13.3.2015 | 08:33
Munaðarlaus í stjórnmálum
Slit á viðræðum við ESB
Það fylgir því tómleikatilfinning að finna sig ekki lengur heima í Sjálfstæðisflokkum, eftir 45 ára þátttöku, og eins og að verða munaðarlaus. Nú hafa öfgahóparnir algerlega náð völdum og rekið smiðhöggið í að losna við frjálslynda frjálshyggjumenn eins og mig úr flokkunum.
Bjarni sagði í sjónvarpi í gær að engu skipti hvort umsóknin væri dauð eða steindauð. Ef svo er þá hefði hann átt að láta málið liggja kyrrt. Stóri munurinn þarna á milli liggja í því að með því að loka endanlega á umsóknarferlið verður það ekki hafið aftur nema með þinglegri ákvörðun allra ESB ríkjanna. Það er meiriháttar mál og má segja að með þessu hafi þjóðernissinnar lokað á inngöngu í náinni framtíð, jafnvel þó þjóðin vildi það!
Miðað við þau stóru átakamál sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir er þetta svona eins og maður sem sundríður straumharða jökulá; tvísýnt er hvor hinum bakkanum er náð og allt lagt undir vegferðina. Þegar komið er yfir út í harðasta strauminn byrjar hann að berja á hestinum og skamma hann fyrir gamlar syndir, þó svo að það geti orðið báðum að fjörtjóni.
Miðað við ástandið í efnahagsmálum Íslendinga í dag er óskiljanlegt að hefja þau átök sem fylgir endanlegri lokun á viðræður við ESB. Margt orkar tvímælis um inngöngu eins og málum er háttað í Evrópu í dag, en ekkert réttlætir þó að útiloka enn valkostinn til að bæta lífskjör á Íslandi. Við erum að fást við risavaxin mál þessa dagana og óskiljanlegt að hefja þessi átök við þjóðina, og marga sjálfstæðismenn.
Markaðsbúskap eða pólitíska fyrirgreiðslu
Sem sjálfstæðismaður trúi ég á markaðshagkerfi og frelsi einstaklingisins. Ég er algerlega á móti pólitískum aðgerðum þar sem gengið er á hag margra til að tryggja hag fárra. Reyndar trúði ég því að þetta væri inngreypt í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að losa um gjaldeyrishöftin, sem er hættuleg aðgerð og nauðsynlegt að hafa sem flesta með í stökkinu þegar það er tekið. Ríkisvaldið er með yfir 60% af íslenskum lánamakaði og það ásamt krónunni kostar um 2-3% hærri vaxtamun en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Íslenska króna kostar okkur yfir 100 milljarða á ári, miðað við skýrslu Seðlabankans um peningamál, og engin sýn að það muni breytast. Íslendingur sem tekur íbúðarlán til langs tíma greiðir því íbúðina sína tvisvar miða við sænskan nágranna sinn. Bakbeinið í ESB er markaðshagkerfi og samkeppni, hvortveggja sem mikill skortur er á á Íslandi. Hér er umræðan þannig að verðlag byggi á góðvild kaupmannsins en ekki samkeppni. Ríkið er á fullu á samkeppnismarkaði og mest munar þar um Íbúðalánasjóð sem einn og sér heldur uppi hluta af háum vaxtamun ásamt stórkostlegum meðgjöfum úr ríkissjóð.
Bjarni var ekki trúverðugur í gær og reyndi ítrekað að sveigja hjá að hann er eð ganga bak orða sinna við mig sem kjósanda flokksins. Hann reiknar með að 80% af þjóðinni séu kjánar og fullyrti að ekkert hefði komið útúr samningaferlinu við ESB. Sannleikurinn er að búið var að loka flestum köflum nema landbúnaði og sjávarútveg. Hvað landbúnaðinn varðar er ekki hægt að gera verr en staðan er í dag og allir samningar við ESB mun bæta lífskjör á Íslandi. Hvað sjávarútvegsmálin varðar þá hef ég sett mig vel inn í þau mál og vel mögulegt að semja um málaflokkinn. Hefði það ekki tekist hefði samningur aldrei verið samþykktur hvort sem er.
Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með umræðum andstæðinga þessara viðræðna og lítið verið um rök og málefnalega umræðu. Hæst stendur í þessari umærðu Staksteinar, sem eru skrifaðir eins og höfundur gangi ekki heill til skógar, slíkir öfgar og öfugmæli hafa leitað á þær síður. Helst mætti skilja að Evrópuþjóðir væru okkar helstu óvinir og betra að halla sér að Rússlandi og Kína.
Pólitískur ómöguleiki
En hvert leita pólitískir utangarðsmenn eins og ég? Á ég þá hvergi heima? Er það svo að frelsi, markaðshagkerfi og samkeppni eigi ekki hljómgrunn í íslenskri pólitík. Nokkuð sem er undirstaða velmegunar í vestrænum ríkjum. Framsóknarflokkurinn er ómögulegur samstarfsflokkur en það er Samfylkingin líka. Flokkur sem gengur gegn grundavallar atriðum til að halda uppi öflugri verðmætasköpun á Íslandi á ekki að hafa völd. En vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga þá leið? Flokkurinn er ekki að hugsa um þjóðahag þessa dagana og allt annað sem býr undir þessari gerræðislegu ákvörðun. Flest allt ungt fólk á hægri væng stjórnmálanna sem ég hef rætt við er því sammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rugl er á þér, Gunnar. Að leggja okkur inn í Evrópusambandið, gefa því æðstu völd í okkar löggjafarmálum og fá o,06% atkvæðavægi sjálfir í ráðherraráði þess og leiðtogaráðinu, það er vitaskuld hnífsstunga gegn íslenzku sjálfstæði og því í beinni mótsögn við nafn þessa flokks, sem við báðir vorum í, en ég yfirgaf vegna svika hans í Icesave-málinu; þú hélzt áfram og vilt nú yfirgefa fleyið vegna einstakrar ósjálfstæðislöngunar þinnar, og gerðu það þá bara, so what ?!
En segðu engum að við sköpum engin verðmæti með okkar krónu hér. Sveigjanleiki hennar hefur stóraukið útfutningstekjur og þjónustutekjur vegna rlendra ferðamanna. Góður maður ritaði hér eftir miðnættið:
Allt hófst þetta nú á því að menn töldu krónuna ónýta og vildu aðra mynt. Annað hefur komið í ljos og ekki nema handfylli vitskertra manna sem heldur opinni þeirri hugmynd. Aðallega á ystu jöðrum bloggheima. Krónan reyndist okkar traustasta land í þessu öllu þegar upp var staðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 00:58
Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 01:52
--- Við eigum marga góða eins og J.St.R.hreint ómetanlega.--Það er fáum gefið að sjá fram í tímann og afar andstyggilegt að skamma hest fyrir gamlar syndir.Hagfræðingar heimsins brenna stundum af og svíður það líklega,en það eru duldir kraftar fólgnir í eðlislund landans.Það verkar á nikkelið sem veltist í vinnulúnum lúkum Íslendingsins,þess sem elakar landið.
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2015 kl. 03:06
leiðrétt,,elskar landið.
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2015 kl. 03:08
Held að það séu margir munaðarlausir í íslenskum stjórnmálum í dag. Varðandi sjálfstæðisflokkinn þá blasir við töngu tímabær klofningur hans, þar sem þeir sem hinn almenni og heiðarlegi sjálstæðismaður sem styður markaðshagkerfið ásamt frelsi einstaklingsins, segir skilið við bitru gamalmennin og fylgismenn þeirra sem gráta kalda stríðið og lifa fyrir völd og hagsmunatengsl.
Ég held að hófsamur evrópusinnaður hægriflokkur gæti átt sér verulegan hljómgrunn. Hann mundi klárlega hirða fylgi af samfó og BF (lausafylgi sem hrakist hefur frá D).
Af þeim flokkum sem til eru í dag er sennilega einungis hægt að setja einhverja plúsa við pírata. Margir afskrifa þá strax sem vinstriflokk en það er misskilningur.
Haraldur Rafn Ingvason, 15.3.2015 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.