21.4.2007 | 09:23
Jafnaðarmennska

Íhaldsmenn
Til að skilja flókin mál eru þau oft sett í kassa og skilgreind þannig að skilja megi muninn á epli og appelsínu. Í pólitík er talað um hægri og vinstri en bloggari skilgreinir stjórnmálin frekar sem frelsi og ófrelsi, eins og sjá má á fyrri bloggfærslum.
Bloggari hefur sérstaklega gaman af þegar menn skilgreina sig sem íhaldsmenn og tengja það við að halda í gamalt og gott og hafna óþarfa nýjungum. Í sögu hagfræðilegrar hugsunar er skilgreiningin allt önnur og má segja að íhaldsmaðurinn sé frjálshyggjumaður.
Upphafsmaður auðhyggjunnar, Adam Smith, setti fram afskiptaleysiskenninguna ,,laissez fair". Að afskipti ríkisvaldsins skyldi vera eins lítið og mögulegt væri en frelsi mætti þó aldrei vera þannig að bitnaði á öðrum. Síðar komu kenningar um blandað hagkerfi frá mönnum eins og John Stuart Mills.
Þekktastur er J.S. Mill fyrir rit sitt ,,Principles of Political Economy", en þar setur hann fram kenninguna um aðgreiningu á framleiðslu og skiptingu verðmæta. Hér er um mikið grundvallaratriði að ræða en Mills heldur því þar fram að hagfræðin geti séð um framleiðsluhliðina en skipting gæðanna tilheyri stjórnmálunum.
Klassískir hagfræðingar (Íhaldsmenn) héldu í grundvallar kenningar Adam Smith og gera það enn og frægustu hagfræðingar síðustu aldar tókust á um þessar tvær leiðir, Friedman, Hyek og Keynes.
Stjórnmálin í dag
Ef við skoðum stjórnmálin í dag eru þetta enn átakalínurnar. Reyndar ganga menn misjafnlega langt en alltaf er bloggari jafn hissa þegar frjálshyggjumenn telja að skoðanir þeirra rúmist ekki innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn byggir á því frelsi sem Adam Smith boðaði og þarf ekki annað en lesa stefnuskrá flokksins til að sjá það. Eitt af grundvallaratriðum hjá Smith var að allir skyldu fá tækifæri til skólagöngu. Reyndar byggir frjálshyggjan á jafnaðarstefnu sem gerir ráð fyrir að allir skulu hafa jafnan rétt til tækifæra. Oft fer það fyrir brjóstið á bloggara þegar Sjálfstæðismenn ganga þvert gegn stefnumálum sínum, eins og í landbúnaðarmálum, en stjórnmál eru oft málamiðlanir.
Í dag eru Vinstri grænir ójöfnuðarflokkur og á móti frelsi. Þeir vilja afskipti stjórnmálamanna og völd mikil og hafa ekki trú á markaðinum til að útdeila verðmætum. Þeir ganga reyndar mun lengra en það og vilja ríkisvaldið aftur að framboðshlið hagkerfisins og boða stofnun Ríkisskipa. Flutningsaðilum er ekki treystandi til að sjá um þennan þátt þjónustu við almenning þannig að ríkisvaldið verður að koma inn og reka strandferðaskip. Bera fyrir sig ósannindi um minni mengun en slíkt er að sjálfsögðu bundið við flutningsmagn. Engin skal miskilja þetta þannig að slíkt fyrirkomulag hámarki hag almennings. Að skekkja þennan markað með ríkisafskiptum myndi aðeins draga úr hagkvæmri og skilvirkni flutninga. Djúpvegur myndi missa umferð sem er honum lífsspursmál en innan við hundrað bílar aka hann á hverjum degi. Þetta snýst um að hafa völd og sem stjórnmálamenn sjá þeir tækifærið í miklum ríkisafskiptum.
Kommarnir
Sama er uppi á teningnum í kvótaumræðunnni. Vinstri grænir vilja aftengja þann markað sem orðið hefur til í greininni og hefur aukið fiskveiðiarðinn gríðarlega. Þeir ætla að deila gæðunum út handvirkt til þeirra sem Þeir, Vinstri grænir telja best að hafi kvótann. Ég skora á alla að kynna sér útdeilingu á byggðakvóta í dag. Engin sátt er um þessa pólitísku útdeilingu og ekki er hún hagkvæm eða skilvirk. Þeir sem fá kvótann eru skikkaðir til að landa honum í heimabyggð en þeir selja eða landa eigin kvóta annars staðar í staðinn.
Kratar
Einhver staðar þarna á milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna eru Kratarnir. Nokkurn veginn þar Mills byrjaði á blönduðu hagkerfi. Þeir eru auðhyggjumenn og telja að hagkerfið eigi að vera afskiptalaust við öflun gæða en vilja pólitísk afskipti af útdeilingu þeirra. Í kvótaumræðunni gerir þetta flokkinn mjög tvístígandi en kvótasetning með frjálsu framsali er mikilvægastur til að lágmarka afskipti ríkisins af greininni. Hinsvegar er auðlindagjald að sjálfsögðu málefni Krata, eins og skattlagning yfir höfuð er.
Framsóknarmenn er ekki hægt að staðsetja í þessu umhverfi enda eru þeir eins og kameljón. Skipta litum og breyta eftir geðþótta stjórnenda flokksins. Ef til vill eru þeir að takast á við breytingar samtímans og eru því ekki bundnir við eitt né neitt. En töluvert óöryggi hlýtur það að vera fyrir kjósendur.
Stefnuskrá Sjálfstæðismann tryggir ákveðið öryggi fyrir flokksmenn. Ítrekað heyrði ég það í stefnumótunarræðum á Landsfundi að þetta eða hitt væri ekki hægt þar sem það félli ekki að stefnuskrá flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er góður flokkur en óskaplega verður tónninn falskur þegar kemur að landbúnaðarumræðu. Kannski hann ætti að fara í ríkisstjórn með Krötum sem gætu komið flokknum upp á sporið í þeirri villu. Ekki myndu Vinstri grænir gera það miðað við kostningastefnuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2007 kl. 09:35 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.