Í heljargreipum hafta

Ég er ekki viss um að geta kosið minn gamla flokk í þingkosningum þegar ég les þetta. Ég geri ráð fyrir afturhaldinu hjá Framsókn, en Sjálfstæðisflokkurinn er lítið betri þegar kemur að landbúnaðarmálum. Þar berjast menn gegn almannahagsmunum til að verja gamlar kreddur.  Í raun er það spilling þegar hagsmunir fjöldans víkja fyrir hagsmunum fárra manna. Í raun gerir þetta bændum ekki gott þar sem einokunin hlekkjar þá í viðjur fátæktar, enda lítil verðmætasköpun í landbúnaði.

Við verðum að markaðsvæða landbúnað og opna fyrir alþjóðaviðskipti með þessar vörur! Það sama mun gerast og með sælgætisiðnaðinn við inngöngu í EFTA að landbúnaður mun eflast. Eflast við að takast á við samkeppni og sinna viðskipavinum sínum vel. Nokkuð sem ekki er til staðar í dag.


mbl.is Hagar fá ekki viðbótartollkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Ekki fá Íslendingar aukningu á tollkvótum fyrir skyr inná ESB. Eru tollarkvótar  ekki eitthvað sem semja á um í viðræðum um  milliríkjaviðskipti en ekki að hlaupa á eftir frekjugangi örfárra aðila. Hagar sem flytja inn um 70-80% af allri matvöru sem flutt er inn til landsins eru að hagnast gífurlega. m.a er Finnur Árnason með yfir 8 millj í mánaðarlaun og fleiri toppar innan þess fyrirtækis eru með ofurlaun. Það væru hæg heimatökin hjá Högum  að lækka verð á matarkörfu heimilanna með aðeins lægri álagningu og sýna þannig smá samfélagslega ábyrgð í verðlagningu á matvörum á Íslandi. Buffalóostar eru ekki alveg það sem heimilin í landinu hafa mesta þörf fyrir      

Sigurður Baldursson, 18.2.2014 kl. 13:52

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Vafalaust er þessi úrskurður ráðherra ekki samkvæmt lögum.

Enginn framleiðir lífræna kjúklinga, buffala-, geita- og ærmjólkurosta á Íslandi. Því ætti lögum samkvæmt þeir sem það vildu að fá að flytja þá inn hindrunarlaust. Tollkvótar eru einungis á vörum sem eru framleiddar á ÍSlandi muni ég þetta rétt. Það þarf ekki vernd á það sem ekki er framleitt - segir það sig ekki sjálft ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2014 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 285605

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband