Ómöguleiki ákvarðana ríkisstjórnar

Ómöguleiki ákvarðana ríkisstjórnarinnar er enn að taka á sig nýja mynd, og alltaf sökkva þeir dýpra í vandræðaganginum. Nú var Sigumundur Davíð staðin að ósannsögli ásamt utanríkisráðherra um að ESB hafi þrýst á ákvörðun í umsóknarferli Íslands. Enn eru sjálfstæðimenn sporgöngumenn Framsóknar þar sem formaður utanríkisnefndar Þingsins, tekur upp hanskann fyrir þeim félögum. Reyndar hefur hann þá fyrir því að forsvarsmenn ESB hafi sagt þetta við þá félaga, en hann virðist trúa þeim blint og ver þá með öllum ráðum. Í raun er Birgir Ármannsson að gera vandræði Sjálfstæðisflokksins ennþá dýpri.

Það sem liggur fyrir núna er að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að svíkja klárt kosningaloforð og um það verður ekki deilt. Menn spyrja sig hinsvegar hvers vegna í ósköpunum þessi vegferð var farin? Það þarf ekki mikla stjórnvisku til að sjá að láta málið eiga sig var eini kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engin ástæða var til að kljúfa hann í herðar niður í átökum um mál sem engin þörf var á í stöðunni. En þingflokkur og ráðherrar flokksins höfðu val milli sátta eða illinda; og tóku seinni kostinn með tilheyrandi átökum. Maður segir bara „Jóhanna hvað"?

Þetta snýst ekki um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. Þetta snýst um gildismat og heilindi.  Það er rangt að svíkja loforð og rangt að skrökva. Svo bíta menn höfuðið af skömminni með öllu því bulli sem borið er á borð fyrir landsmenn. Að þeir hafi neyðst til að taka þessa ákvörðun vegna kröfu frá ESB, gegn loforði um annað, og þrátt fyrir að stjórnarsáttmálinn segi allt annað. Að engu máli skipti að slíta viðræðum þar sem alltaf sé hægt að hefja þær aftur! Það þarf samþykki 28 þjóðþinga til að byrja ferilinn upp á nýtt! Að í skýrslan gefi tilefni til þessara viðbragða. Það er ekki boðlegt að bera svona á borð fyrir okkur.

Tíminn mun leiða í ljós hversvegna í ósköpunum forystumenn sjálfstæðismanna völdu þessa leið, á tímum þegar samheldni og styrkur Sjálfstæðisflokksins skiptir öllu máli fyrir velferð þjóðarinnar. Erfiðar ákvarðanir eru framundan, í efnahagsmálum, peningamálum, ásamt átökum á vinnumarkaði. Sterkur heill Sjálfstæðisflokkur skiptir öllu máli til að takast á við þau vandamál. Þau átök sem sett hafa verið á stað eru bara til að skemmta skrattanum og dregur úr möguleikum þjóðarinnar til að ná vopnum sínum og bæta lífskjör í landinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Facttékkaðu áður en þú póstar Gunni

http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 14:10

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt Gunnar með 'svikin' loforð. varðandi sjálfstæðisflokkin er mín ósk að hann klofni í 2 flokka. best er að skilja svartstakkana eftir í þeim gamla og stofna nýjan.

Rafn Guðmundsson, 6.3.2014 kl. 17:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson staðinn að ósannsögli vegna þess að Össur segir annað?

Jóhann Elíasson, 6.3.2014 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband