28.4.2007 | 09:31
Skip og bílar

Ríkisskip
Það hefur ekki komið bloggara á óvart að endurreisn Ríkisskipa séu kosningamál Vinstri grænna. Þeir eru flokkur ófrelsis sem vilja völd stjórnmálamanna sem mest og telja sig mun hæfari en markaðinn til að útdeila gæðum. Ríkið á að vasast í öllu og það næsta sem maður sér fyrir sér er fimm ára áætlun til að ákveða þarfir allra einstaklinga og hvernig á á sinna þeim. Í þessu gæti falist að ríkið (stjórnmálamenn) tækju slíkar ákvarðanir þar sem frjáls markaður og eftirspurn neytanda sé ekki treyst til þess.
Niðurgreiðslur
Í upphafi síðustu aldar niðurgreiddi ríkið standsiglingar um upphæð sem var um 3% af vergri landsframleiðslu. Í dag væri sú upphæð um 30 milljarðar króna sem væri dágóð upphæð til niðurgreiðslu þegar litið er til þess að þjóðhagslegur kostnaður Íslendinga af samgöngum er í kringum 18.7 milljarða króna á ári. Þjóðhagslegur kostnaður endurspeglar bæði ytri og innri kostnað og þá er meðtalin óbeinn kostnaður af mengun, slysahættu, örtröð og töfum ásamt byggingar- og viðhaldskostnaði.
Hversvegna ekki að ausa svolítið úr nægtabrunninum sem ríkiskassinn er? Hvers vegna ætti ríkið ekki að niðurgreiða þetta og í stað þess að treysta markaðinum til að sjá um að útdeila gæðum?
Almenn niðurgreiðsla leiðir til velferðataps þar sem hún er fjármögnum með sköttum sem skekktir verðhlutföll og leiðir til ákvörðunar sem hámarka ekki þjóðarhag. Það rekur fleyg á milli athafna einstaklings og ávinnings þjóðfélagsins af þeim.
Ef ríkisvaldið ætlar að niðurgreiða sjáflutninga, rekur það einmitt fleyg á milli athafna einstaklinga og þann ávinning sem þjóðfélagið hefur af flutningum.
Bloggari ætti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum kommúnisma enda Vinstri grænir komnir niður í Campari styrkleika. En viti menn. Úr óvæntustu átt koma ótíðindin. Nema að bloggari sé að miskilja hlutina gjörsamlega.
Íhaldið og niðurgreiðslur
Í kosningabækling Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi segir meðal annars að samkeppnisstaða sjó- og landflutninga verði löguð. Bloggari veltir fyrir sér hvort álögur séu allt of háar á bílum og þurfi að lækka hann til að bílar verði samkeppnishæfari en skip. Það getur varla verið þar sem bílar eru einmitt hagkvæmari í dag en skip og þess vegna eru engar áætlunarsiglingar á Ísafjörð. Það var hin ískalda hönd markaðarins, sem mismunar mönnum ekki, sem tók þá ákvörðun. Eða eru menn að tala um skipin? Það þurfi að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra?
Kostnaður af umferð
Bílar eru að greiða umtalsvert meira til ríkisins en sá þjóðhagslegi kostnaður sem þeir valda. Stundum er sagt að fólksbílar niðurgreiði umferð flutningabíla og er eitthvað til í því. En ef flutningabílar eru teknir út úr sérstaklega þá greiða þeir um 11% meira en allur þjóðhagslegur kostnaður er sem þeir valda. Sennilega er kostnaðurinn enn lægri á Djúpvegi þar sem verulegur hluti af slíkum kostnaði eru þrengsli, umferðaröngþveiti, mengun og slysahætta, en það er í lágmarki á jafn fáförnum vegi.
Skipin hinsvegar eru ekki að greiða neitt til ríkisins en greiða hafnar- og vörugjöld til eiganda hafna. Tæplega hafa þeir aðilar borð fyrir báru til að lækka álögur. Ríkið hefur gefið 75% af byggingar- og viðhaldskostnaði hafna í gegnum tíðina og hefur verið gríðarlegur ríkisstyrkur fólgin í því.
Það er hinsvegar lífsspursmál fyrir þjóðvegin um Djúp að hafa flutningabíla sem viðskiptavini. Helsti óvinur vegarins er lítil notkun og þar af leiðandi hár innri kostnaður. Vegir sem lagðir eru í dag þola þunguflutninga og því engin ástæða til að losna við flutningabíla af þeim.
Hugsjónin
Bloggari er nokkuð viss um að hér sé um prentvillu að ræða í umræddum bækling. Okkar menn færu aldrei að óska eftir ríkisstyrkjum fyrir fámennan hóp aðila og ganga þvert gegn stefnuskrá flokksins og algerlega gegn hagsmunum þjóðarinnar. Bloggari reiknar með slíku frá Vinstri grænum en fyllist vonleysi þegar það kemur frá þeim sem eiga að vera talsmenn frelsis, sverð þess og skjöldur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri ágætt að fá heimildir fyrir fullyrðingum sem þarna koma fram, það er góð regla.
-gunni
Gunnar Pétur Garðarsson, 28.4.2007 kl. 10:02
Blessaður Gunnar Pétur. Ég er ekki að skrifa meistararitgerð og vil því ekki þreyta lesendur á heimildum. En þær eru til. Hvað er það sem er að vefjast fyrir þér? Mér er sönn ánægja að leggja fram gögn til að styðja mitt mál.
Gunnar Þórðarson, 28.4.2007 kl. 20:11
Það er rétt, þetta er ekki meistarritgerð, ég er samt þannig gerður að þegar ég sé fullyrðingar settar fram út frá tölum sem mér finnst um margt áhugaverðar, þá langar mig yfirleitt að sjá hvar ég get sannreynt tölurnar, þó það sé ekki nema fyrir sjálfan mig. Til að geta þá tjáð mig skammarlaust um málefnið seinna meira.
Það sem mig langar að vita er eftirfarandi:
1: Niðurgreiðslan í upphafi síðustu aldar, hvar færðu 3%, þetta fannst mér fróðlegt en var eingar síður nauðsynlegt fyrir Ísland þar sem ekki voru komnir vegir, mér þætti fróðlegt að bera þetta saman við önnur lönd.
2: Þjóðhagslegur kostnaður af samgöngum 18.7milljarðar hvar get ég fundið það?
3:Svo 11% sem þú nefnir að flutningabílar eru að greiða umfram kostnað, hvar finnur þú þá tölu.
Svo líka eitt þar sem þú ert búinn að vera skoða þetta mál, gerir þú greina mun á Föstum innri kostnaði s.s.fjármagnskostnaði og föstum rekstrarkosnaði vegna veðurs og tíma og Breytilegum innrikostnaði s.s breytilegum rekstrarkostnaði og notendatengdum viðhaldskostnaði, malbikun og því um líku?
Þetta var nú ekki mikið sem mig langaði að vita, ég er með mail:gunnar.petur@bifrost.is ef það er betra að senda efnið þangað.
kveðja
-gunni
Gunnar Pétur Garðarsson, 28.4.2007 kl. 22:18
Sæll og takk fyrir áhugan. Það er fullkomnlega eðlilegt að vilja staðreyndir.
1. Nóvemberhefti Tímarits máls og Menningar 2002 er grein eftir Ásgeir Jónsson doktor í hagfræði. Hann starfar sem sérfræðingur Hagfræðistofnunar og kennir við Háskóla Íslands. Heimildin um 3% eru fengin úr þessari athygldisverðu grein.
2. Skýrsla sem heitir ,,Samanburður á beinni gjaldtöku og samfélagslegum kostnaði við flutninga" Bls. 84 (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands) Þetta er reyndar niðurstaða sem fengin er með samanburði á rannsókn á ytir kostnaði í Danmörku en slíkt hefur aldrei verið skoðað hér á landi.
11 % eru fengin úr óútkominni ritgerð eiginkonu minnar. Hún er að klára BCs frá Akureyrir í vor og er þetta lokaverkefni. Ég hef reyndar reynt að koma merkilegum upplýsingum á framfæri um flutningamál, en pólítíkusar hér hafa engana áhuga á að vita um það.
Gunni
Gunnar Þórðarson, 29.4.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.