6.3.2014 | 10:47
Ómöguleiki ákvarðana ríkisstjórnar
Ómöguleiki ákvarðana ríkisstjórnarinnar er enn að taka á sig nýja mynd, og alltaf sökkva þeir dýpra í vandræðaganginum. Nú var Sigumundur Davíð staðin að ósannsögli ásamt utanríkisráðherra um að ESB hafi þrýst á ákvörðun í umsóknarferli Íslands. Enn eru sjálfstæðimenn sporgöngumenn Framsóknar þar sem formaður utanríkisnefndar Þingsins, tekur upp hanskann fyrir þeim félögum. Reyndar hefur hann þá fyrir því að forsvarsmenn ESB hafi sagt þetta við þá félaga, en hann virðist trúa þeim blint og ver þá með öllum ráðum. Í raun er Birgir Ármannsson að gera vandræði Sjálfstæðisflokksins ennþá dýpri.
Það sem liggur fyrir núna er að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að svíkja klárt kosningaloforð og um það verður ekki deilt. Menn spyrja sig hinsvegar hvers vegna í ósköpunum þessi vegferð var farin? Það þarf ekki mikla stjórnvisku til að sjá að láta málið eiga sig var eini kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engin ástæða var til að kljúfa hann í herðar niður í átökum um mál sem engin þörf var á í stöðunni. En þingflokkur og ráðherrar flokksins höfðu val milli sátta eða illinda; og tóku seinni kostinn með tilheyrandi átökum. Maður segir bara Jóhanna hvað"?
Þetta snýst ekki um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. Þetta snýst um gildismat og heilindi. Það er rangt að svíkja loforð og rangt að skrökva. Svo bíta menn höfuðið af skömminni með öllu því bulli sem borið er á borð fyrir landsmenn. Að þeir hafi neyðst til að taka þessa ákvörðun vegna kröfu frá ESB, gegn loforði um annað, og þrátt fyrir að stjórnarsáttmálinn segi allt annað. Að engu máli skipti að slíta viðræðum þar sem alltaf sé hægt að hefja þær aftur! Það þarf samþykki 28 þjóðþinga til að byrja ferilinn upp á nýtt! Að í skýrslan gefi tilefni til þessara viðbragða. Það er ekki boðlegt að bera svona á borð fyrir okkur.
Tíminn mun leiða í ljós hversvegna í ósköpunum forystumenn sjálfstæðismanna völdu þessa leið, á tímum þegar samheldni og styrkur Sjálfstæðisflokksins skiptir öllu máli fyrir velferð þjóðarinnar. Erfiðar ákvarðanir eru framundan, í efnahagsmálum, peningamálum, ásamt átökum á vinnumarkaði. Sterkur heill Sjálfstæðisflokkur skiptir öllu máli til að takast á við þau vandamál. Þau átök sem sett hafa verið á stað eru bara til að skemmta skrattanum og dregur úr möguleikum þjóðarinnar til að ná vopnum sínum og bæta lífskjör í landinu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Facttékkaðu áður en þú póstar Gunni
http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 14:10
rétt Gunnar með 'svikin' loforð. varðandi sjálfstæðisflokkin er mín ósk að hann klofni í 2 flokka. best er að skilja svartstakkana eftir í þeim gamla og stofna nýjan.
Rafn Guðmundsson, 6.3.2014 kl. 17:26
Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson staðinn að ósannsögli vegna þess að Össur segir annað?
Jóhann Elíasson, 6.3.2014 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.