Glæpur og refsing

Við látum ekki hefnigirni ráða þegar við dæmum menn fyrir lögbrot. Það eru einkum þrjú markmið með refsingum; fælingarmáttur til að letja menn til afbrota, koma hættulegum mönnum úr umferð og betrunarvist þar sem reynt er að bæta brotamenn og koma þeim á rétta braut. Í réttaríkinu eru síðan dómstólar óháðir löggjafa- og framkvæmdavaldi og dæma samkvæmt lagalegum rökum. Ólíkt dómstóli götunnar sem lætur augnbliks hefnigirni ráða, eiga dómara að hafa í huga að alvarlegra er að dæma saklausan mann en sýkna sekan.

Þessa dagana standa yfir réttarhöld yfir fyrrum bankamönnum sem Íslendingar telja ábyrga fyrir HRUNINU. Það er mikilvægt að refsa þeim hafi þeir brotið lög, en við verðum líka að taka því verði þeir sýknaðir að fyrrnefndum ástæðum. Það gengur ekki upp að dæma menn til að öðrum líði betur, án sektar þeirra, eins og gert var við fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Haarde.

Annar hópur sem tengist hruninu eru ofbeldismennirnir sem brutust inn í Alþingi og voru valdir, m.a. að líkamsmeiðingum starfsmanna þingsins og lögreglumanna. Áveðið var að fella niður lögsókn, þó öllum skilyrðum væri uppfyllt hvað varðar stöðu saksóknar að meir líkur en minni voru að þeir yrðu dæmdir sekir. Þarna spilaði pólitíkin inn, þó dómstólar eigi að vera henni óháðir, enda ljóst að pólitísk öfl æstu til þessara uppþota, til að vinna pólitískum hugðarefnum sínum forgang. Nú má spyrja hvort tilgangurinn helgi ekki meðalið og þarna hafi brotist út „réttlát reiði" og málið látið niður falla á þeim forsendum?

En það er engin slík réttlæting til! Fyrir 70 árum síðan ruddust Berlínarbúar út á götu og myrtu á annað hundrað gyðinga, brenndu hús þeir og lögðu hendur á eigur þeirra. Þetta var venjulegt fólk sem taldi sig með „réttláta reiði" í farteskinu. Þegar Hútúar myrtu Tútsis í Rawanda árið 1994 töldu þeir sig búa yfir „réttlátri reiði" og sama má segja um íbúa fyrrum Júgóslavíu sem gengu út og myrtu nágrana sína. En þetta er rangt og ekkert til sem réttlætir ofbeldisverk undir slíkum fölskum forsendum. Í myndinni Jagten er sagt frá manni sem er ranglega sakaður um glæp og hvernig samfélagið dæmir hann miskunnarlaust. Fólk fær tækifæri fyrir sína lægstu hvatir í skjóli almenningsálits augnabliksins. 

Það er rétt að hugleiða þetta núna á aðventunni og hugsa til þess sem einn mesti heimspekingur sögunnar færði mannkyni hinn réttláta og umburðalinda guð sem var tilbúin að fyrirgefa þeim sem brutu af sér. Á þeim tíma, fyrir tæpum 2000 árum þekktust slíkir guðir ekki, enda miskunnarlausir og refsiglaðir. Þetta var ástæða þess að gyðingar samþykktu ekki þennan guð og bíða enn eftir sínum Messías. En Jesú breytti heiminum og gildismati kristinna manna um aldur og ævi. Ekki þannig að eingin brjóti boðorðin, heldur vitum við hvað er rétt og hvað er rangt. Við gerum ráð fyrir fyrirgefningunni látum hefnigirni ekki ráða för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Völundardóttir

Áhugaverðar pælingar.

Helga Völundardóttir, 28.11.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband