25.6.2014 | 14:46
Leiðari í sjómannablaði Vesturlands 2014
Í þessu blaði er sögð saga sem gerðist fyrir fjörutíu og fimm árum síðan og lýsir vel þeim framförum sem átt hafa sér stað í öryggismálum sjómanna frá þeim tíma. Sagan er þrískipt og lýsir í fyrsta lagi sjóslysi sem varð þegar Svanur ÍS fórst út af Deild í slæmu veðri og áhöfnin með hugrekki og æðruleysi tekst að komast í björgunarbátinn. Síðan er kastljósi varpað á björgunarmenn um borð í Sólrúnu ÍS sem áttu því láni að fagna að finna skipbrotsmenn og bjarga þannig lífi þeirra. Að síðustu er hugað að ættingjum sem fylgjast með í gegnum öldur ljósvakans, milli vonar og ótta í langan tíma þangað til þau heyra í skipstjóra Sólrúnar segja að hann sjái ljós og staðfestir síðan að báturinn sé fundinn.
Það er vart hægt að setja sig í spor eiginkonu matsveinsins á Svaninum þegar hún fær tilkynningu um að báturinn hafi farist og leitað sé að áhöfninni við mjög slæmar aðstæður í úfnu hafi í vetrarkulda og náttmyrkri; en hún hafði aðeins ári áður fengið tilkynningu um að sonur hennar hefði farist með m/b Trausta frá Súðavík. Um þetta leyti var mikil blóðtaka í sjávarplássum við Djúp þar sem ættingjar og ástvinir þurftu að horfa á eftir sjómönnum í hafið, oftar en ekki ungum mönnum sem áttu svo margt eftir ógert í þessu lífi.
Enginn vafi er að umræða um öryggi sjómanna og stofnun Slysavarnafélags Íslands hafi bjargað mörgum sjómanni frá votri gröf. Tilkynningaskyldan var sett á eftir að áhöfnin á Stíganda ÓF hafði verið á reki í björgunarbát í marga daga árið 1967, norður í ballarhafi án þess að nokkur vissi af því eftir að skipið sökk. Slysavarnarskóli sjómanna, tilkynningarskyldan, staðsetningarbúnaður, sjálfvirkur losunarbúnaðar, neyðartalstöðin og margt fleira hefur aukið öryggi sjómanna. Sjómennska er erfitt og hættulegt starf og hvílir sú skylda á Íslendingum að auka öryggi við þessa höfuðatvinnugrein af fremsta megni.
Við þessa frásögn verður manni hugsað til hvernig svona mál voru afgreidd hér áður fyrr. Engin áfallahjálp né hugað að sálarlífi ungra manna sem heimtir voru úr helju eftir hrikalega lífsreynslu. Aldrei unnið úr þeim miklu sálarkvölum sem aðstandendur stóðu frammi fyrir þennan kalda janúardag 1969 þar sem fylgst var með atburðum á bátabylgjunni.
Það er viðeigandi að huga að þessum málum á sjómannadegi. Til hamingju með daginn sjómenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.