10.4.2007 | 22:08
Sjávarbyggðir og kvótinn

Það er vinsælt í dag að kenna kvótakerfinu um fækkun íbúa á landsbyggðinni og flóttann mikla á mölina í kringum Reykjavík. Menn tengja saman setningu laga um kvótakerfið upp úr 1980 og segja að fólksflótti úr sjávarbyggðum hafi byrjað þá. Þetta er endemis rugl og stenst enga vísindalega skoðun. Það væri alveg eins hægt að fullyrða að aukning í háskólanámi ungs fólks sé orsökin þar sem svipuð leitni er þar á milli.
Sannleikurinn er að þessi þróun byrjaði miklu fyrr eða upp úr lokum fimmta áratugar síðustu aldar. Fækkun í sjávarbyggðum á Vestfjörðum, norðurlandi og Austfjörðum hefur verið ákveðin frá þeim tíma, fyrir utan stutta uppsveiflu í lok áttunda áratugarins sem fylgdi í kjölfar skuttogaravæðingar. Því miður var sú uppbygging byggð á sandi þar sem ofveiði í þorski var þegar komin á alvarlegt stig og kostnaður og óskilvirkni sjávarútvegs var að sliga þjóðarbúið. Neyðarástand blasti við um 1978 sem kallaði á aðgerðir til að gera veiðar Íslendinga arðbærar og koma í veg fyrir óstjórn í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.
Í rauninni má segja að uppbygging þessara byggða hafi byrjað með siglingum sem hófust af krafti í byrjun síðustu aldar. Allt í einu voru smábæir sem áður voru einangraðir og girtir háum fjöllum, komnir í alfara leið og byggðust upp sem þjónustumiðstöðvar vegna góðrar hafnaraðstöðu. Vegurinn mikli, hafið, opnaðist fyrir þessum bæjum sem byggðust hratt upp með framleiðslu og útflutningi. Íslenska þjóðin eyddi á tímabili allt að 3% af vergri þjóðarframleiðslu til að niðurgreiða skipaflutninga. En hver var þá óvinurinn sem stöðvaði þessa sigurgöngu sjávarbyggðanna?
Það voru akvegir sem byrjað var að byggja á Íslandi upp úr fimmta áratug síðustu aldar. Siglufjörður sem lá vel við siglingum til staða við Eyjafjörð var með þrjú þúsund íbúa upp úr 1940. Með bættum vegasamgöngum við Eyjafjörð byrjaði byggðinni þegar að hnigna og var íbúatalan komin niður fyrir 2000 þegar kvótakerfið var sett á. Þrátt fyrir góða kvótastöðu hefur íbúum Siglufjarðar áfram fækkað og eru þeir komnir niður fyrir 1300 í dag. Á Ísafirði varð uppsveifla við skuttogaravæðingu en íbúum hefur fækkað að öðru leiti þar, hraðar en þörf á vinnuafli við sjávarútveg hefur gert. Er svo komið að flytja hefur þurft inn útlendinga til að starfa við sjávarútveg og nokkuð ljóst að hann væri ekki til í þeirri mynd sem hann er ef við hefðum ekki þennan starfskraft. Ekki væri hægt að manna fiskibáta og útlit er fyrir að mennta þurfi Pólverja í skipstjórnarfræðum til að taka við stjórn þeirra. Slíkt er áhugaleysi heimamanna fyrir sjómennsku.
Þetta er kallað hægindastólahagfræði þegar menn halla sér afturábak og komast að niðurstöðu án þess að skoða málin. Það er ólíklegt að nokkur komist að réttri niðurstöðu með jafn óvísindalegum aðferðum og notaðar eru í málflutningi um kvótakerfið. Kannski eru vísindi bara bull. Þá þurfum við ekki háskóla á Ísafjörð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.