Sigur Þjóðernissinna í Evrópu

Ég verð stundum hissa þegar talað er um þjóðernissinna sem "hægri öfgamenn" og velti því fyrir mér hvað átt sé við með "hægri". Í riti sínu "Leiðin til ánauðar" útskýrir Hayek skilmerkilega hvað þjóðernissinnar standa fyrir og það á ekkert skylt við það sem ég stend fyrir í pólitík. Þjóðernissinnar, eins og kommúnistar, standa fyrir skipulagningu atvinnulífsins með áætlanabúskap þar sem stjórnmálamenn taka ákvarðanir. Svipta einstaklingin því valdi sem þeir hafa í þjóðfélagi einkareksturs og flytja það vald yfir á hið opinbera!

Í stjórnmálum trúi ég fyrst og fremst á réttarríkið, borgaraleg réttindi, einkaframtak og markaðsbúskap. Engin markaðsbúskapur getur virkað nema með samkeppni. Þess vegna t.d. einkavæðum við ekki lögreglu en erfitt er að sjá hvernig ætti að reka slíkt í samkeppnisumhverfi. Ekkert af því sem ég stend fyrir hugnast þjóðernissinnum og því á ég ekkert skylt með þeim!

Umræðan hér á landi er að mörgu leiti óhugarleg þegar kemur að því sem maður hefði talið vera kjarninn í stefnu sjálfstæðismanna; einstaklingsfrelsi, markaðsbúskapur með samkeppni og stétt með stétt. Maður hittir fólk sem hefur alla tíð stutt Sjálfstæðisflokkinn en hefur tapað allri trú á einkaframtakið og telur betra að skipulag atvinnulífsins sé á höndum hins opinbera. Það er þá ekki við góðu að búast þar sem ekki er hægt að ætlast til að krafa um markaðshagkerfi komi frá vinstri mönnum?

Mín afstaða í Evrópumálum snýst ekki um að koma okkur í ESB. Hún snýst um að bæta lífskjör landsmanna og snúa af þeirri braut að Ísland festist í sessi sem láglaunaland. Staðreyndin er sú að við myndum búa við sömu lífskjör og Grikkir ef við legðum sömu vinnu af mörkum og þeir (MacKinsey skýrslan). Til að bæta lífskjör þarf að fara í ýmsar kerfis breytingar, ásamt því að taka upp gjallmiðil sem hægt er að treysta. Núverandi stjórnvöld stefna í allt aðra átt, eins og sést á heimskulegum aðgerðum í skuldaniðurfellingu heimilanna. Þar verður farið út í hefðbundnar íslenskar aðgerðir og peningarnir sem notaðir verða í verkefnið verða prentaðir. Með seðlaprentunarvaldið hjá óábyrgum stjórnvöldum verður ekki snúið af leið láglauna stefnu á Íslandi og ekki möguleiki á að bæta framleiðni og þar af leiðandi lífskjör.

Ef hægt væri að tryggja stöðugt hagkerfi, auka framaleiðni og tryggja eignir með stöðugum gjaldmiðli án þess að ganga í ESB þá er það í góðu lagi. En það stendur upp á flokkinn að útskýra hvernig hann ætlar að fara að því. Ekkert í efahagstefnunni bendir til að snúa eigi af hefðbundnum leiðum og þeirri rússíbanareið sem íslenskt hagkerfi hefur búið við.

 Sigur þjóðernissinna hljóta að vera mikill sigur fyrir þau öfl í Sjálfstæðisflokknum sem vilja útiloka samræðu um hvernig við tryggjum best markaðshagkerfi og samkeppnisumhverfi til að auka framleiðni og lífskjör. Eins og þeir tala þá fellur málflutningur þessara afla nokkuð vel að stefnu þeirra flokka sem sigruðu í kosningum til Evrópuþingsins á dögunum. En sú stefna mun ekki leiða til hagsældar fyrir mig og mína fjölskyldu og því styð ég hana ekki. Við Íslendingar þurfum önnur og betri ráð til að tryggja hagsæld framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband