Leiðari í sjómannablaði Vesturlands 2014

Í þessu blaði er sögð saga sem gerðist fyrir fjörutíu og fimm árum síðan og lýsir vel þeim framförum sem átt hafa sér stað í öryggismálum sjómanna frá þeim tíma. Sagan er þrískipt og lýsir í fyrsta lagi sjóslysi sem varð þegar Svanur ÍS fórst út af Deild í slæmu veðri og áhöfnin með hugrekki og æðruleysi tekst að komast í björgunarbátinn. Síðan er kastljósi varpað á björgunarmenn um borð í Sólrúnu ÍS sem áttu því láni að fagna að finna skipbrotsmenn og bjarga þannig lífi þeirra. Að síðustu er hugað að ættingjum sem fylgjast með í gegnum öldur ljósvakans, milli vonar og ótta í langan tíma þangað til þau heyra í skipstjóra Sólrúnar segja að hann sjái ljós og staðfestir síðan að báturinn sé fundinn.

Það er vart hægt að setja sig í spor eiginkonu matsveinsins á Svaninum þegar hún fær tilkynningu um að báturinn hafi farist og leitað sé að áhöfninni við mjög slæmar aðstæður í úfnu hafi í vetrarkulda og náttmyrkri; en hún hafði aðeins ári áður fengið tilkynningu um að sonur hennar hefði farist með m/b Trausta frá Súðavík. Um þetta leyti var mikil blóðtaka í sjávarplássum við Djúp þar sem ættingjar og ástvinir þurftu að horfa á eftir sjómönnum í hafið, oftar en ekki ungum mönnum sem áttu svo margt eftir ógert í þessu lífi.

Enginn vafi er að umræða um öryggi sjómanna og stofnun Slysavarnafélags Íslands hafi bjargað mörgum sjómanni frá votri gröf. Tilkynningaskyldan var sett á eftir að áhöfnin á Stíganda ÓF hafði verið á reki í björgunarbát í marga daga árið 1967, norður í ballarhafi án þess að nokkur vissi af því eftir að skipið sökk. Slysavarnarskóli sjómanna, tilkynningarskyldan, staðsetningarbúnaður, sjálfvirkur losunarbúnaðar, neyðartalstöðin og margt fleira hefur aukið öryggi sjómanna. Sjómennska er erfitt og hættulegt starf og hvílir sú skylda á Íslendingum að auka öryggi við þessa höfuðatvinnugrein af fremsta megni.

Við þessa frásögn verður manni hugsað til hvernig svona mál voru afgreidd hér áður fyrr. Engin áfallahjálp né hugað að sálarlífi ungra manna sem heimtir voru úr helju eftir hrikalega lífsreynslu. Aldrei unnið úr þeim miklu sálarkvölum sem aðstandendur stóðu frammi fyrir þennan kalda janúardag 1969 þar sem fylgst var með atburðum á bátabylgjunni.

Það er viðeigandi að huga að þessum málum á sjómannadegi. Til hamingju með daginn sjómenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband