Forystugrein í Vesturlandi 23. jan 2014

Í þessu blaði er kynning á þeim frambjóðendum sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor, en það verður haldið 8. febrúar n.k. Prófkjör er lýðræðisleg aðferð til að raða niður á lista flokksins, allavega í þau sæti sem  veita möguleika[k1]  sæti í bæjarstjórn. Í þessu prófkjöri verður reynt að lágmarka þann kostnað sem hver einstaklingur  verður fyrir , með sameiginlegum kynningum og fundarhöldum fyrir prófkjörið. Þannig mun fjárhagur einstaklinga eða stuðningsmanna þeirra skipta minna máli en oft áður, en það hefur töluvert verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Að þessu sinni sækjast öflugir einstaklingar, þrjár konur og þrír karlar, eftir forystusætum á lista flokksins. Um er að ræða einstaklinga með mikla reynslu og eins nýtt og kraftmikið fólk sem er tilbúið að láta til sín taka fyrir Ísafjarðarbæ.

Sjálfstæðismenn koma öflugir til þessarar baráttu, enda málefnastaðan sjaldan verið betri fyrir kosningar en einmitt nú. Vel hefur tekist til með fjármál sveitarfélagsins á kjörtímabilinu, svo eftir hefur verið tekið, á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar. Tekist hefur að lækka rekstrarkostnað verulega án þess að skerða þjónustu við íbúa, sem ávallt á að vera takmarkið. Slíkt gefur svigrúm til frekari uppbyggingar eða viðhalds, eða lækkun skatta á íbúa. Öll önnur mál byrja og enda með fjárhag bæjarins, sem ræður því hvað við sem samfélag getum boðið uppá til að bæta lífsgæði íbúa og gera bæjarfélagið að eftirsóttum stað til að búa á.

Eins og fram kemur í kynningum og greinum í þessu blaði eru skólamálin ofarlega á blaði verkefna bæjarstjórnar. Árangur íslenskra barna við útskrift úr grunnskóla er ekki ásættanlegur miðað við Pisa-kannanir þar sem hluti nemenda  getur ekki lesið sér til skilnings. Þetta er ekkert nýtt og sporin hræða í þessum efnum og nauðsynlegt að finna leiðir sem skilar okkur betri árangri.

Að prófkjöri loknu munu sjálfstæðismenn sækja umboð til íbúa um áframhaldandi forystu við rekstur sveitarfélagsins í kosningum sem haldnar verða 31. maí.

Gunnar Þórðarson formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ

 [k1]Skoðaðu vel, fannst þetta hljóma ankanalega, getur verið vitleysa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 285833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband