Grein í Fiskifréttum okt. 2014

Glöggt er gestsaugað

Tilfinningar eða skynsemi

Oft tölum við um að glöggt sé gestsaugað, enda lyftir hann sér yfir bæjarþrasið og horfir meira hlutlægt á málin og lætur tilfinningar minna ráða afstöðu sinni. Þó oftar en ekki séu álit erlendra sérfræðinga umdeild á Íslandi, þá er rétt að taka mark á slíku og nota sem innlegg í umræðuna og ákvarðanatöku um hvernig við viljum haga málum með almannahag í huga.

Skýrsla OECD

Á bls. 77 í skýrslu OECD um umhverfismál sem kom út síðsumar, er fjallað um sjávarútveg á Íslandi. Það er athyglisvert hvaða augum sérfræðingar í París líta á Íslenskan sjávarútveg og þá sjávarútvegsstefnum sem hér er fylgt. Eftirfarandi er lausleg þýðing höfundar á hluta umfjöllunar og er birt á hans ábyrgð:

Sjávarútvegur er mikilvægur fyrir efnahag Íslands og skapar um 25% af verðmæti heildar útflutningi þjóðarinnar. Íslendingar hafa stýrt veiðum sínum á sjálfbæran hátt með hámörkun verðmætasköpunar sem markmið. Grunnurinn að árangri Íslendinga við stjórnun fiskveiða byggir á setningu heildarkvóta á leyfðan afla (TAC), og aflamarkskerfi með framseljanlegum kvóta (ITQ) , og er kjarninn í árangursríkri fiskveiðistjórnun Íslendinga. Heildarkvóti er byggður á vísindalegum grunni til að tryggja líffræðilega sjálfbærni veiða og hagkvæma veiðistofna.  Framseljanlega kvótakerfið tryggir veiðirétt sem er ígildi eignaréttar, sem ýtir undir hámörkun á verðmæti landaðs afla. Veiðimaður sem fær úthlutað tilteknu magni af afla reynir þannig að hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá fyrir hann. Þetta er ólíkt því sem víðast þekkist þar sem notast er við ólympískar veiðar þar sem skammtíma hagur ræður för og allri reyna að ná sem mestum afla á sem skemmstum tíma.

Í upphafi var kvóta úthlutað án endurgjalds en verðmæti hans hefur aukist í samræmi við þá auknu verðmætasköpun sem kerfið hefur skapað. Skynsamleg nýting fiskistofna hafa enn ýtt undir þessi verðmæti þar sem ódýrara er að nýta sterka veiðistofna sem gefur mun meira í aðra hönd, þ.e.a.s. eykur verðmætasköpun. Þrátt fyrir að margir vilji vinda ofanaf þessu „vandamáli" þá virðist fátt um „lausnir" fyrir stjórnvöld sem ekki myndu draga úr þeirri verðmætasköpun sem kerfið hefur skapað.

Veiðileyfagjald er þó ein leið til að sækja umframhagnað til greinarinnar, en það var sett á 2001, en því var umbylt 2012. Upphafleg hugmynd af veiðigjaldi var að ríkið endurheimti þann kostnað sem rekstur fiskveiðistjórnunarkerfis kallar á. Veiðileyfagjald er leiguskattur til að ná í þann umframhagnað sem myndast í sjávarútveg, munurinn á milli söluvirði og framleiðslukostnaði, að meðtöldum sanngjörnu afgjaldi af fjárfestingu. Þegar búið er að skilgreina veiðigjald á þorsígildistonn, er það sett á 65% af því gjaldi samkvæmt skilgreiningu lagana. Gert var ráð fyrir að gjaldið skilaði 9 milljörðum króna 2013, eða 0,5% af GDP.

Kerfið er í endurskoðun þar sem álagning gjaldsins ögrar afkomu greinarinnar og þessi aukna skattbyrði veldur áhyggjum, ekki síst hvernig hún leggst mismunandi á hinar ýmsu greinar sjávarútvegs. Það hefur sýnt sig að erfitt er að reikna út sanngjarnt veiðigjald en sérstök nefnd átti að ákveða þá upphæð.

Árið 2014 var gjaldið lækkað á botnfiskveiðar en bætt í á uppsjávarveiðum og vinnslu, sem hafa skilað betri afkomu. Hafa ber í huga að vel útfært veiðigjald getur verið góð skattlagningaleið og haft ýmsa efnahagslega yfirburði yfir aðra skattlagningu. Hinsvegar verður að varast að skattur eins og veiðigjald sé ekki svo hár, að hann valdi skaða á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jafnframt að verulegur hluti ávinnings af kvótakerfinu hefur þegar verið tekin út úr kerfinu með kvótasölu síðan 1984.

