18.8.2014 | 11:26
Grein í Fiskifréttum 7. ágúst
Sjávarútvegur - undirstaða lífskjara
Atvinna eða afþreying
Undirritaður átt spjall við kunningja sinn um daginn. Hann stundar strandveiðar og kom þeirri skoðun sinni á framfæri að það væri fleira en arðsemi og hagnaður sem skipti máli í sjávarútvegi; strandveiðar væru lífsstíll og hann vildi einfaldlega mæla afkomuna í öðru en krónum og aurum. Miðað við skoðun kunningja míns þá eru strandveiðar ekki atvinnugrein heldur afþreying og þá kemur upp í hugann spurning um hvort Íslendingar hafa efni á að nota sjávarútveg sem áhugamál og lífsstíl? Við erum að ræða um undirstöðu atvinnugrein sem þjóðin byggir lífsafkomu sína á! Sund og golf eru skemmtun og hvorugt stendur undir sér fjárhagslega en þar erum við klárlega að tala um afþreyingu. Slíkt bætir vissulega lífsgæði en kemur afkomu þjóðarinnar lítið sem ekkert við og hefur ekki áhrif á verðmætasköpun, gengi krónunnar eða kaupmátt Íslendinga. Sjávarútvegur er hinsvegar allt annað mál og afkoma hans hefur bein áhrif á lífskjör á Íslandi.
Botnfiskveiðar og vinnsla í Færeyjum
Færeyingar búa við neikvæða verðmætasköpun í botnfiskveiðum og vinnslu með árlegt tap upp á milljarð króna, sem sækja þarf þá í aðrar atvinnugreinar, t.d. laxeldi. Á Íslandi hafa botnfiskveiðar og vinnsla skilað um 15% hagnaði sem skilar um 46 milljörðum króna á ársgrundvelli. Verðmætasköpun er reyndar enn meiri vegna greiddra launa sem koma inn í hagkerfið og skapa áfram verðmæti. Ef við rækjum okkar sjávarútveg eins og frændur okkar í Færeyjum færu milljarða tugir forgörðum í Íslensku hagkerfi, sem draga myndi úr verðmætasköpun og lækka útflutningstekjur umtalsvert.
Efnahagsleg áhrif
Áhrifin yrðu mikil á efnahag landsmanna þar sem minni verðmætasköpun myndi m.a. lækka gengi krónunnar og þar af leiðandi kaupmáttur launa minnka með hækkun á verði innfluttrar vöru í krónum. Einhvern veginn er rómatíkin farin að fölna við þessa sviðsmynd og alvara lífsins fer að blasa við. Málið er að verðmætasköpun í sjávarútveg er ekki einkamál aðila í greininni; en hún hefur bein áhrif á afkomu Íslendinga og því mikið ábyrgðarmál að sjávarútvegur sé skynsamlega rekinn á Íslandi.
Samkeppnisyfirburðir
En hvernig stendur á þessum mun og hvað er það sem gefur Íslendingum slíka samkeppnisyfirburði, ekki bara yfir Færeyingum heldur flestum öðrum sjávarútvegsþjóðum? Það eru einkum tvö atriði sem skipta sköpum, kvótakerfið sem ýtir undir verðmætasköpun með aukinni framleiðni framleiðslu og fjármagns, og skynsamleg nýting fiskveiðiauðlindarinnar. Þó tekist sé á um ráðgjöf Hafró hefur stofnunin reynst góður ráðgjafi og mikill árangur náðst með skynsamlegri nýtingu þó oft hafi ákvarðanir verið sársaukafullar. Með stækkandi þorskstofni hefur t.d. kostnaður á veitt kíló snarlækkað og þannig ýtt undir verðmætasköpun.
Laun í fiskvinnslu
En þrátt fyrir velgengni í sjávarútvegi hefur ekki tekist að gera fiskvinnslu eftirsóknaverða og eru lág laun greininni til vansa. Sjávarútvegur þarf að vera eftirsóttur til fjárfestinga og laða að hæfa starfsmenn til að standa undir lífskjörum Íslendinga. Á því byggist afkoma sjávarbyggða og snýst reyndar um lífsbaráttu en ekki rómantík!
Gunnar Þórðarson MSc í alþjóðaviðskiptum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Strandveiðar: Á meðan veiðiheimildir smábáta í strandveiðum eru mjög takmarkaðar þá er arðsemin og þar með tækifærið til að gera veiðarnar arðsamar heldur fá. Það er helst að þeir sem eiga skuldlausa báta sem sleppa kannski á sléttu. Gera þarf strandveiðar frjálsar með þó ákveðnum takmörkunum. Handfærafiskur er besta hráefnið sé hann rétt meðhöndlaður.
Botnfiskveiðar og vinnsla í Færeyjum: Færeyingar búa de facto við Evru í gegnum dönsku krónuna sem hefur einungis 2,5% vikmörk. Færeyskur sjávarútvegur á ekki möguleika í samkeppni við niðurgreiddan sjávarútveg ESB og Norðmanna með Evruna. Ísland hefur sinn eigin gjaldmiðil sem þarf að vera veikari en ella til að standast niðurgreiddan sjávarútveg ESB og Norðmanna.
Kvótakerfið hefur ekki stuðlað að hagræðingu eins og til var ætlast í upphafi. Árið 1982 (fyrir daga kvótakerfisins) þá áttum við 841 þilfarskip (120.244 br. tonn meðalaldur 16,9 ár) og veiddum við 382.297 tonn af þorski eða sem svarar til 3,2 tonn af fiski á hvert br. tonn þilfarsskips. Árið 2012 þá áttum við 834 þilfarsskip (161.976 br. tonn meðalaldur 25 ár) og veiddum 204.646 tonn af þorski eða sem svarar til 1,3 tonn á hvert br. tonn þilfarsskips.
Það sem gerir fiskvinnslu fyrst og fremst arðbæra á Íslandi er íslenska krónan, ekki kvótakerfið, sem aftur endurspeglast í launum fiskvinnslunnar.
Það sem dregur jafnt og þétt úr forskoti Íslendinga í sjávarútvegi er að það skortir algjörlega samhent markaðsstarf þar sem sjávarútvegur á Ísland sem heild er kynntur.
Eggert Sigurbergsson, 18.8.2014 kl. 13:10
Það er ekki hægt að draga þessa mynd upp Eggert öðruvísi en skakka. Þilfarsskip árið 1982 og þilfarsskip árið 2012 er algerlega óraunhæfur samanburður. Þú þyrftir að taka allan þann fisk sem veiddur er, ekki bara þorsk.
Útgerð smábáta stendur í heild sinni ekki undir lífskjaraframförum, um það snýst málið. Þar gilda engin vökulög, kjarasamningar eru engir osfrv.
Laun í fiskvinnslu er ekkert vandamál að hækka, það er einungis SA og ASÍ sem standa gegn því. Það má ekki færa lægstu launin yfir í aðrar starfstéttir, þetta er pólitík og alvöru fiskvinnslur eru almennt á móti því að borga lægsta taxta. Það er farið framhjá þessu með því að borga út bónusa einu sinni til tvisvar á ári.
Sindri Karl Sigurðsson, 18.8.2014 kl. 18:38
Hvað heldurðu að valdi þessum ægilegu búsifjum Færeyinga, Gunnar?
Okkur finnst nú vænt um þessa granna okkar og ósköp væri nú fallegt af þér ef þú sendir þeim línu og beindir þeim á rétta leið.
Árni Gunnarsson, 19.8.2014 kl. 10:45
Þú ferð nú dálítið skáldlega fram í þessari athugasemd þinni Sindri Karl.
Og reyndar þið báðir félagar.
Auðvitað er aldrei hægt að bera þetta saman til að fá rétta niðurstöðu eins og um reikningsdæmi sé að ræða.
En að skauta framhjá staðreyndinni að nú veiðum við af þorski með öllum tæknibúnaði aðeins rúmlega 200 þúsund tonn á móti rúmlega 380 þúsund tonnum einu ári fyrir daga kvótakerfisins er þáttur í þessu mikilvægasta hagsmunamáli okkar þjóðar sem þið verðið að taka í ykkur kjark til að ræða.
Af því að þetta er - eins og þú réttilega tekur fram - PÓLITÍK.
Og einhver skítugasta pólitík seinni tíma.
Árni Gunnarsson, 19.8.2014 kl. 12:58
Þetta er fín grein hjá Gunnari og ég á erfitt með að finna einhverja bresti til að berja í.
Árni já ég hljóp á hundavaði, eins og sést á ritstílnum, yfir það sem var í kollinum á mér á þessari stundu.
Það sem veldur frændum okkar þessum búsifjum er einfaldlega of stór skipafloti, líkt og okkar vandræðum áður en útgerðamenn og pólitíkusarnir voru neyddir til þess að taka til í allt of stórum skipaflota.
Það er smá þversögn í því að aukin tæknibúnaður, betri skip og veiðarfæri, stuðli beinlínis að minnkandi afla. Þetta fer jú allt saman í því að ná þessum tittum með minni tilkostnaði og með færri skipum. Ég var að blaða i gegnum timarit.is og skoða skipakostinn sem var á loðnuveiðum frá 1974 og fram til aldamóta. Það var fróðleg uppryfjun og ég bendi þeim sem hafa áhuga á sjávarútvegi að það má auðveldlega lesa þessa sögu í dagblöðum og fletta í aflatölum Ægis öld aftur í tímann.
Við getum alltaf deilt um hvernig er best að stýra veiðum úr takmarkaðri auðlind en það er alveg ljóst að eina leiðin til þess er að fá útgerðina með í þá vinnu og takmarka veiðigetuna á einhvern máta.
Það var reynt með rúmmetrahömlum, aflvísum, dagakerfi osfrv. en þessar aðferðir eru einfaldlega atvinnubótavinna fyrir skriffinna og skila engu öðru en sóunn og kapphlaupi.
Strandveiðar eru verðugt viðfangsefni fyrir þjóðhagfræðinga og slíka fræðimenn, til stúderingar. Auðvellt að gera samanburð á hegðun manna þar miðað við það kerfi sem byggir á úthlutun aflaheimilda, sérstaklega þar sem hvort tveggja er í gangi á sama tíma.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.8.2014 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.