31.3.2007 | 09:55
Fundur Gufuklúbbsins

Gufuklúbburinn er þjóðmálafélag sem heldur fundi sína einu sinni í viku, tíu mánuði á ári. Fátt er félagsskapnum óskylt en stjórnmál er ofarlega á baugi á hverjum fundi, þó hópurinn sé í sjálfu sér ópólitískur. Eftir sunnudagsfund Samfylkingarinnar um daginn, sem haldin var í Hömrum undir yfirskriftinni ,,Lifi Vestfirðir" var nokkrum úr hópnum nóg boðið. Fátt jákvætt kom fram á þeim fundi og gekk höfundur þessa pistils þungstígur heim eftir hann, fullur svarsýni og vantrú á samfélagið sitt. Sérstaklega var sárt á umræddum fundi þegar einn frumælandi sagði með mikilli áherslu ,,Það er allt að fara til fjandans" undir dúndrandi lófaklappi áheyranda.
Mér varð hugsað til þess hvernig umræddur ræðumaður (kona) myndi bregðast við ef hún fyndi Aladin lampa, og eftir að hafa strokið hann varlega og andinn kæmi út og segði ,,Þú getur fengið eina ósk fyrir að láta mig lausan" Ég er sannfærður um að ræðumaðurinn, miðað við boðskapin á fundinum myndi svara þessu svona ,,Kæri andi, sjáðu til þess að allt sé nú örugglega að fara til fjandans fyrir Vestan"
Gufuklúbburinn brást við þessari sameinuðu fylkingu með því að boða til síns eigin fundar. Sá var haldin í krónni hans Þorsteins Jóhannessonar niður á Sundahöfn. Boðið var upp á bjór og harðfisk og logaði á kertum við langborð. Til fundarins var boðið með óábyrgum hætti, en gætt þess að hann væri ekki of litaður af einum stjórnmálaflokk. Fundarmenn voru um 27 og ræddu um möguleika samfélagsins og hvað þyrfti að gera til að bæta stöðu Vestfjarða. Ólíkt fyrri fundi í Hömrum lyftu fundarmenn umræðunni yfir pólitískt argaþras.
Sjávarútvegsráðherra, einn af meðlimum Gufuklúbbsins, mætti á fundinn til að koma boðskapnum að ríkisstjórnarborðinu, þar sem pólitískar ákvarðanir eru teknar. Rétt er að taka því fram að kynjahlutfall var nokkuð jafnt á fundinum, þó því sé alls ekki til að dreifa í Gufuklúbbnum.
Niðurstaða fundarins var skýr og skilaboðin til ríkisstjórnarinnar beinskeytt og ákveðin. Fundarmenn, sem spönnuðu allt frá því að vera Kúbukommar til frjálshyggjumanna, höfðu fulla trú á Vestfisku samfélagi og ætla ekki að láta deigan síga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 11:00 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Gætir þú sent mér vefpóst á vestfirdir@gusti.is ?
Kærar þakkir,
Ágúst Atlason
Vestfirðir, 31.3.2007 kl. 10:31
Forvitnilegur fundur og vonandi árangursríkur. Fáum við að sjá þessi skýru, beinskeyttu og ákveðnu skilaboð á prenti?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.4.2007 kl. 15:08
Sæll, ég veit nú ekki til þess að ég hafi verið með pólítískt argaþras í Hömrum. Sá fundur var öllum opinn.
Þorleifur Ágústsson, 5.4.2007 kl. 11:58
Ég vil byrja á að byðja Þorleif afsökunar á að hafa setta hann undir sama hatt og aðra frumælendur á fundinum i Hömrum. Það á hann ekki skilið enda kom hann með góðar tillögur, fullur bjartsýni og tiltrú á okkar samfélag. Ég tek ofan fyrir þér Þorleifur fyrir þitt innlegg á umræddum fundi.
Varðandi beinskeyttu ákveðnu skilaboðin þá verða þau ekki birt á prenti. En þau voru góð til að brýna fulltrúa okkar Ísfirðinga og Bolvíkinga, Einar Kristinn, til dáða. Ég tel að það sé oft erfitt hlutskipti að berjast fyrir okkar hag og nauðsynlegt að finna fyrir baklandi í slíku vopnaskaki. Á þessum fundi var aldrei minnst á flokkspólitík eða fraboðsmál. Umræðunni var lyft yfir dægurþras pólitísks argaþras, eins og fram kemur í blogginu.
Gunnar Þórðarson, 5.4.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.