ESB og landbúnaðurinn

Ég vil benda á frábæra grein eftir Þórólf Mattíasson í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir hann á að fyrirhugaður stórfeldur útflutningur á skyri verður kostaður af almenning, beint eða óbeint. Þetta hlýtur núverandi stjórnarflokkum að hugnast, verja þannig sérhagsmuni á kostnað almennings.

Þetta er eitt af því sem útskýrir lága framleiðin á Íslandi, hún er á pari við Grikkland, þar sem ekki er hugað að verðmætasköpun við atvinnuuppbyggingu. Ekki er hægt að koma auga á neina áætlun stjórnvalda um að breyta hér um og bæta þannig lífskjör með verðmætasköpun og bættri framleiðni.

Við búum síðan við það sjálfstæðismenn í N-vestur kjördæmi að annar maður á lista er einn helsti varðhundur úrelts landbúnaðarkerfis og heyrist aldrei í honum nema því til stuðnings. Ekki skrýtið að hann hafi greitt atkvæði í þingflokkunum um að loka á samningaferli við ESB!

Vilhjálmur Bjarnason sagði í fréttum í gær að hann myndi standa keikur í lappirnar við að verja lífskjör þjóðarinnar. Þess vegna greiðir hann atkvæði gegn þeirri aðför sem meirihluti sjálfstæðismanna gerði fyrir helgina. Aðeins tveir þingmenn flokksins virðast bera hag almennings fyrir brjósti, en hinir virðast vilja gæta sérhagsmuna. Þjónka sérhagsmunum á kostnað almennings. Það er ekki pólitík sem gengur upp til lengdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband