Ísbjörn í Fljótavík - jólablað Vesturlands

Ísbjörn í Fljótavík

Í maí árið 1974 fór hópur manna til Fljótavíkur til að skipta um vél í jeppa sem notaður var við byggingu á núverandi Atlastöðum. Jeppinn lá undir norðurgafli slysavarnarskýlisins og höfðu þeir félagar, Jón Gunnarsson, Helgi Geirmundsson og Ingólfur Eggertsson tekið að sér verkið. Með í för var Herborg, kona Ingólfs með 15 ára son þeirra, 11 ára sonur Helga og 10 ára gamall sonur Jóns. Það var síðan 18. maí að þeir voru langt komnir með að tengja vélina og voru á kafi ofaní vélarhúsinu þegar Jóni var litið upp og horfist í augu við hvítabjörn. Það vildi þeim til að birninum var jafn brugðið og þeim og gafst því ráðrúm til að snara sér inní slysavarnaskýlið. Björninn fór nú að hnusa að farangri þeirra, fann appelsínu sem hann sporðrenndi og virtist vera hinn rólegasti. En hér voru góð ráð dýr því þeir áttu von á Herborgu með drengina á hverri stundu frá Atlastöðum. Helgi var með haglabyssu en skotin voru úti hjá bjössa, í úlpu sem lá niður við fjörukambinn.

Menn voru skelfingu lostnir og óttuðust hið versta ef Herborg mætti með drengina og ræddu um hvað skyldi til bragðs taka. Við minnsta þrusk þeirra var athygli bjarnarins vakin og fylgdist hann vel með mönnunum í skýlinu. Talstöð var þarna og létu þeir loftskeytastöðina á Ísafirði vita af aðstæðum sínum. Þá kom kall frá Siglufjarðarradíó og þeir átaldir fyrir að nota talstöðina að nauðsynjalausu, hún væri aðeins ætluð í neyðartilvikum. En á Ísafirði var kallað eftir flugvél sem gæti lent við aðstæður í Fljótavík.

Í millitíðinni rjátlaði björninn frá skýlinu og notaði Helgi þá tækifærið, hljóp út og sótti úlpuna með skotunum, hlóð byssuna of feldi björninn.

Nú var hættuástandi aflýst en flugvélin mætti með fréttamenn frá sjónvarpinu og fyrsta manneskjan sem þeir hittu var Herborg, sem ekki hafði hugmynd um hvað hefði gerst við Grundarenda, og kom algerlega af fjöllum. Þannig frétti hún af ísbjarnadrápinu í gegnum fjölmiðlana og hélt í fyrstu að þeir væru ekki með öllum mjalla. En fljótlega komu bjarndýrabanarnir á vetfang og sögðu sína sögu.

Við krufningu kom í ljós að appelsínan var það eina sem björninn hafði borðað í langan tíma. Því má líka bæta við að Helgi var ekki vanur að hafa með sér byssu norður í Fljót, en hafði fengið þá hugdettu við brottför að taka hana með. Við brottför frá Ísafirði biður hann samferðamennina að bíða smá stund, skutlast heim til að sækja haglabyssu og treður nokkrum skotum í úlpuvasann á leiðinni út. (stytt og endursagt eftir Jósepi Verharðsyni).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband