9.4.2007 | 11:23
Einar Oddur og sannleikurinn

Bloggara hefur orðið tíðrætt um barlóm og bölmóð okkar Vestfirðinga undanfarið. Að hluta til er ástæðunnar eflaust að leita í þeirri þörf mannsins til að finna blóraböggul. Vita hver óvinurinn er og bölva honum í sand og ösku. Óvinur Vestfirðinga er ekki svo áþreifanlegur og ekki ljóst hversvegna okkur fækkar og hagkerfið okkar gengur afturábak.
Nýlega ræddi bloggari við bæjarráðsmann í Bolungarvík sem fullyrti að jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur væri bara blöff og sett fram til að ná í atkvæði fyrir komandi kosningar. Bloggara var brugðið og sagðist vilja athuga þetta mál sem hann gerði. Sem betur fer var ekkert að marka bölmóðinn í bæjarráðsmanninum en hvers vegna gera menn þetta? Tala þvert gegn betri vitund og tala niður mestu samgöngubætur sem Bolvíkingar hafa fengið fyrr og síðar.
Bloggari var nýlega staddur á Patreksfirði í fjölmennum kaffisal. Sunnanmenn voru sammála um að stjórnmálamenn bæru okkur norðanmenn á höndum sér en þeir fengju aldrei neitt. Þegar nánar var farið ofan í málin voru menn sammála um að væntanlegar vegabætur fyrir suðursvæði Vestfjarða væru gríðarlega mikilvægar. Bæði fyrir framleiðslu fiskvinnslustöðva, sem í auknum mæli eru fluttar ferskar beint á markað og þurfa því góðar vegasamgöngur við Keflavíkurvöll, og allan almenning.
Bloggari hefur áður minnst á frægan fund í Hömrum þar sem flestir frummælendur reyndu að sannfæra fundargesti að allt væri að fara til fjandans. Ég rakst á nýlegt blogg frá framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða það sem ástandinu var einmitt lýst þannig og til að leggja áherslu á málflutning hafði hún (framkvæmdastjórinn) klippt Vestfjarðakjálkann í burtu af Íslandskortinu og talar um eyðileggingaröfl. Búið að fleygja óværunni þannig að aðrir landsmenn gætu þá andað léttar.
Mér hefur fundist á þessu fólki að það hafi fundið óvininn. Birtingamynd hans er Sjálfstæðisflokkurinn og illir fulltrúar hans á þingi og í ríkisstjórn. Þrátt fyrir að aldrei hafi verið lagt í annað eins í Íslandsögunni í vegabætur fyrir fjórðunginn þá er ekki talað um það en hinsvegar er það á hreinu hverjum er um að kenna það sem miður fer hér. Þau hafa fundið sannleikann.
Bloggara fannst ræða Einars Odds Kristjánssonar við opnun kosningaskrifstofu D listans á norðanverðum Vestfjörðum frábær. Einar sagði að Sjálfstæðismenn vildu fá þakkir fyrir það sem þeir hefðu gert vel undanfarin 16 ár. Íslenskt samfélag hefur skotist upp á stjörnuhiminn í nánast öllum viðmiðunum sem við viljum nota. Efnahagslega, lýðræðislega, minnsta spillingin, mestur launajöfnuður og svo framvegis. En Einar bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn bæri líka ábyrgð á því sem hefði mistekist. Hann sagði jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn væri eina aflið í íslenskum stjórnmálum sem hægt væri að treysta. Sjálfstæðisflokkurinn væri ábyrgt stjórnmálaafl.
Bloggari tekur undir þessi orð Einars Odds. Við eigum ekki að hika við að viðurkenna það sem okkur hefur mistekist og lagfæra það sem betur má fara. Við eigum að tala beint út um hlutina af hreinskilni og heiðarleika. Ekki að hika við að viðurkenna mistök, enda það gert til að laga kúrsinn þar sem þörf er á. Hafi eitthvað mistekist í stjórnun efnahagsmála sem komið hefur okkur Vestfirðingum illa er rétt að skoða það. En við verðum að leita á réttum stöðum og ekki stökkva á það fyrsta sem við finnum, jafnvel þó sumum hugnist það í þröngum flokkspólitískum tilgangi.
Fyrir þá sem eru í vafa er rétt að benda á nýjasta hefti Ský, sem dreift er í flugvélum Flugfélags Íslands. Þar er grein um fjórar vinstristjórnir sem verið hafa við völd á Íslandi. Vinstri stjórn er ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Allar þessar stjórnir hrökkluðust frá völdum og skildu allt eftir í kalda koli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki, ég hef alltaf haft fullatrú á Vestfirskusamfélagi. Hitt er annað mál að það er kannski satt sem er sagt fyrir sunnan að Vestfirðingar eru Vestfirðingum verstir. Ég hef stutt sjallana með ráði undanfarinn ár og geri líklega áfram, það er samt sorglegt en satt að sá uppgangur sem hefur verið á íslandi hefur ekki mikið skilað sér vestur eða í N-vestur kjördæmið. Því þarf að breyta og ég vona að þú ert sammála mér í því. Vegabætur sem við erum að fá eiga auðvita að vera löngu komnar, það er skoðunn sem ég fer aldrei af djúpvegur og vegur á milli norðursvæðis og suðursvæðis vestfjarða er búinn að vera skammalega lengi á leiðinni. en það eru s.s ekki einu vegirnir sem eru slæmi á Íslandi. Við erum búnir að vera útundan undanfarinn ár þó að landið standi betur þá standa vestfirðir verr en þeir gerðu fyrir 20 árum.
Gunnar Pétur Garðarsson, 9.4.2007 kl. 19:43
Ég get verið sammála með bölmóðinn að vissu leiti maður verður bara að reyna að leiða hann hjá sér og horfa fram á veginn ... björtum augum
kveðja
Skafti Elíasson, 10.4.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.