28.5.2014 | 09:40
Sigur Þjóðernissinna í Evrópu
Ég verð stundum hissa þegar talað er um þjóðernissinna sem "hægri öfgamenn" og velti því fyrir mér hvað átt sé við með "hægri". Í riti sínu "Leiðin til ánauðar" útskýrir Hayek skilmerkilega hvað þjóðernissinnar standa fyrir og það á ekkert skylt við það sem ég stend fyrir í pólitík. Þjóðernissinnar, eins og kommúnistar, standa fyrir skipulagningu atvinnulífsins með áætlanabúskap þar sem stjórnmálamenn taka ákvarðanir. Svipta einstaklingin því valdi sem þeir hafa í þjóðfélagi einkareksturs og flytja það vald yfir á hið opinbera!
Í stjórnmálum trúi ég fyrst og fremst á réttarríkið, borgaraleg réttindi, einkaframtak og markaðsbúskap. Engin markaðsbúskapur getur virkað nema með samkeppni. Þess vegna t.d. einkavæðum við ekki lögreglu en erfitt er að sjá hvernig ætti að reka slíkt í samkeppnisumhverfi. Ekkert af því sem ég stend fyrir hugnast þjóðernissinnum og því á ég ekkert skylt með þeim!
Umræðan hér á landi er að mörgu leiti óhugarleg þegar kemur að því sem maður hefði talið vera kjarninn í stefnu sjálfstæðismanna; einstaklingsfrelsi, markaðsbúskapur með samkeppni og stétt með stétt. Maður hittir fólk sem hefur alla tíð stutt Sjálfstæðisflokkinn en hefur tapað allri trú á einkaframtakið og telur betra að skipulag atvinnulífsins sé á höndum hins opinbera. Það er þá ekki við góðu að búast þar sem ekki er hægt að ætlast til að krafa um markaðshagkerfi komi frá vinstri mönnum?
Mín afstaða í Evrópumálum snýst ekki um að koma okkur í ESB. Hún snýst um að bæta lífskjör landsmanna og snúa af þeirri braut að Ísland festist í sessi sem láglaunaland. Staðreyndin er sú að við myndum búa við sömu lífskjör og Grikkir ef við legðum sömu vinnu af mörkum og þeir (MacKinsey skýrslan). Til að bæta lífskjör þarf að fara í ýmsar kerfis breytingar, ásamt því að taka upp gjallmiðil sem hægt er að treysta. Núverandi stjórnvöld stefna í allt aðra átt, eins og sést á heimskulegum aðgerðum í skuldaniðurfellingu heimilanna. Þar verður farið út í hefðbundnar íslenskar aðgerðir og peningarnir sem notaðir verða í verkefnið verða prentaðir. Með seðlaprentunarvaldið hjá óábyrgum stjórnvöldum verður ekki snúið af leið láglauna stefnu á Íslandi og ekki möguleiki á að bæta framleiðni og þar af leiðandi lífskjör.
Ef hægt væri að tryggja stöðugt hagkerfi, auka framaleiðni og tryggja eignir með stöðugum gjaldmiðli án þess að ganga í ESB þá er það í góðu lagi. En það stendur upp á flokkinn að útskýra hvernig hann ætlar að fara að því. Ekkert í efahagstefnunni bendir til að snúa eigi af hefðbundnum leiðum og þeirri rússíbanareið sem íslenskt hagkerfi hefur búið við.
Sigur þjóðernissinna hljóta að vera mikill sigur fyrir þau öfl í Sjálfstæðisflokknum sem vilja útiloka samræðu um hvernig við tryggjum best markaðshagkerfi og samkeppnisumhverfi til að auka framleiðni og lífskjör. Eins og þeir tala þá fellur málflutningur þessara afla nokkuð vel að stefnu þeirra flokka sem sigruðu í kosningum til Evrópuþingsins á dögunum. En sú stefna mun ekki leiða til hagsældar fyrir mig og mína fjölskyldu og því styð ég hana ekki. Við Íslendingar þurfum önnur og betri ráð til að tryggja hagsæld framtíðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.