4.12.2014 | 14:44
Eigið fé í sjávarútvegi - Grein í Fiskifréttum 5. des 2014
Endurgjald til eiganda fyrirtækja
Á sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum tókust Daði Már Kristófersson og Steingrímur J. Sigfússon á um arðgreiðslur sjávarútvegfyrirtækja í tengslum við veiðigjöld. Sá síðarnefndi átti ekki orð yfir því að sum fyrirtæki greiddu hluthöfum hærri arð en veiðigjöld til ríkisins og taldi að þjóðin væri með því hlunnfarin. En er það svo og er eitthvað óeðlilegt við að greiða arð til hluthafa?
Í markaðshagkerfi þykir það eðlilegasta mál að hluthafar greiði sér arð af eign sinni. Ef það væri ekki myndu fáir fjárfesta í fyrirækjum og því erfitt um vik að fjármagna rekstur sem venjulega er fjármagnaður með hlutafé eða lánsfé, þar sem það fyrrnefnda er venjulega dýrara en það síðarnefnda. Eðlilega þar sem hluthafinn tekur meiri áhættu með því að leggja eigið hlutafé undir um að reksturinn gangi, en lánveitandi tryggir sig með veðum eða ábyrgðum. Þetta er reyndar grunnurinn að hlutafélagaforminu þar sem atvinnurekandi leggur hlutaféð undir en ber venjulega ekki ábyrgð umfram það. Enska heitið dregur einmitt dám af því eða takmörkuð ábyrgð (limited liability company) en þetta félagaform er eitt af grunnstoðum vestrænnar velmegunar.
Sjávarútvegur og markaðshagkerfi
Þar sem hlutaféð er dýrari kosturinn þarf að finna jafnvægi í því hversu mikið eigið fé fyrirtækja er, of lítið eigið fé gerir lánveitanda órólegan sem krefst þá hærri vaxta og of mikið eigið fé krefst meiri hagnaðar til að skila fjárfestum eðlilegu afgjaldi af eign sinni. Ekki er langt síðan N1 greiddi út háa arðgreiðslu til eiganda sinna, til að stilla þetta af, enda lánin ódýrari en hlutaféð. Í umræðu um arðgreiðslur í sjávarútveg þarf að líta til þess hvort greinin sem heild er að greiða óeðlilegar arðgreiðslur, en ekki tala um einstök félög í því samhengi.
En er sjávarútvegur eitthvað frábrugðinn öðrum rekstri? Á ekki að reka hann á markaðslegum forsendum? Er það þannig að veiðigjald eigi að vera það hátt að best reknu sjávarútvegsfyrirtækin geti ekki greitt hluthöfum endurgjald af eign sinni? Er líklegt að einhver vilji fjárfesta í slíkum rekstri? Miðað við umræðuna mætti skilja vilja vinstri manna til að stilla veiðigjöldin þannig að best reknu fyrirtækin skili litlum sem engum arði til eiganda sinna en verst reknu fyrirtækjunum verði tryggður rekstur. Hvernig er það hægt og hver er þá hvatinn fyrir fjárfesta að leggja fé sitt í sjávarútveg?
Markaðsbúskapur í sjávarútvegi
Stjórnmálamenn verða að svara þeirri spurningu hvort þeir vilja reka sjávarútveg á markaðslegum forsendum eða félagslegum. Það er reyndar með ólíkindum ef kratar á Íslandi tala fyrir slíkum sósíalisma og skera sig þá algerlega frá skoðanabræðrum sínum á hinum norðurlöndunum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum og nauðsynlegt að velja hvaða leið skuli farin, á ábyrgan hátt. Sú ákvörðun verður að byggja á því að hámarka heildarhag þjóðarinnar en ekki að snúast um hugmyndafræði eða lýðskrum.
Það eru til aðrar leiðir en sósíalismi til að dreifa fiskveiðiarði, ef það er rétt að kvótakerfið virki svo vel að um mikinn umframarð sé að ræða í greininni. Núverandi launakerfi sjómanna er einmitt gott dæmi um það,enda fer góð afkoma sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra mjög vel saman. Það er gott að sjómenn hafi góð laun, enda besta leiðin til að dreifa umframhagnaði. Annað gott ráð væri að skikka stærri sjávarútvegsfyrirtæki til að fara á markað. Þannig geta allir sem hafa borð fyrir báru keypt hlut í þeim á réttu verði. Það yrði kærkomið tækifæri fyrir lífeyrisjóði að ávaxta lífeyri okkar almennings með góðri afkomu sjávarútvegs og eðlilegum arðgreiðslum til hluthafa. Þessi fyriræki voru flest á markaði en einhverra hluta vegna drógu þau sig út. Annar kostur er við þessa leið er að fyrirtæki í kauphöll þurfa að birta opinberlega reikninga sína ársfjórðungslega sem eykur verulega gegnsæi í rekstri þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285747
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Í markaðshagkerfi þykir það eðlilegasta mál að hluthafar greiði sér arð af eign sinni.", það er nefnilega svo að sjávarútvegsfyrirtækin eiga EKKI kvótann.
Það er skoðun mín að vissulega eigi að greiða arð af fjérfestingu, en það ætti að greiða jafn háa leigu fyrir kvótann.
Ólafur Ingi Brandsson, 5.12.2014 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.