17.3.2007 | 19:11
Að takast á við breytingar

Ólína Þorvarðardóttir skrifaði góða grein í B,B. í síðustu viku um Háskóla á Ísafirði. Ólíkt bölmóðinum sem hefur dunið yfir okkur Ísfirðingum voru þar settar niður raunhæfar tillögur á jákvæðum nótum. Tillögur sem gefa okkur von um að ná vopnum okkar og takast á við þær breytingar sem eiga sér stað í samfélaginu.
Shiran Þórisson hefur sett fram hugmyndir um öflugan fjárfestingasjóð sem gæti orðið afl til að ýta undir nýsköpun og einstaklingsframtak á Vestfjörðum. Þær eru þess virði að kynna þær fyrir stjórnvöldum í viðræðum um framtíð Vestfjarða.
Miklir möguleikar gætu verið í veiðarfærarannsóknum og Ísfirðingar eru leiðandi á Íslandi í þorskeldi. Þorskeldi gæti margfaldast en mikil vinna liggur fyrir í þróun og rannsóknum í þeim efnum. Hugmyndir Shirans gætu skipt sköpum í að ryðja slíkri atvinnugrein braut og miklir möguleikar eru fólgnir í tengdum atvinnugreinum, eins og rannsóknum og þróun búnaðar. Þorleifur Ágústsson lét þá skoðun sína í ljós á borgarafundi um atvinnumál að tíu til tuttugu manns gætu haft atvinnu af rannsóknum tengdum fiskeldi á Ísafirði.
Ábyrgir aðilar hafa kosið að setja flutninga á oddinn í viðræðum við ríkisvaldið um framtíð Vestfjarða, og þá fyrst og fremst áætlanasiglingar með skipum. Þær hugmyndir byggja á veikum grunni og munu ekki koma Vestfirðingum til bjargar. Nemandi við Háskólann á Akureyri er að skrifa B.Sc. ritgerð um flutninga milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og hefur reynt að koma upplýsingum til þessara aðila á framfæri, en enginn áhugi er fyrir því. Það er búið að finna sannleikann og óþarfi að fá önnur sjónarmið inn í umræðuna.
Ef flutningkostnaður er sá baggi á heimilum og fyrirtækjum sem lagt er upp með í þessari umræðu þá hlýtur það að vera vandi á landsvísu, ekki sértækur vandi okkar Vestfirðinga. Umræða á þessum nótum hlýtur að fæla fólk frá að flytjast búferlum hingað vestur því að látið er að því liggja að flutningskostnaður hér sé hærri en annars staðar á landinu. Sú fullyrðing er ekki rétt.
Fyrir utan menntun og þekkingu eru samgöngur mikilvægastar fyrir Vestfirðinga. Ekki bara flutningar. Á meðan aksturvegalengd til höfuðborgarinnar er 525 km yfir vetrar tímann verður erfitt að fá fólk til að flytja til Ísafjarðar. Fólk með nauðsynlega þekkingu þarf til að byggja upp þróttmikið atvinnulíf. Án samgöngubóta mun ferðaþjónusta aldrei ná sér á strik, en sýnt hefur verið fram á bein tengsl milli vegalengdar frá Reykjavík og nýtingu á hótelum.
Undirritaður hefur reiknað út það hagræði sem væntanlegar samgöngubætur gætu skilað íbúum á norðanverðum Vestfjörðum. Sérstaklega munar um styttingu á meðal vegalengd, sem er 42 km, en einnig munar um að losna við erfiðustu kafla leiðarinnar í dag og þungatakmarkanir. Ennishálsinn er mesti farartálminn fyrir flutninga og vegurinn um Standir sá hættulegasti en leiðin mun ekki liggja þar um eftir september 2008. Beinn kostnaður við flutninga gæti lækkað um allt að 20%. Enginn áhugi er fyrir þessum staðreyndum hjá ábyrgum aðilum og sjá má í viðtölum í fjölmiðlum að væntanlegar vegabætur spari óverulega í flutningskostnaði.
Bætt stjórnsýsla gæti skilað Ísfirðingum verulegum hagsbótum. Að geta sinnt meiri þjónustu fyrir sama pening er gríðarlega mikilvægt. Auka framleiðni í stærstu skipulagsstofnun bæjarfélagsins er mikilvægt. Ísafjarðarbær ætti að ganga á undan öðrum með góðu framtaki í stjórnun og nýta sér menntun og þekkingu.
Öflugur háskóli og rannsóknasetur gæti verið sá grunnur sem nýtt samfélag á Ísafirði gæti byggt á. Þeir sem takast á við breytingar og aðlagast munu lifa af. Gömlu hugmyndirnar og bölmóðurinn munu ekki skila Vestfirðingum fram á veginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 286686
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.