24.2.2014 | 08:05
Grein í Fiskifréttum 20. feb 2014
Fjárfesting í frystitogurum
Deilur um fiskveiðimál
Íslenskur sjávarútvegur er dínamískur og aðlagar sig hratt að breyttum aðstæðum. Engin spurning er að fiskveiðistjórnunarkerfið ræður þar mestu og aðgreinir Íslendinga frá öðrum keppinautum. Velgengi íslenskrar útgerðar hefur hinsvegar valdið pólitískum deilum meðal þjóðarinnar þar sem sjávarútvegsumræðan yfirgnæfir öll önnur mál. Reyndar deilir engin lengur um kvótakerfið en umræðan snýst nú um veiðigjöld og engu líkara en útgerðin sé óþrjótandi brunnur fjármagns sem ríkið geti tekið til sín og m.a. fjármagnað skapandi" greinar. Það gleymist að einhverstaðar liggur lína þar sem gengið er á hagsmuni allra með of mikilli gjaldtöku og vegið að heilbrigðum rekstri sem standast þarf alþjóðlega samkeppni.
Hnignun frystitogara
Frystitogarar hafa skilað miklum verðmætum fyrir íslenskt þjóðarbú og gert það mögulegt að nýta fiskistofna á fjarlægum miðum, t.d. í Barentshafi og djúpt út af Reykjaneshrygg. Með hækkandi olíuverði og í samkeppni við landvinnslu hefur þeim fækkað úr 35 þegar þeir voru flestir, í 16 togara í dag. Launakerfi á frystitogurum hefur jafnframt mikil áhrif en þau eru um 43,95% sem hlutfall af aflaverðmæti og þannig í grunninn gert að það kemur í veg fyrir alla fjárfestingu í búnaði, skipum eða þróun framleiðslu. Í þessu samhengi er rétt að nefna að launakjör á rússneskum frystitogara er um 20%, en þeir hafa stórbætt framleiðslu sína og bjóða nú sambærileg gæði íslenskir togarar. Ofan á þetta þurfa íslenskir frystitogarar að greiða veiðigjald til ríkisins og aðra skatta sem gerir þá ósamkeppnishæfari og grefur undan tilveru þeirra.
Allt þetta veldur því að þróun vinnsluskipa er lítil sem engin og þau komin til ára sinna, eru úrelt með litla möguleika á að þróa búnað eða framleiðslu til að bæta samkeppnishæfni og skila meiri verðmætum. Það kostar um 6 miljarða að byggja nýjan frystitogara sem gæfi meiri möguleika á fullvinnslu afla, en mikið af verðmætum er fleygt í sjóinn í dag. En hvað þarf til að fjárfesting í frystitogurum og þróun sem því fylgir geti átt sér stað?
Skattheimta ríkisins
Vergur hagnaður, EBITDA, er stærð sem oft er notuð til að sýna fram á rekstarhæfni, sem er hagnaður áður en tekið er tilliti til vaxta, skatta (+ veiðigjald), afskrifta og arðgreiðslna. Til að standa undir afskriftum og endurnýjun ásamt eðlilegum arðgreiðslum til eiganda, þarf vel rekin útgerð um 38% af EBITDA. Hér er ekki tekið tillit til þess að útgerð er mjög áhættusöm atvinnugrein og rétt að bæta við 6% áhættuálagi og gera ráð fyrir að hlutur útgerðar verði því 44%. Nauðsynlegt er að reikna með viðhaldi eignar og að hún rýrni ekki á rekstrartíma ásamt því að tryggja fjárfestum eðlilega ávöxtun á eigið fé. Ef gert er ráð fyrir endurnýjun á skipi þarf að gera ráð fyrir a.m.k. 27% af EBITDA fari til lánadrottna , þá yrði hlutur ríkisins 29%. Í þeim hugmyndum sem fyrrverandi ríkisstjórn lagði til var gert ráð fyrir að veiðigjaldið færi í 70% en þá fengi útgerðin um 3% í sinn hlut.
Fjárfesting í frystiskipum
Enginn myndi fjárfesta við þessar aðstæður í frystiskipi og enginn banki lána til útgerðar. Ekki væri hægt að standa undir viðhaldi búnaðar, hvað þá þróun hans eða afurða. Í raun fengi ríkið ekkert í sinn hlut þar sem engin útgerð myndi starfa við slíka skattlagningu. Sjávarútvegur er skapandi grein og ekkert tilefni til að færa fjármuni þaðan í aðrar skapandi" greinar. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hugsi um þjóðarhag þegar ákvarðanir eru teknar sem varða afkomu þjóðarinnar en sjávarútvegur er undirstaða lífskjara í landinu.
Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 285610
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.