15.4.2007 | 18:23
Af Landsfundinum skuluð þið þekkja þá

Bloggari er nýkominn af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mikið óskaplega er hann ánægður með flokkinn sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Frá fimmtudegi til sunnudags koma saman á annað þúsund fulltrúar frá öllu landinu, úr öllum starfstéttum og af báðum kynjum, til að takast á við stefnumál flokksins. Það sem bindur þetta fólk saman er Sjálfstæðisstefnan. Trúin á einstaklingsframtakið og frelsið með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins.
Þátttaka í Landsfundi er ævintýri. Það er alveg með ólíkindum hvað hinn almenni félagsmaður getur áorkað og haft áhrif á flokk sem hefur í kringum 40% kjörfylgi í Alþingiskostningum. Þar er tekist hressilega á í nefndarstörfum hinna ýmissa málaflokka þar sem tillaga að stefnu er síðan lögð fram fyrir stóra fundinn í Laugardagshöllinni. Þar geta enn veður skipst í lofti og stefnan tekið breytingum. Það sást greinilega bæði á laugardagseftirmiðdaginn og á sunnudagsmorgun. Þetta er ótrúlega merkilegt starf og óhætt að segja lýðræðisleg vinnubrögð. Ég er stoltur af því að vera í Sjálfstæðisflokknum.
Bloggari sinnti aðalega tveimur málaflokkum, samgöngumálum og umhverfismálum. Hvortveggja virðast vera mál málanna í næstu kosningum en gerir aðra málaflokka ekki ómerkilegri fyrir því. Hart var tekist á í báðum málaflokkunum og margir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir meirihluta. Meðal annars bloggari sem ekki náði öllum sínum sjónarmiðum fram. Að sjálfsögðu ekki. Stjórnmál eru málamiðlanir en ákvarðanir eru þó teknar á grunni stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Bloggari var að horfa á sjónvarpsfréttirnar á laugardagskvöldið. Fyrst var sýnt af fundi Samfylkingarinnar úr Egilshöll. Það vakti athygli hvað létt var yfir fundinum og greinilegt að fundarmenn skemmtu sér vel. Mikið um gamanmál og svo var fundurinn byrjaður að dansa undir ljúfum tónum frá Baggalút. Þetta var einhvern vegin ólíkt okkar fundi sem sýnt var frá í næsta fréttaskoti. Fólk í þungum þönkum og blaðastaflar á borðum, ólíkt hjá Samfylkingunni þar sem borðin voru hrein og fín með kaffibollum og rauðvínsglösum. Í Laugardalshöllinni var greinilega alvaran við völd en gleðin í Egilshöll.
Bloggari velti fyrir sér hvernig stæði á þessu. Hans niðurstaða er sú að Samfylkingarfólkinu hafi ekki verið íþyngt með vinnu við stefnumótun. Sennilega hefur forysta Samflykingarinnar séð um stefnumótunina og leyft fulltrúum á landsfundi að skemmta sér. Það er mjög ánægjulegt en ekki lýðræðislegt. Sennilega hefur enginn annar stjórnmálaflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn getu til að standa að starfi eins og Landsfundur er. Til hamingju Sjálfstæðismenn. Þetta er góður flokkur.
Að lokum er rétt að geta þess að fulltrúi Vestfirðinga, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem Ísfirðingar og Bolvíkingar hvöttu til framboðs í miðstjórn, fékk mjög góða kostningu, eða rúm 66% og var með næst flest atkvæði. Unnur Brá Konráðsdóttir náði kjöri en hún hefur ávallt notið stuðnings Vestfirðinga. Hnífsdælingurinn Áslaug María Friðriksdóttir fékk einnig góða kostningu og eru þær þrjár í hópi átta kvenna af ellefu manns sem skipa miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það er því góður meirihluti kvenna í æðstu stofnun Sjálfstæðismanna. Það eru góðar fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður fær æluna bara upp í háls!
Guðmundur Þór Magnússon, 15.4.2007 kl. 18:34
Já það er gaman að sjá að fólk lætur sig varða hluti, mér finnst að maður eigi að virða andstæðinga sína en þeir gefa manni þá ánægju á því að keppa við þá. flott hjá þér Gunni
Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 22:02
Ég geri athugasemd við eina fullyrðingu hjá þér sérstaklega:"ólíkt hjá Samfylkingunni þar sem borðin voru hrein og fín með kaffibollum og rauðvínsglösum". Þetta er rangt hjá þér - það voru ekki rauðvínsglös þarna.
Hins vegar er hægt að blanda saman gleði og alvöru og það tókst Samfylkingunni svo sannarlega um helgina. Vonandi gátu Sjálfsstæðismenn skemmt sér líka. Ég sé ekki betur en þær ályktanir sem fyrir fund sjálfsstæðiflokksins lágu fyrir og fóru lítið breyttar í gegnum fundinn - hverjir sömdu drög að álytkunum?
Eggert Hjelm Herbertsson, 17.4.2007 kl. 10:53
Blessaður Eggert. Ég byðst forláts en taldi víst miðað við gleðina að rauðvín hefði verið þarna. Ég vona að þetta hafi verið eina staðreyndavillan í pistlinum.
Gunnar Þórðarson, 19.4.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.