5.4.2007 | 20:45
Kratar og frelsið
Skrif mín af fundi Gufuklúbbsins virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum og viðbrögðin ratað í fréttablað okkar Ísfirðinga. Höfundur bloggsins ætlar ekki að biðjast afsökunar á umræddum fundi, boðun hans eða efni. Það er svo einfalt að í lýðræðisþjóðfélagi geta hverjir sem er hitst, skipst á skoðunum og jafnvel bloggað um það. Það kemur bara engum við og öllum ávirðingum og tilætlun um eitt og annað er vísað til föðurhúsanna. Það eina sem undirritaður vill biðjast afsökunar á varðandi umfjöllun um Samfylkingarfundinn í Hömrum er að hafa ekki dregið nafn Þorleifs Ágústssonar út fyrir umræðuna.
Umfjöllun um fundinn í krónni var reyndar sett fram í gamansömum tón þar sem bloggari var alls ekki að taka sig of alvarlega, en húmorminn hefur ekki náð í gegn hjá öllum. Venjulega er ég að fjalla um graf alvarleg mál og því gott að geta slegið á létta strengi við og við.
Skrif Benedikts Bjarnasonar í B.B. um bloggfærslu mína af fundinum minnir mig svolítið á pólitík Samfylkingarinnar undanfarin ár sem hefur verið sorgleg og einkennst af blekkingum og málefnaleysi. Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með flokki sem stendur okkur Sjálfstæðismönnum svo nærri í pólitískum grundvelli, koðna niður og tapa tiltrú almennings. Í mínum huga væri besta niðurstaða að vinna með flokki sem stendur fyrir frelsi og auðhyggju (kapítalisma) og ágreiningurinn snýst aðeins um hversu mikil völd stjórnmálamenn eiga að hafa.
Hér á bloggsíðunni er umfjöllun um hagfræðinginn og fagurkerann John Maynard Keynes og 70 ára afmælis útkomu ritgerðar hans ,, Almennu kenningarinnar um atvinnu, vexti og peninga" Í mínum huga er Keynes upphafsmaður kratismans og var reyndar einn af stofnendum Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Keynes var eindreginn stuðningsmaður auðhyggju og taldi sig vera bjargvætt hennar með útgáfu ritsins. Almenna kenningin er talin vera áhrifamesta útgáfa síðustu aldar og varð til þess að umbreyta heiminum. Keynes taldi að frjálshyggjan væri kominn út á hála braut og myndi með sama áframhaldi tortíma auðhyggjunni, sem er undirstaða velmegunar Vesturlanda.
Keynes trúði á markaðshyggjuna þegar kemur að því að framleiða, en vildi völd stjórnmálamanna meiri þegar kom að því að útdeila gæðum. Þetta er kallað blandað hagkerfi og flest lýðræðisríki tóku margar af hugmyndum hans upp í þeirri góðu trú að slíkt myndi bæta lífsgæði almennings. Helstu gagnrýnendur á kenningar hans voru starfsbræður hans Milton Friedman og vinur hans Fredrik Hayek. Því má bæta við að Hayek heimsótti Vestfirði og var gestur Einars Kristins og fjölskyldu hans í Bolungarvík
Ég er sannfærður um að ein besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft var ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Krata frá 1991 til 1995. Breytingar á hagkerfinu með auknu frelsi og samningnum um Evrópskt efnahagsvæði er undirstaða velmegunar okkar í dag. Þarna voru tveir flokkar að vinna saman með svipaða hugsjónir en þó þennan grundvallar mun á því hvernig útdeila á gæðum. Pólitískt eða láta markaðinn um það. Kannski var það þessi ágreiningur sem kom í veg fyrir lengara samstarf að Davíð Oddson vildi minnka völd stjórnmálamanna en Kratar vildu auka þau.
Því miður eru Kratar ekki líklegir til stórverka í dag. Málefnalega fátækir og nota Gróusögur og blekkingar í stað uppbyggingar. Vandræðagangur þeirra endurspeglast í skrifum Benedikts um króarfund góðra félaga sem njóta lífsins um leið og þeir reyna að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið sitt.
Slóð inn á grein Benedikts: http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=99027
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.