30.12.2013 | 14:08
Ísbjörn í Fljótavík - jólablað Vesturlands
Ísbjörn í Fljótavík
Í maí árið 1974 fór hópur manna til Fljótavíkur til að skipta um vél í jeppa sem notaður var við byggingu á núverandi Atlastöðum. Jeppinn lá undir norðurgafli slysavarnarskýlisins og höfðu þeir félagar, Jón Gunnarsson, Helgi Geirmundsson og Ingólfur Eggertsson tekið að sér verkið. Með í för var Herborg, kona Ingólfs með 15 ára son þeirra, 11 ára sonur Helga og 10 ára gamall sonur Jóns. Það var síðan 18. maí að þeir voru langt komnir með að tengja vélina og voru á kafi ofaní vélarhúsinu þegar Jóni var litið upp og horfist í augu við hvítabjörn. Það vildi þeim til að birninum var jafn brugðið og þeim og gafst því ráðrúm til að snara sér inní slysavarnaskýlið. Björninn fór nú að hnusa að farangri þeirra, fann appelsínu sem hann sporðrenndi og virtist vera hinn rólegasti. En hér voru góð ráð dýr því þeir áttu von á Herborgu með drengina á hverri stundu frá Atlastöðum. Helgi var með haglabyssu en skotin voru úti hjá bjössa, í úlpu sem lá niður við fjörukambinn.
Menn voru skelfingu lostnir og óttuðust hið versta ef Herborg mætti með drengina og ræddu um hvað skyldi til bragðs taka. Við minnsta þrusk þeirra var athygli bjarnarins vakin og fylgdist hann vel með mönnunum í skýlinu. Talstöð var þarna og létu þeir loftskeytastöðina á Ísafirði vita af aðstæðum sínum. Þá kom kall frá Siglufjarðarradíó og þeir átaldir fyrir að nota talstöðina að nauðsynjalausu, hún væri aðeins ætluð í neyðartilvikum. En á Ísafirði var kallað eftir flugvél sem gæti lent við aðstæður í Fljótavík.
Í millitíðinni rjátlaði björninn frá skýlinu og notaði Helgi þá tækifærið, hljóp út og sótti úlpuna með skotunum, hlóð byssuna of feldi björninn.
Nú var hættuástandi aflýst en flugvélin mætti með fréttamenn frá sjónvarpinu og fyrsta manneskjan sem þeir hittu var Herborg, sem ekki hafði hugmynd um hvað hefði gerst við Grundarenda, og kom algerlega af fjöllum. Þannig frétti hún af ísbjarnadrápinu í gegnum fjölmiðlana og hélt í fyrstu að þeir væru ekki með öllum mjalla. En fljótlega komu bjarndýrabanarnir á vetfang og sögðu sína sögu.
Við krufningu kom í ljós að appelsínan var það eina sem björninn hafði borðað í langan tíma. Því má líka bæta við að Helgi var ekki vanur að hafa með sér byssu norður í Fljót, en hafði fengið þá hugdettu við brottför að taka hana með. Við brottför frá Ísafirði biður hann samferðamennina að bíða smá stund, skutlast heim til að sækja haglabyssu og treður nokkrum skotum í úlpuvasann á leiðinni út. (stytt og endursagt eftir Jósepi Verharðsyni).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.