28.11.2013 | 12:58
Glæpur og refsing
Við látum ekki hefnigirni ráða þegar við dæmum menn fyrir lögbrot. Það eru einkum þrjú markmið með refsingum; fælingarmáttur til að letja menn til afbrota, koma hættulegum mönnum úr umferð og betrunarvist þar sem reynt er að bæta brotamenn og koma þeim á rétta braut. Í réttaríkinu eru síðan dómstólar óháðir löggjafa- og framkvæmdavaldi og dæma samkvæmt lagalegum rökum. Ólíkt dómstóli götunnar sem lætur augnbliks hefnigirni ráða, eiga dómara að hafa í huga að alvarlegra er að dæma saklausan mann en sýkna sekan.
Þessa dagana standa yfir réttarhöld yfir fyrrum bankamönnum sem Íslendingar telja ábyrga fyrir HRUNINU. Það er mikilvægt að refsa þeim hafi þeir brotið lög, en við verðum líka að taka því verði þeir sýknaðir að fyrrnefndum ástæðum. Það gengur ekki upp að dæma menn til að öðrum líði betur, án sektar þeirra, eins og gert var við fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Haarde.
Annar hópur sem tengist hruninu eru ofbeldismennirnir sem brutust inn í Alþingi og voru valdir, m.a. að líkamsmeiðingum starfsmanna þingsins og lögreglumanna. Áveðið var að fella niður lögsókn, þó öllum skilyrðum væri uppfyllt hvað varðar stöðu saksóknar að meir líkur en minni voru að þeir yrðu dæmdir sekir. Þarna spilaði pólitíkin inn, þó dómstólar eigi að vera henni óháðir, enda ljóst að pólitísk öfl æstu til þessara uppþota, til að vinna pólitískum hugðarefnum sínum forgang. Nú má spyrja hvort tilgangurinn helgi ekki meðalið og þarna hafi brotist út réttlát reiði" og málið látið niður falla á þeim forsendum?
En það er engin slík réttlæting til! Fyrir 70 árum síðan ruddust Berlínarbúar út á götu og myrtu á annað hundrað gyðinga, brenndu hús þeir og lögðu hendur á eigur þeirra. Þetta var venjulegt fólk sem taldi sig með réttláta reiði" í farteskinu. Þegar Hútúar myrtu Tútsis í Rawanda árið 1994 töldu þeir sig búa yfir réttlátri reiði" og sama má segja um íbúa fyrrum Júgóslavíu sem gengu út og myrtu nágrana sína. En þetta er rangt og ekkert til sem réttlætir ofbeldisverk undir slíkum fölskum forsendum. Í myndinni Jagten er sagt frá manni sem er ranglega sakaður um glæp og hvernig samfélagið dæmir hann miskunnarlaust. Fólk fær tækifæri fyrir sína lægstu hvatir í skjóli almenningsálits augnabliksins.
Það er rétt að hugleiða þetta núna á aðventunni og hugsa til þess sem einn mesti heimspekingur sögunnar færði mannkyni hinn réttláta og umburðalinda guð sem var tilbúin að fyrirgefa þeim sem brutu af sér. Á þeim tíma, fyrir tæpum 2000 árum þekktust slíkir guðir ekki, enda miskunnarlausir og refsiglaðir. Þetta var ástæða þess að gyðingar samþykktu ekki þennan guð og bíða enn eftir sínum Messías. En Jesú breytti heiminum og gildismati kristinna manna um aldur og ævi. Ekki þannig að eingin brjóti boðorðin, heldur vitum við hvað er rétt og hvað er rangt. Við gerum ráð fyrir fyrirgefningunni látum hefnigirni ekki ráða för.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverðar pælingar.
Helga Völundardóttir, 28.11.2013 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.