Umræða um sjávarútveg á Íslandi

Þetta er athyglisverð lesning og það er augljóst að umsóknaraðilar telja íslenska kvótakerfið vera hagkvæmt og hámarki verðmætasköpun í sjávarútveg. Ásamt skynsamlegri nýtingu sem byggir á ráðleggingum vísindamanna Hafró. Umræða margra stjórnmálamanna í gegnum tíðina um sjávarútveg á Íslandi hefur byggst á fjandskap og gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hvað gengur því ágæta fólki til?

Gunnar Þórðarson MSc í alþjóðaviðskiptum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Því miður hafa gestirnir ekki glöggt auga. Exel-vísindi Hafró standast ekki lífræðilega, í öllu eldi verður að vera til nægt fóður, annars dafna dýrin ekki eðlilega. Nú er farið að bera á að þorskur nær ekki þyngdarkúrfunni, sem bendir að of mikið er af fiski í sjónum og æti of lítið. Þetta gerðist líka þegar Bretinn hætti að veiða við Ísland 76. Þá fór fiskur að léttast vegna þess að smár þoskur um 160 þúsund tonn sem Bretar veiddu áður, komu inn í fóðurvistkerfið og þorskur fór að léttast. Hafró sagði ofveiði og reyndi að friða smáan fisk. Þetta er að gerast aftur núna, líklega veldur Makríll þar miklu um. Sjómenn sem komnir yfir miðjann aldur eru sammála að aldrei hafi verið eins auðvelt að veiða fisk sem nú. Hafró virðist ekki finna þetta magn eða geta ekki sveigt aukninguna að Exelskjalinu.

Í sambandi við veiðigjald er réttlátast að innheimta veiðigjald í gegnum fiskmarkaði bæði á ferskum fiski og frosnum, Eðlileg gjaldprósent gæti tengst styrivöxtum seðlabankans. Fiskvinsla tengd útgerð verður þá að vera hæstbjóðandi í þeirra fisk ef þær vilja standa við afhendingaöryggi við erlenda viðskiptavini.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.10.2014 kl. 09:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hættu þessu Hrafn. Greinar Gunnars Þórðarsonar byggja annars vegar á pólitísku trúarofstæki þar sem hagsmunir kennitalna eru teknir ofar hagsmunum þjóðar.

Hinsvegar byggja þær á þeim þráhyggjuvísndum fiskifræðinga að þótt reynslan sanni að vegferð uppbyggingar á fiskistofnum hafi snúist upp í andhverfu sína þá VERÐI kenningarnar að vera réttar og annað MEGI ekki viðurkenna.

Af því að þá væri grundvellinum kippt undan starfseminni og forstjóri Hafró ásamt fjölda manns yrði atvinnulaus.

Barentshafið....hvað?

Og hvað með það þótt Færeyingar geti ekki notað okkar kerfi?

En það er bara ljótt að benda á það að Gunnar Þórðarson sé bara handbendi LÍÚ sem búið er að skaða þessa þjóð um verðgildi nokkurra fjárlaqga með samstarfi sínu við Hafró og fjórflokkinn.

M.A.O. Hvar hefur tekist að sanna fiskifræði Hafró og fjórflokksins...Þessa fiskveiðistjórnun sem fær svo háa einkunn hjá OECD. TAC, ITQ, eða hvað þessar flottu útlendu skammstafanir nú annars merkja?

Er það hagfræði að fiska nógu lítið og stefna að eyðingu byggðar og verðmætaskorti?

Af hverju er ekki tekinn upp 15 laxa árskvóti í Laxá í Aðaldal?

Árni Gunnarsson, 30.10.2014 kl. 13:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað hljóp ég á mig og gleymdi að taka með í reukninginn að Gunnar hlýtur að hafa lög að mæla því....

hann hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Uganda og Sri Lanka.

Og hefur auk þess meistarapróf í alþjóðaviðskiptum!

Þá þurfa menn ekki lengur að hafa áhyggjur af smáræði á borð við staðreyndir í mesta hagsmunamáli smáþjóðar norður í rassi.

Árni Gunnarsson, 30.10.2014 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 285747

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband