Að fara í manninn en ekki boltann

Þegar Þorsteinn Pálsson reit einn af sínum meistarapistlum í Fréttablaðið, "Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar" þótti utanríkisráðherra hann sneyða full nærri Framsóknarflokknum. Í staðin fyrir að svar Þorsteini efnislega, en greinin var mjög málefnaleg, ritaði hann svívirðingar um Þorstein á bloggi sínu. Gerði lítið úr honum á alla lund, en komst algerlega hjá því að svara greininni sem slíkri.

Mér þótti svo leitt að sjá í Fréttablaðinu dag þar sem Sighvatur Björgvinsson fer á svipuðu gönuhlaupi. Umræðuefni Sighvats var umfjöllun vefsóða um Hannes Hólmstein,sem hafði vogað sér að mæta í Spegilinn til að ræða um John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta. Þar hafði hann vogað sér að hrósa Bandaríkjunum sem samfélagi, en slíkt er dauðasök, sérstaklega í þætti sem nánast er ætlaður vinstrimönnum.

En í staðin fyrir að taka efnislega á málum fellur fyrrverandi ráðherra í þá gryfju að úthúða Hannesi sem persónu og segja af honum allskyns "sögur". Þar skiptir litlu hvort þær eru sannar eða lognar, tilgangurinn helgar meðalið. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Sighvati en þarna setur hann niður fyrir mér!

Við verðum að geta tekist á um málefni án þess að hnýta í menn með slíkum sóðaskap og þarna birtist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessir pistlar hjá Þorsteini fara síversnandi.Furðulega illa skrifaðir og sum tómt rugl, eins og þegar hann fer að kalla tiltekna flokka á Norðurlöndunum Framsóknarflokka og á þá við að þeir hafi sömu stefnu og Framsóknarflokkurinn.þAÐ Virðast sumir gleyma því að Þorsteinn var í raun búinn í stjórnmálum þegar honum var hafnað sem formanni Sjálfstæðisflokksins, þótt hann sæti sem þingmaður og ráðherra til 1999.Best væri fyrir Þorstein, ef hann hefur áhuga á að halda því sem eftir er af virðingu sinni,er að hann hætti að skipta sér af stjórnmálum, og að skrifa um þau, því það getur hann ekki, þótt hann hafi kanski einhverntíma getað það.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Hvata kallinum fer líka best að þegja.En skrif hans eru samt skemmtilegi og betur skrifuð en það sem kemur frá Þorsteini.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2013 kl. 13:24

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En Halldór Ásgrímsson hefur vit á að þegja.Það er kanski einhver mælikvarði á vit þessara þriggja manna.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2013 kl. 13:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef aldrei þolað Sighvat,en las ekki hans nýjustu afurð.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2013 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband