25.2.2014 | 13:28
Ræða Bjarna
Þetta eru erfiðir tímar fyrir margan sjálfstæðismanninn og því miður var ræða formanns áðan lítil huggun fyrir frjálslynda arminn í flokknum. Mér leið eins og talað væri niður til mín af Bjarna og það er ekki gæfulegt til að þjappa fólki saman. Kannski er það markmiðið að hrekja óværuna úr flokknum og hann sé betur komin án þessa frjálslynda fólks sem trúir á samstarf við vestræn ríki. En hræddur er ég um að lítil endurnýjun verði í slíkum flokki þar sem ungt fólk gengur ekki upp í sérhagsmunagæslu og þjóðerniskennd. Ungt fólk sem vill fá tækifæri í framtíðinni mun ekki trúa á óbreytta efnahagsstefnu á Íslandi enda hræða sporin í þeim efnum undanfarna áratugi.
Bjarni talar líka niður til okkar sem höfum viljað ræða Evrópumálin, en komið að tómum kofanaum í Sjálfstæðisflokknum. Engin rökræn umræða hefur átt sér stað innan flokksins, en hún hefur einskorðast við upphrópanir og stóryrði, þar sem fólk er sorterað í svartan og hvítan kassa, góða og vonda og andstæðingar úthrópaðir og kallaðir sósíalistar.
Sjálfur er ég ekki einharður Evrópusinni en vil skoða hvort innganga geti bætt lífskjör þjóðarinnar. Ég geri mér fulla grein fyrir að erfið mál þarf að semja um og engar varanlegar undanþágur eru í boði frá megin reglum sambandsins. Ég kannast ekki við þessa umræðu um undanþágur sem Bjarni talar um og mér finnst hann gera lítið úr mér og þeim sem vilja skoða þessi mál.
Hinsvegar stendur upp á hann núna að útskýra hvernig hann ætlar að bæta efnahagsumhverfi Íslendinga, og hvernig hall ætlar að gera hlutina allt öðruvísi en við höfum gert í fortíðinni. Fyrir utan síðustu tvo daga hefur hann lítið rætt stóru málin, gjaldeyrishöft, verðbólgu og ónýta peningamálastefnu þjóðarinnar. Sem kostar okkur vel á annað hundrað miljarða (MILJARÐA) króna á ári. Ef hann hefði sagst ætla að taka upp vinnubrögð Svía, sem hafa náð undraverðum árangri í sinni efnahagstefnu undanfarna áratugi, með aðhaldi í ríkisfjármálum og stöðugleika sænsku krónunnar, þá myndi ég hlusta! Svíar vita ekki hvað fjáraukalög eru og gera ráð fyrir að staðið sé við fjárlög. Á Íslandi standa stjórnarþingmenn í stórræðum að styðja stofnanir sem ítrekað eru með frammúrkeyrslu á fjárlögum og leggja allt undir að standa með þeim í slíku.
Bjarni talar um hallalaust fjárlög! Fjárlög hækkuðu um 25 milljarða í meðförum þingsins og því var reddað með auknum sköttum. Reyndar á banka og slitastjórnir, en það er ekki sjálfbært. Það vantar ógnar mikið upp á að Bjarni blási trú á efnahagslega framtíð landsins og stefnumótun hans sé skýr. Sjálfur ber ég ekkert traust til samstarfsflokksins og það sem hann stendur fyrir. Sá flokkur stendur fyrir hagsmunagæslu á kostnað almennings og er ekki trúverðugur í að bæta lífskjör þjóðarinnar.
Upp úr stendur að Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu, undir sömu forsendum og ríkja í dag, og hann kemst ekki undan því með því að tala niður til Evrópusinna. Stjórnarsáttmálinn segir að beðið skuli úttektar á stöðunni (skýrsla Hagfræðistofnunar), málið rætt ýtarlega á Alþingi og síðan eigi sér stað umræða í samfélaginu. Hefur verið staðið við það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa hreinskilnu greiningu.
Wilhelm Emilsson, 25.2.2014 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.