15.5.2014 | 10:15
Grein í Fiskifréttum 15. maí 2014
Markaður eða ráðstjórn
Verðmætasköpun
Íslendingar verða að gera upp við sig hvort þeir vilja reka sjávarútveg sinn á markaðslegum forsendum eða með ráðstjórn þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir hvað, hvernig og hvar. Markaðurinn er ekki fullkominn en hann er forsenda fyrir verðmætasköpun í sjávarútvegi til að standa undir lífskjörum þjóðarinnar. Grundvöllur verðmætasköpunar er framleiðni þar sem við hámörkum framleiðslu með lágmarks fyrirhöfn.
Samkvæmt skýrslu McKinsey erum við töluverðir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að framleiðni og verðmætasköpun. Við höfum hinsvegar haldið uppi lífskjörum með lengri vinnudegi. Án yfirvinnu værum við á pari við Grikkland hvað varðar lífskjör. McKinsey telur að sóknarfæri Íslendinga til að bæta lífskjör til framtíðar liggi í aukinni framleiðni; og til að skilja betur grundvöll hugtaksins er rétt að benda á það sem mestu máli skiptir er að með framleiðni vinnuafls hámörkum við framleiðslu með lágmarks vinnuframlagi og framleiðni fjármagns snýst um að hámarka nýtingu fjármagns.
Alþjóðlegur samanburður
Í skýrslunni kemur hinsvegar fram að sjávarútvegur sker sig úr í íslensku atvinnulífi hvað varðar framleiðni og verðmætasköpun. Ef við miðum okkur við aðrar fiskveiðiþjóðir þá erum við með umtalsvert meiri verðmætasköpun en norðmenn. Á meðan við skilum 57% nýtingu á sjávarafla eru Norðmenn með 41% og verðmæti á veitt kíló hjá okkur er 380 kr. en 280 hjá Norðmönnum. Í töflunum hér að neðan má sjá samanburð á framleiðni- vinnuafls og fjármuna hjá þessum tveimur þjóðum.
Þrátt fyrir að Norðmenn hafi fjárfest mikið í skipum, á meðan slíkt hefur verið botnfrosið hjá okkur, eru þeir langt að baki okkur hvað þetta varðar. Hjá Færeyingum er framleiðni bæði veiða og vinnslu á botnfiski neikvæð og hefur verið um nokkurn tíma, þ.e.a.s. að meira er lagt í veiðar og vinnslu heldur en þær skila.
Veiðigjöld
Með núverandi hugmyndum um veiðigjöld munu Íslendingar ekki halda þessari stöðu sinni. Íslenski flotinn, ef smábátaútgerðinni er haldið utan sviga, er sá elsti frá upphafi. Aldur togara er kominn yfir40 ár og flest stærri línuskip orðin gömul og úrelt. Vinnsluskip flotans eru flest komin yfir tvítugt og orðin úrelt og úr sér gengin. Ekki er möguleiki á að halda uppi framleiðni með úreltum skipum. Lítið hefur verið fjárfest í botnfiskvinnslum á Íslandi sem mun fyrr en síðar koma niður á samkeppnishæfni Íslendinga gagnvart keppinautum.
Óvissa er óvinur
Óvissa í stjórnun fiskveiða og óhófleg veiðigjöld koma í veg fjárfestingu í sjávarútveg, sem er forsenda þróunar. Stjórnmálamenn vilja nota sjávarútveg til að leysa byggða vanda" og fjárþörf ríkissjóðs, en það verður alltaf á kostnað verðmætasköpunar í greininni. Óvissa er óvinur sjávarútvegs númer eitt og nýlegt dæmi sýnir að fjárfestar hika við fjárfestingar í öflugu sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að breyta viðhorfum til þessarar atvinnugreinar og tryggja henni alþjóðlega samkeppnishæfni og örugga framtíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2014 kl. 14:42 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar "sigldur maður" og viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum tekur til máls um elsta atvinnuveg eigin þjóðar á hann að sýna sjálfum sér þá virðingu að tala af þekkingu.
Óvissa er fastur liður í sjávarútvegi og hefur verið það frá fyrstu sjóferð.
Við íslendingar erum búnir að drepa niður byggðarlög allt umhverfis landið með einhverjum hagstjórnartilburðum.
Ísland er vettvangur fólks Gunnar Þórðarson en ekki tilraunastofa viðskiptalærðra krakkakjána.
Mannlíf er verðmætasta auðlindin og það eiga lærdómsbörnin að reyna að skilja áður en þau fara að tala af rembingi um framleiðni og utanaðlærðar klisjur sem við heyrðum hvað oftast og mest í löngum og gifturíkum aðdraganda síðasta hrunsins, sællar minningar.
Þar fóru kollhnís flestir hagspekingar þjóðarinnar og allir komu niður berrassaðir.
Það eru alltof margir búnir að vitna til torfbæjanna á Íslandi og spyrja hvort okkur langi í tímana þegar við borguðum með útgerð í taprekstri.
Það var þessi taprekstrarútgerð sem þið frjálshyggjukrakkarnir vitnið oftast í, sem byggði upp þetta samfélag og sem líklega stóð undir þekkingarleit barnanna sem stæra sig af prófi í alþjóðaviðskiptum.
Við Íslendingar byggðum nefnilega þetta land upp úr örbirgð og þekkingaleysi með niðurgreiðslum! Reyndu ekki að skilja það Gunnar.
Þið, alþjóðaspekingar í viðskiptafræðum ættuð að fara afar varlega í sakirnar þegar þið segið Færeyingum til í útgerð.
Þeir vita allt um útgerð sem þið munuð aldrei geta skilið þessir með þungavigtarprófin.
Árni Gunnarsson, 15.5.2014 kl. 17:31
Gunni - ég rakst á færslu hjá þér þar sem Gufuklúbburinn er sagður ópólitískur.
Ég helt (og stend við það) að klúbburinn sé AL-pólitískur - þ.e. þarna eru allra skoðana kvikindi, allt frá steinrunnum kommúnistum yfir í skrallandi frjálshyggjumenn.
Varla ertu ósammála því...
Hálfdán Ingólfsson, 18.5.2014 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.