21.3.2007 | 17:41
Réttlæti og ábyrgð

Réttur og ábyrgð
Tvennt hefur vakið sérstaka athygli mína í umræðum á undanförnum vikum. Annars vegar þegar því er haldið fram að einhver eigi rétt á hinu eða þessu og hinsvegar þegar talað er um ábyrgð stjórnmálamanna.
Það sé réttur okkar til að búa á einhverjum tilteknum stað og það sé hlutverk ríkis eða sveitarstjórnar að sjá til þess að við njótum allra þeirra lystisemda sem nútímasamfélagið býður upp á, hvar sem okkur dettur í hug að búa. Ég er að velta því fyrir mér hvaðan þessi réttur sé kominn og hvernig hann hafi orðið til. Hversu langt nær hann? Er hann bundinn við Íslenska landhelgi eða Evrópskt efnahagsvæði? Hefur Pólverji sem kemur til landsins þennan sama rétt eða er hann bundinn við íslenskt ríkisfang. Ekki getur þessi réttur verið meðfæddur þar sem allir jarðarbúar ættu þá að fæðast með sama rétt. Rétturinn hlýtur því að vera bundinn við að fæðast á Íslandi.
Í hinn staðinn er mikið talað um ábyrgð stjórnmálamanna og yfirvalda. einhver sagði að stjórnvöldum væri ekki að mestu kennt um stöðu byggðar á Vestfjörðum, heldur alfarið. Við sem einstaklingar berum því enga ábyrgð á okkur þar sem stjórnmálamenn eiga alfarið að sjá um það.
Stjórnmálin
Í mínum huga kjósum við einstaklinga á þing til að setja okkur lög. Það eru síðan þingmenn sem koma sér saman um ríkisstjórn sem er framkvæmdavaldið. Dómstólar sjá síðan um að skera úr álitamálum sem upp kunna að koma í túlkunum á lögum. Megin tilgangur ríkisvaldsins er að tryggja öryggi þegnanna, halda uppi lögum og reglum og tryggja almennar leikreglur í samfélaginu. Aðal málið er þó að þeir eru þarna fyrir okkur íbúana, en við ekki fyrir þá.
Fólk sem ákveðið hefur að byggja húsin sín í nábýli hver við annan kemur sér saman um stofnun sveitarfélags og kýs pólitíska fulltrúa til að fara með ákvörðunarvald. Vinna að sameiginlegum hagsmunum eins og vatnsveitu, grunnskóla vegagerð o.s.fr.
Þetta stagl um ábyrgð stjórnmálamanna minnir mig stundum á hefðarhyggju sem uppi var á miðöldum, fyrir tíð lýðræðis og frelsi einstaklingsins. Lýðurinn var undirgefinn yfirstéttinni sem tók vald sitt frá guði. Góðviljaður aðallinn hélt lífi í undirsátum, en ekkert meira en það. Það þurfti að svelta þessa ræfla til að þeir nenntu að vinna og þeir voru of heimskir til að læra.
Í dag sitja menn og nöldra yfir stöðu sinni og nú er stjórnmálamönnum kennt um sem eru þá komnir í stað aðalsins.
Íhaldsmenn
Það var ekki fyrr en með upplýsingaröldinni og komu frjálshyggjumanna sem trúðu á einstaklinginn og frelsi hans, að þetta fór að breytast. Mikilvægast var framtak Adam Smith sem skrifaði ritverkið ,,Auðlegð þjóðanna" og ruddi brautina fyrir frjálshyggju og auðhyggju, en íhaldsmenn eru þeir sem halda í þau gömlu og góðu gildi sem hann byggði á. Meðal annars lagði Adam Smith, sem var mikill mannvinur, áherslu á að allir fengju tækifæri til að læra, óháð efnahag. Hann sagði að samfélagið hefði ekki efni á að njóta ekki hugvits og framtaks fátæka mannsins.
Vissulega er réttlæti viðfangsefni stjórnmálanna. Ákveðin réttindi eru tryggð og ríkið jafnar stöðu manna með skatttekjum sem notaðar eru til að greiða ýmsa þjónustu. Reynt er að tryggja möguleika á menntun, heilsugæslu, lágmarks samgöngum o.s.fr. En ríkisvaldið getur ekki tryggt rekstur ákveðinna fyrirtækja eða komið í veg fyrir þróun.
Hnignun byggða
Hnignun landsbyggðarinnar byrjaði upp úr 1950 þegar bílaeign jókst og farið var út í vegagerð í stórum stíl. Á þessum tíma bjuggu 3000 mans á Siglufirði en bærinn lá vel við síldarmiðum og ekki síður við fraktskipum. Utanlega á Tröllaskaga en löng sigling var inn Eyjafjörð. Í dag búa tæplega 1500 mans á Siglufirði og fer fækkandi. Það er hægt að kenna stjórnmálamönnum um ef menn vilja finna blóraböggul, en ástæðan er þróun samgangna.
Staður eins og Ísafjörður getur átt möguleika ef þróun samgangna nær til bæjarins. Að samgöngur verði með þeim hætti að fólk almennt sætti sig við það. Eins má benda á nýja þróun sem eru þjóðvegir netsins. Allt bendir til að Ísfirðingar njóti réttlætis hvað það varðar og gæti bætt stöðu okkar í samkeppni um fólk.
Hvar viljum við búa
Það er hinsvegar fráleitt að kenna stjórnmálamönnum alfarið um hnignun byggða. Hvort heldur eru í landsmálum eða sveitarstjórnum. Þeir geta vissulega haft áhrif en önnur sterkari öfl eru að verki. Fólkið sjálft velur hvar það vill búa og spyr ekki stjórnmálamenn um það. Ef einhver telur hag sínum betur borgið í Reykjavík en á Ísafirði, þá hefur hann fullt leyfi til að flytja þangað. Sem betur fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 286685
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.