, hækka verðlag. Það þarf að mynda þjóðarsátt um einmitt þetta. Framleiðni á Íslandi er langt að baki þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Það væri traustvekjandi hjá núverandi stjórnvöldum að hætta þessari hagsmunagæslu og taka til í reglugerðarruglinu til að bæta samkeppni og framleiðni. Byrjum á því stærsta sem er landbúnaður, en hann kostar skattgreiðendur 15 miljarða beint á ári, en í raun miklu meira. Heldur bændum í ánauð fátæktar og skilar okkur lélegri og dýrri vöru.

Leigubílstjórar eru annað rugl. Það þarf ekki löggildingu til að auka neytandavernd,frekar en hjá bakara eða ljósmyndara. Allir geta í dag aflað sér upplýsinga um hvaðeinað og þarf ekki ríkisvaldið til að passa okkur!


mbl.is „Hækkar verð en eykur ekki gæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Getur verið að framleiðni á íslandi sé lág vegna þess að fjármagnskostnaður komi í veg fyrir að fyrirtæki geti aukið afkastagetu starfsmeð hagkvæmum fjárfestingum? Þannig er það í landbúnaði og iðnaði. Enda lifir ekki iðnaður hér nema með erlendum lánum. Sama gildir um sjávarútveg.


Að leyfiskyld starfssemi gæti að einhverju leiti hækkað verð. En mig minnir þó að heil keðja af bílaverstæðum hafi verið rekin hér í borginni þar sem einn bilvélavirki bar ábyrgð á öllum verkum.  

Eitt að hafa leyfi fyrir starfssemi annað hvernig leyfið er notað.

Jón Þór Helgason, 9.9.2015 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 285610

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband