Grein í Fiskifréttum 20. feb 2014

Fjárfesting í frystitogurum

Deilur um fiskveiðimál

Íslenskur sjávarútvegur er dínamískur og aðlagar sig hratt að breyttum aðstæðum. Engin spurning er  að fiskveiðistjórnunarkerfið ræður þar mestu og aðgreinir Íslendinga frá öðrum keppinautum. Velgengi íslenskrar útgerðar hefur hinsvegar valdið  pólitískum deilum meðal þjóðarinnar þar sem sjávarútvegsumræðan yfirgnæfir öll önnur mál. Reyndar deilir engin lengur um kvótakerfið en umræðan snýst nú um veiðigjöld og engu líkara en útgerðin sé óþrjótandi brunnur fjármagns sem ríkið geti tekið til sín og m.a. fjármagnað „skapandi" greinar. Það gleymist að einhverstaðar liggur lína þar sem gengið er á hagsmuni allra með of mikilli gjaldtöku og vegið að heilbrigðum rekstri sem standast þarf alþjóðlega samkeppni.

Hnignun frystitogara

Frystitogarar hafa skilað miklum verðmætum fyrir íslenskt þjóðarbú og gert það mögulegt að nýta fiskistofna á fjarlægum miðum, t.d. í Barentshafi og djúpt út af Reykjaneshrygg. Með hækkandi olíuverði og í samkeppni við landvinnslu hefur  þeim fækkað úr 35 þegar þeir voru flestir, í 16 togara í dag. Launakerfi á frystitogurum hefur jafnframt mikil áhrif en þau eru um 43,95% sem hlutfall af aflaverðmæti og þannig  í grunninn gert að það kemur í veg fyrir alla fjárfestingu í búnaði, skipum eða þróun framleiðslu. Í þessu samhengi er rétt að nefna að launakjör á rússneskum frystitogara er um 20%, en þeir hafa stórbætt framleiðslu sína og bjóða nú sambærileg gæði íslenskir togarar. Ofan á þetta þurfa íslenskir frystitogarar að greiða veiðigjald til ríkisins og aðra skatta sem gerir þá ósamkeppnishæfari og  grefur undan tilveru þeirra.

Allt þetta veldur því að þróun vinnsluskipa er lítil sem engin og þau komin til ára sinna, eru úrelt með litla möguleika á að þróa búnað eða framleiðslu til að bæta samkeppnishæfni og skila meiri verðmætum. Það kostar um 6 miljarða að byggja nýjan frystitogara sem gæfi meiri möguleika á fullvinnslu afla, en mikið af verðmætum er fleygt í sjóinn í dag. En hvað þarf til að fjárfesting í frystitogurum og þróun sem því fylgir geti átt sér stað?

Skattheimta ríkisins

Vergur hagnaður, EBITDA, er stærð sem oft er notuð til að sýna fram á rekstarhæfni, sem er hagnaður áður en tekið er tilliti til vaxta, skatta (+ veiðigjald), afskrifta og arðgreiðslna. Til að standa undir afskriftum og endurnýjun ásamt eðlilegum arðgreiðslum til eiganda, þarf vel rekin útgerð um 38% af EBITDA. Hér er ekki tekið tillit til þess að útgerð er mjög áhættusöm atvinnugrein og rétt að bæta við 6% áhættuálagi og gera ráð fyrir að hlutur útgerðar verði því 44%. Nauðsynlegt er að reikna með viðhaldi eignar og að hún rýrni ekki á rekstrartíma ásamt því að tryggja fjárfestum eðlilega ávöxtun á eigið fé. Ef gert er ráð fyrir endurnýjun á skipi þarf að gera ráð fyrir a.m.k. 27% af EBITDA fari til lánadrottna , þá yrði hlutur ríkisins 29%. Í þeim hugmyndum sem fyrrverandi ríkisstjórn lagði til var gert ráð fyrir að veiðigjaldið færi í 70% en þá fengi útgerðin um 3% í sinn hlut.

Fjárfesting í frystiskipum

Enginn myndi fjárfesta við þessar aðstæður í frystiskipi og enginn banki  lána til útgerðar. Ekki væri hægt að standa undir viðhaldi búnaðar, hvað þá þróun hans eða afurða. Í raun fengi ríkið ekkert í sinn hlut þar sem engin útgerð myndi starfa við slíka skattlagningu. Sjávarútvegur er skapandi grein og ekkert tilefni til að færa fjármuni þaðan í aðrar „skapandi" greinar. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hugsi um þjóðarhag þegar ákvarðanir eru teknar sem varða afkomu þjóðarinnar en sjávarútvegur er undirstaða lífskjara í landinu.

Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 285610

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband